Tíminn Sunnudagsblað - 25.08.1963, Síða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 25.08.1963, Síða 14
lega vísu e'ða kvæði, ekki einu sinni skammavísu. Til marks um það tók Ihann oft vísu Hjálmars: „Árni á Skút- um er og þar, / úldinn grútarsnati. / Hrafnalút í hreiður bar, / hans eru pútur dæturnar.“ „Er og þar“, sagði Ólafur hneyksl- aður. „Haldið þið nú að þetta sé mál- færi hjá skáldi? Nei, nei, tóm vit- leysa náttúrlega, — og „úldinn grútar- snati“, enn þá verra, — bara heimsk- an einber — og illgirnin. Já — og „ihans eru pútur dæturnar". Þvílík vitleysa! Auðvitað hefur Hjálmar ekk ert þékkt stelpurnar, dætur Árna, — bara sagt þetta til að níða einhvern. Svona var Hjálmar, — sjálfsagt beztu stúlkur, allt saman, já, já. Hjálmar aldrei séð þær, hvað þá meira. Nei, þe ta er ekki skáld fyrir fimm aura. — Eða þetta: „Eg fer nú að yrkja um prest / um sem náði beiða. / Vakrari aldrei vissi eg hest / vítis- traðir skeiða." Það er vit í þessu? eða finnst ykkur það ekki? Hvern andsk var hann að beiða? Og svo þetta að tala um traðir í helvíti og hes a, — náttúrlega enginn hestur í helvíti, og hefur aldrei verið, — og ekki traðir heldur. Nei nei, allt tómt brunahraun og eimyrja, auðvitað. — Það er ekki gaman að vitleysunni í honum Hjálmari, eða finnst þér það?“ Væri honum nú bent á vísu eða kvæði eftir Hjálmar, sem hafði aug- ljósara skáldskapargildi en ofan greindar tilvitnanir, varð honum heldur ekki orðfátt. Hann sagði hreint og beint, að Hjálmar hefði stoiið því öllu. „Náttúrlega hefur Hjálmar bara stolið þessu frá Ólafi stúdent! Hjálm- ar nefnilega stal öllu því bezta frá honum. Ólafur stúdent, já, — þetta var skólagenginn maður — og af- bragðs skáld, auðvitað, — eins og gefur að skilja, þar sem hann var prestur, iá já, afbragðs skáld nátt úrlega, menntaður maðurinn. Eg held það nú, — en Hjálmar mágur hans, já — og stórfrændi, — það er nú líkast til. Allt stolið frá Ólafi stú- dent, auðvitað. Já já.“ Glöggur og kunnugur maður, Guð- mundur Jósafatsson frá Austurhlíð í Blöndudal, hefur bent mér á, að nær óhugsandi sé, að Ólafur hafi talað af sannfæringu, þegar hann níddi Hjálmar. Fyrir þessu áliti færir hann þau rök, að Ólafur hafi verið of skyn samur til að sjá ekki listatök Hjálm- ars í stökum og ljóði, — svo og hitt, að Ólafur virtist kunna allar Ijóða- og rímnabækur Hjálmars utan- að. Sama hvar drepið var niður. Ólaf- ur kannaðist við allt, — og hafði á hraðbergi athugasemdir og mótmæli. Það væri næsta furðulegt, að Ólafur hefði lagt sig niður við að læra Hjálmar svo, ef hann í raun og sann- leika taldi hann einskisverðan bögu- bósa. Hitt mundi sönnu nær, að á- lykta sem svo, að honum hafi of- hasað upp af öllu hóli manna um ljóðagerð Hjálmars og þess vegna tekið afstöðu, sem lá þvert á leiðir fjöldans. Eg fyrir mitt leyti get tekið undir þessa skoðun eða tilgátu Guð- mundar, og kem henni því á framfæri hér. — Það eru einnig hugsanlegir möguleikar, að Ólafur hafi í æsku ætlað sér að verða skáld, eða a. m. k. þekktur hagyrðingur, en síðar fund- izt, sem skáldið frá Bólu væri nokkuð fyrirferðarmikill á þeim vegi, — eins og hann óneitanlega var og er. Um kaupfélögin hafði Ólafur Bjarnason þetta helzt að segja: — „Kaupfélögin já, náttúrlega tóm vit- leysa, ekkert annað. Safnia í sjóði, já! Varasjóði, stofnsjóði og állan and skotann! Þvílik endaleysa! Bláfátækir menn að safna í sjóði, bara tíl að setja sjálfan sig á hausinn — og aðra á eftir, — já já, ekkert annað, — og svo allt til helvítis. Já. Hvernig eiga eignalausir menn að safna í sjnði? Eg hef aldrei nokkurn tíma heyrt aðra eins fjarstæðu! Al-lir komnir á kaf upp að eyrum, eða meir í Kreppu lánasjóðinn, — öreigar allir saman upp til hópa — og miklu meira en það, — steindrepast allir, já, já, eins og flugur á fjóshaug. Nei, kaupfé- lögin, það er nú ljóta vitleysan. Þau eru Ijót, — eða finnst þér það ekki?“ Þá skal skýra frá ásteytingarsteinin um, veðurfregnunum: Jón Eyþórsson var í þann tíma einna mest áberandi af flytjendum veðurfregna. Ólafur þekkti hann per- sónulega og var ekki illa til hans. Jón tók hann líka einu sinn til viðtals við sig í ríkisútvarpinu, og ræddi m.a. við hann um bækur og bókmenntir. Þá var það, að Ólafur Bjarnason tók heldur en ekki betur upp í sig yfir rit- verki Kambans um Ragniheiði og Brynjólf biskup. Hann sagði það hreina vitleysu, að biskupsdóttir, eins og Ragnheiður Brynjólfsdóttir væri látin fara í rúm tíl stráks eins og Daða Halldórssonar, — að fyrra bragði, meira að segja. „Já, það er tóm vitleysa“, sagði hann. „Hvernig getur nokkrum heilvita manni dottið svona fjarstæða í hug? Að biskups- dóttir, vel siðuð, geri annað eins og þetta? Þar að auki komin út af mennt- uðu fólki í báðar ættir. Nei, nei. Það var annað ef þetta hefði verið bara venjulegur kvenmaður. Já.“ Veðurfregnirnar í útvarpinu sagði Ólafur, að væru tóm vitleysa frá upp- hafi til enda. Það væru bara ein- hverjir stráka-vitleysingar, sem hringdu þessa vitleysu í Jón, „af því þeir vita að hann hleypur með allt í útvarpið. Svo hlæja þeir að öllu sam- an heima á rúmi sínu. — En spáin, — alltaf náttúrlega þveröfug, eins og gefur að skilja, — og svo fá þeir kaup fyrir þetta. Já, þvílík vitleysa." Ekki var reynandi að mæla hann máli, þegar þessi gállinn var á honum. Hann kjaftaði alla af sér. Ýmislegt fleira tók hann í sig 'og varði með oddi og egg, ef deilt var vig hann, eð'a skoð'- anir hans dregnar í efa. Eitt var það, að hann sagði oft og einatt, að þessi eða hinn, sem dó drottni sínum og var jarðaður á kristilega vísu, hefði alls ekki dáið, heldur bara strokið eitthvað lengra til, — en steinn sett- ur í kistuna til að villa um fyrir auðtrúa ættingjum og vinum. Það sagði hann vera einkenni á þessum steinajarðarfiirum, að aldrei væri sungið betur eða grátið sárar en við þær, — sérstakl'ega bærust ekkjurnar illa af. „Sem von er“, sagði hann, „því þær renna náttúrlega grun í allt allt svínaríið, og maðurinn kannske giftur annarri suður í Reykjavík eða einhvers staðar í fjandanum." Eg held, að þetta hafi verig sann- færing karlsins. Hann nefndi ýmsa þekkta menn, sem látizt höfðu þá fyrir skömmu, og sagðist hafa séð þá og þekkt, en venjulega sagði hann að þeir væru fljótir að forða sér, þegar þeir yrðu sín varir. Svo sagði hann t; d. um Guðmund alþm. Ól'afsson í Ási, að hann verzlaði á Laugavegin- um. Þetta var nokkrum árum eftír andlát Guðmundar. Hann sagðist nokkrum sinnum hafa séð hann á götu í Reykjavík, en þá hefði Guð- mundur ævinlega veriS fljótur að snúa við sér baki — og taka til fót- anna. Þannig voru ýmsar meinlokur í sálarlífi Ólafs og ágerðust með ell- inni, sem eðlilegt var. Ekkert af þessu, sem að framan hefur verið talið, varð þó beinlínis til að halda nafni hans á loft um Húnavatnsssýslu, — heldur skáld- skapurinn. Ólafur var nefnilega mjög kunnur vísnasmiður, þótt sú frægð væri kannske með nokkuð öðrum hætti, en algengast er. Hann orti fjölda vísna um bændur og búalið í þeim sveitum, sem hann dvaldist í. Allar vísur hans eða nær allar, sem lifðu á vörum miannia, voru ortar undir sama bragarhættinum, og aldr- ei heyrði ég hann bera sér annan bragarhátt í munn. Þetta var þrí- henda, þannig rímuð: „Gvendur púta gömlum hrúti líkur. Æði þrútinn er um kinn eins og sútað húðar-skinn.“ Og: „Haraldur gamli hart um svamlar veginn. Út í mýri ekur sér, eins og kýr í framan er.“ 686 T í M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.