Tíminn Sunnudagsblað - 25.08.1963, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 25.08.1963, Blaðsíða 7
1 / Þessi mynd er tekin við mynni furðuheliisins, þar sem men n böðuðu sig í volgu laugarvatni undir ísþaki. anverðum ér sérkennilegur hnjúkur eða fell og sýndist okkur sem þar sæti maður í síðum kufli meg lang- an staf í hendi. Guð'mundur Gunn- arsson kennarj á Laugum og Jón, sem báðir eru vel lesnir í ferðabók- um ,gizkuðu á, að þetta mundi vera Biskupsfell það, sem Pálmi Hannes- son, rektor getur um í frásögnum sínum um þessar slóð'ir. Báðum meg- in KverkfiaUanna ganga djúpir dalir inn með þeim og eru þar sjóðandi hverir. Forðir.ni var heitig á þessar furðustöðvar morguninn eftir. Ekki vildu þeir Hróar og Jón sætta sig við að komast ekki léngra meg bíl- ana. Og að áliðnu kvöldi var búið ag finna krákrleið upp á hólana og ryðja veg niður urðirnar hinum meg- in. Við fórum hann morguninn eftir þann 16. íúní, og er þá nokkurn veg- inn greiðfær vegur um sandorpin hraun þar 'estur með fjöllunum. Við stönzuðum ug á, ekki stóra, beint nið- ur undan Kverkjökli, og höfð'um við þá hætt á a'ð gizka 6,5 km. loftlinu við vegalengdina Veð'ur var þá fremur kalt ,svo að ekki draup leysingar- vatn úr fönriurr, til kaffihitunar. Loft var mjög skýjag og gekk á með rign- ingum og slydduéljum, einkum í fjöllunum. Vig ána skildust leiðir. Ellefu manna hóþur, þ.á.m. ein kona, Ingi- björg Magnúsdóttir, yfirhjúkrunar- kona Sjúkrahúss Akureyrar, ákvað að ganga lengra ínn með fjöllunum, upp til hverunna og helzt á jökulinn. Þau hrepptu leiðindaveður og færi, en náðu þó flestum fyrirhuguðum á- föngum. Nokkrir höfðu tekið sig út úr strax við tjöldin og stefnt til Bisk- upsfells. En flestir gengu upp með ánni að rótum Kverkjökuls, sem er á að gizka 20—30 mín. gangur og ætluðu sér ekki stærri hlut en að svipast þar um og ganga eitthvað upp á jökulinn. En þar beið okkar undrið mikla. Sumir flýttu sér allt hvað af tók beint upp á jökulsporðinn og sinntu ekki viðvörunum þeirra, sem betur þekkja íkriðjökla og vita, hve hættulegar sprungur geta myndazt þar á þessum árstíma. Flestir fylgdu Jóni Sigurgeivssyni, sem ákvað að' skoða upptök árinnar, sem fellur í djúpu gili frá jöklinum. Hann hafði séð gufu iíða upp frá jöklinum í stefnu á gilig og bjóst vig að þarna væri eitthvað nýstárlegt að sjá. — Það brást helúur ekki. Sem við sióðum á gilbarminum sá- um við dyr standa opnar inn í jök- ulinn, háar, livelfdar og jafnbreiðar gilinu. V'g gengum þar inn dálítið hátíðleg í bragði og stóðum þá í ís- helli miktum, sem liggur þar inn undir- jökulinn eins langt og augað eygir. Forsalurinn er hár og víð'ur til veggja, loflig er mjög hyelft og sýnist það vera eins og samsett af litlum, íhvolfum rúðum. Svo þunnt er jökulþakið orðið, einkum fremst, að mikla birln ber inn um „rúðurn- ar“. Hún er blágræn og köld. En áin, som barna rennur fram úr dyrum og að „dyrastöfum" báðum megin, er því hlýrri. Kún er glóðvolg og hitnar eftir því.seru ínnar dregur í hellinn. Við, sem vorum á gúmmístígvélum, kusum fremur að sulla í ánni en stikla malanimana. Skammt innan vig hellismunnann var opinn gluggi á jökulþakinu og þar fossaði niður leys- ingarvatn. Kellirinn þrengdist lítið eitt, þegar inr.ar dró og myrkvaðist. Áin hitnaði, gufan jókst og vig urð- um æ blauiari. En skyndilega víkk- aði helliriun aftur og sló þar niður birtu mikiili. Við vorum komin að strompi þeim hinum mikla, sem Jón hafði séð rjúka úr og horfðum til himins upp i gegnum hann, stödd á að gizka 290 metra inn undir jökl- inum. Við kl'fruðum nú „upp í gegn- um jökulinn'1. þ. e. a. s. upp um strompinn og heyrðum á mannamál og hávaða. Efst í strompinum mættumst við og þeir, se n komu ofan af jökli og urðu þar fagnaðarfundir. — Siðan renndu allir sér niður strompinn og niður- í á. (Þetta var sannkallaður strompleikur). Þar viar spígsporað fram og afcnr og teknar myndir. Loks urðum við að slíta okkur frá þessum notalega skemmtistag og halda heim á leið. Alhr nr.'ðskulfu og gnístu tönn um, þegar komið var út í bölvaðan kuldann úti fyrir jöklinum. Þó sá til sólár og hiti svo mikill, að kaffivatn- ið rann af fönnunum í tjaldstað'. Ekki vildi Jón Signrgeirsson hverfa frá þessum furðuhelli svo lítt könnuðum. Hann og fiónr aðrir urðu því eftir og héldu lengra ínn eftir hellinum unz þeir sáu ekki 'engur handa sinna skil. Þá létu þeir staðar numið og hétu að hafa með' sér ljósker næsta sinni. Að lokum fóru þrír þeirra í bag þarna T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 679

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.