Tíminn Sunnudagsblað - 15.09.1963, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 15.09.1963, Blaðsíða 2
f Fleygur gestur í Langholtskirkju LANGHOLTSKIRKJA í MeSal- landi var byggg árið 1863, og nú fyrir nokkrum vikum var minnzt hundrað ára afmælis hennar. — Umtal þa£, sem orðig hefur um kirkjuna vegna aldarafmælis henn ar, rifjar upp lítið atvik, sem gerð ist í henni fyrir tæplega hálfri öld. Það verður að sönnu ekki talig til neinna sfórviðhurða, en er þó hug pekkt. Árið 1915 var Sigurður Sigurðs- son frá Flatey í Hornafirði vígð'ur aðstoðarprestur í Þykkvabæjar- prestakalli, og í marzmánuði næsta ár var honum veitt brauðið. Séra Sigurður átti að sönnu ekki ianga starfsævi fyrir höndum.— Hann andaðist ag fáum árum iiðn- um. maður á bezta aldri. Tólfta sunnudag eftir þrenning irhátíð sumarið 1916 messaði hinn nýi prestur að Langholti í Meðal- iandi. Þetta hefur sennilega verið hlýr góðviðrisdagur, sól á lofti tíbrá yfir söndunum og margt manna vig messu, því að kirkju- dyrnar stóðu opnar, svo að sem oftbezt /rði inni. Þetta w á þeim tíma, er það var enn ófrávíkjanleg venja í öll- um sveitakirkjum, að konur sætu norðan megin og karlar að sunn- 4 LANGHOLTSKIRKJA f Meðal- landi, ártalið 1863 yfir slafnl. (Ljósm.: Páll Pálsson). an. Allt í íöstum, virðulegum skorð um og ekki los á neinu. Hátíðleg ró ríkti í kirkjunni. — Kertaljósin loguðu stillt og kyrr- látlega á altarinu, og séra Sigurð- ur var kominn í stólinn og farinn að tala um kraftaverkin: Jesú hafði verið færgur daufur maður og málhaltur, og hann stakk fingr- um sínum i eyru hans, vætti tungu hans munnvatni sínu, leit andvarp- andi til himins og mælti: Effata — opnist þúi í þessari andrá fór þytur um Langholtskirkju. Kirkjugestirnir sneru sér við í sætum sinum og iitu forviða til dyra. Lítill spörfugl á flótta nrdan smyrli flaug mn í kirkjuna á milli bekkjanna, en ó- v'nurinn, sem ofsótti hann, áræddi ekki inn í guðshúsið og sneri frá vig kirkju'iyrnar. Hinn ný: kirkjugestur hikaði við, þegar hann kom inn í kórinn. Hann flögr^ði þar um litla stund og virtist í vafa, hvar hann ætti ?ð fá sér sæti. Loks renndi hann sér niður á einri bekkinn og tyllti sér þar við hlið hringjarans. Þegar hann hafði setið þar nokkra stund, f'aug hann iengra inn í kórinn og þvert yfir altari. Kertaljósin blöktu vig súginn af vængjablakinu, þeg- ar þessi nýstárlegi kirkjugestur sveif yfir þau. Var nú auðséð, að hann hafði hug á útgöngu og ætlaði ekki að bíða hringingar, enda fór svo, að hann fánn dyrn- ar, áð'ur en messa var úti. Þetta var ekki sérlega merki- legt atvik. En bæði presti og söfn- uði þótti bsg skemmtileg tilviljun, að kirkjudyrnar skyldu standa opn ar, þegar þessum litla fugli reið lífið á að komast í afdrep. Það fár- aðist engin.n yfir þvi, þótt hann ylli dálítil'.i truflun, og bæði ungl- ingar og fullorðig fólk sneri sér við í sætum sínum til þess að fylgj ast með feTðum hans. Presturinn gerði bara ofurlítið hlé á stólræðu sinni, þar til ókyrrðina lægði og íuglinn haiði afráðið að hlusta af tilbærilegri stillingu á dálítinn kafla, sér til hugfróunar eftir skeif inguna, er hafði gripið hana á flótt inum. Og Ellt fagnaði kirkjufólkið 746 T í M I N N - SUNNUDAGSBLAÍ)

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.