Tíminn Sunnudagsblað - 25.08.1963, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 25.08.1963, Blaðsíða 6
Bill Péturs Gunnlauqssonar é brúnnl yflr Jökulsá vi8 Upptyppinga. Kverkfjalla.ana, Hvannalindir og Lindakeili. ÖIlu fleiri eru örnefnin ekki og engin á okkar leið. Okkur þótti leitt vi5 það ag una og innan skamms fengum við' tækifæri til að bæta úr þvi Við ókum upp með nafnlausrj á vestanverðri og þóttumst vita, að við þyrftum að komast austur yfir hana. Allt í einu stanzaði Jón og sagði, að nér færum við yfir ána, og gerðu það allir nema einn bíll, er hafði farið' á undan um hríð. Hann hélt áfram og hvarf brátt þar upp með ánni vestanverðri. Hróar Björns: son, kénnari á Laugum, var með þennan bíl og vissum við, að hann mundi ætia ei leita færis ofar í ánni. Vig ókum nú upp eftir skammt frá ánni a'ð austanverðu og komum brátt að felli e’nu háu og stöku. Géng- um þar upp til þess að svipast eftir leiðum suö'ur, svo og eftir Hróari. Þá sáum við Hróar, menn hans og bíl skammt frá okkur en vestan ár og hafði hún bersýnilega tálmað för þeirra. Þá skírðum við ána Hróars- keldu, en ieilið Hróarsfell. Þeir fé- lagar voru fljótir í förum, þeir voru komnir upp á íellið áður en við viss- um af. Af Hróarsfelii sýndust okk- ur allar le!ðir greiðar til Kverkfjalla og mátti heita, að svo væri, þótt stund- um þyrfti að' ganga á undan og skoð- ast fyrir. Einu sinni var áð og dreifð- ust menn þá á ýmsa vegu eftir smekk og þörfum. Síðan var ekið tafarlaust suður til Kverkfjalla meðfram háum hólarana, sero skyndilega beygði til vesturs og gekk alveg fram í Jök- ulsá gegnt Dyngjujökli. Sýndist öll- um, að ekiki yrði nær komizt fjöllun- um og því var slegið upp tjöldum þarna á meldragi, ómjúku. Þá var klukkan tæplega sex um kvöldið. — Veður var heiðskírt ,og eftir kvöld- verð gengum við upp á hólana til þess að njóla útsýnis. Við vorum nú komin svo að segja í fang Kverk- fjalla. Þau eru með hæstu fjöllum landsins og áreiðanlega hin sérkenni- legustu og það þótt við'ar væri leitað. Þau eru emstætt náttúrufyrirbæri, og þó var hið mesta furð'uverk þeirra þá enn ófundið. Kverkfjöll eru hár og reisulegur fjallskambur á norður- jaðri Vatnajökuls. í miðjan kambinn er geysidjúp kverk og fram um hana rennur skrið'jökull af Vatnajökli, Kverkjökull, en báðum megin rísa bláir þverhníptir hamraveggir, sem líklega festir aldrei snjó í, og eru þeir því sterkustu drættirnir í svip fjallanna. Yzt í fjallskambinum aust- Þessi skemmtilegi hraundrangur stendur i Kverkfjöllum. T f M I N N — SUNNUDAGSBLAfi \ 678

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.