Tíminn Sunnudagsblað - 25.08.1963, Side 11

Tíminn Sunnudagsblað - 25.08.1963, Side 11
drottinn. En ég hef skemmt mér vel“. Grafmyndirnar skiptast í nokkra flokka eftir gerð. Hver flokkur um sig hefur sitt sérstaka nafn, en nöfn- in segja sjaldnast mikið. Konumynd- ir eru kallaðar „Jukor Dázi“, sem þýðir einfaldlega konumynd. Karl- menn bera ævinlega vefjarhött, kon- ur höfuðfat, sem breikkar upp, og er þetta eini munurinn á þeim. Bæði kynin hafa . sama hálfmánalagaða andlitið ueð beinum augabrúnum. hvössu nefi, starandi augum og tann- garði úr beini eða hvítum steini. Fyr- irfólk af báðum kynjum situr í há- sæti. Stöku sinnum sitja menn á hyrndu dýri, sem ekki getur verið venjuleg geit, en kann vel að vera steingeit. eh steingeitur eiga hlut- verki að gegna við frjósemiblót, er haldin eru um vetrarsólstöður. Enn eru myndir af mönnum á hestbaki, sumir ríða jafnvel tveimur reiðskjót um í senn. Hestarnir eru skreyttir ýmiss konar útflúri, en sumt er þvi nokkuð' undarlega fvrir komið. Beizli er t. d. aldrei með á myndunum, og bendir bað til þess, að listamennirnir hafi ekki verið jafnmiklir hestamenn og ætla mætti af efnisvalinu, hafi jafn vel aldnéi ség hest, hvað þá komið á bak slíkri skepnu. Þetta sést ekki síður af öllu sköpu- lagi hestanna á þessum myndum. Þeir eru mjóslegnir og veikburða og fótaburðurinn óeðlilegur. Hins vegar sitja riddararnir vel á baki með kreppt hné og hallast örlítið áfram. En flestar styttumar eru af stand andi mönnum, og flestar þær myndir. sem hafa varðveitzt, eru af karlmönn- um. Þeir eru jafnan klæddir skraut- saumuðum buxum og treyju, sem haldið er þétt að líkamanum með belti, og hafa uppmjóan vefjarhött á höfði. Þeir bera vopn, kylfur og stríðs- axir, og á andlit þeirra eru mörkuð ör og sár. Enn þann dag í dag gera styttusmiðirnir ráð fyrir þessum klæðnaði, þótt hann sé löngu lagztur af hjá lifandi mönnum, og þeir klæð ist yfirleitt pokabuxum, fráflakandi skyrtu og hafi húfupottlok á höfðinu Myndirnar eru allar fremur þunnar og flatar, nema vefjarhötturinn, se” fær að halda eðlilegri lögun. Einfaldleikinn setur mark sitt i beztu myndirnar, en kannski eru þær of einfaldar. Mjög mikið er lagt upp úr andstæðum fárra fastmótaðra lína Ávali niðurandlitsins skapar and stæðu við harðneskjulegan beinleika augabrúnanna, bogi handleggsins stingur i stúf við stífan og beinan líkamann. .Árangur þessa verður oft góður, en þó er eins og eitthvað skorti. Þetta listbragð nægir sjaldn ast til að gefa myndunum líf. í tólf hundruð mílna fjarlægð, suð- austur af fjöllum Kafíra, búa frum- byggjar Mið-Indlands. Þeir stunda nokkuð listir, telgja myndir, mála og iðka smíðar, en list þeirra stend ur ekki á háu stigi. Jafnvel Evan Vérrier Elwin, sem er ötulasti tals- maður þeirra, getur ekki annað en viðurkennt, að list þeirra sé ekki á marga fiska, samanborið vig list Pap úa, Afríkunegra og Indíána á norð- vesturströnd Ameríku. Plann bendir lesendum sínum hins vegar á, að ekki sé réttmætt að bera saman verk þrótt núkilla þjóðfiokka og fólks, sem búi við „efnahagslega og menningarlega ládeyðu“, eins og hann orðar það. En þótt list frumbyggjanna í Mið-Ind landi kunni að vera lítilfjörleg séð út frá listrænu sjónarmiði, er það samt þar, sem hollast mun að sækja efni til samanburðar við tréskurðar- list Kafíranna. Ekki er fullljóst, hvort þessir frum byggjar búi sjálfir til trémyndir sín- ar. Sumar þeirra eru án efa verk að- komumanna og atvinnusmiða, og þeir þurfa alls ekki að vera af sama þjóð- erni og þeir, sem smíðin er gerð fyr- ir. Maria-ættbálkurinn lét t. d. eitt sinn reisa háa minningarsúlu fyrir sig. Súlan er útskorin á öllum hlið- um með rissmyndum efst á henni eru skornir út fuglar og flatarmálsmynd- ir, og má vel vera, að einni þeirra sé gert að tákna vefjarhött. Menn úr ættbálknum létu vinna þetta verk, og hafa án efa skýrt frá því, hvernig þeir vildu, að það yrði gert, en sjálfa smíðina önnuðust indverskir smiðir. Ættbálkar þeir, sem búa norður áf heimkynnum Maria-ættbálksins, skera. út dyrastafi húsa sinna. Myndirnar eru svipaðar hinum, natúralistískar lágmyndir og óhlutkenndar flatar- Framhald á 694. síSu. TÍ HINN — SUNNUDAGSBLAÐ 683

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.