Tíminn Sunnudagsblað - 15.09.1963, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 15.09.1963, Blaðsíða 5
Kálfafell í Fljótshverfl. (Ljósmynd: Páll Jónsson). sinn sem hann gat aldrei yfirstigið með gjörningum sínum. Eitt sinn fór þessi maður með öðrum til alt- aris. Er þá sagt að Ulugi hafi hleypt eitri í kaleikinn, en þá maðurinn hafði tekið það til sín lýsti hann Illuga banamann sinn og dó bráð lega. Þetta mál var sótt á hendur Illuga og dæmdi séra Magnús prófastur hann frá kjól og kalli. Nú hugsaði Illugi sér að sitja þrásetu á Kálfafelli so lengi sem hann ætl- aði sér, en fæstir almúgamenn vog- uðu að bera Illuga út á móti vilja hans vegna fjölkynngis. Vita menn ei hvort séra Magnús hafi fengið sér til aðstoðar að bera Illuga út Þorleif sýslumann þáverandi á Hlíð arenda í Rangárvallasýslu, eða hön um hafi verið skikkað það af bisk upi, en til að bera Illuga út ferðað- ist Þorleifur sýslumaður austur á Síðu og fékk sér til aðstoðar mann þann er Þorleifur hét og var kallað- ur Ferða-Þorleifur. Hann var álit- inn fjölkunnugur mjög. Síðan riðu þeir til Kálfafells og setti Þorleifur sýslumaður tjald sitt utan garðs Fór þá Ferða-Þorleifur að hefta hesta þeirra. Urðu þá hnappheld- ur fastar við hendur hönum; — skyrpti hann þá í lófa sína og urðu þær þá lausar. Að því búnu gekk hann heim til tjalds síns. Sýslumað ur hafði á meðan á heftingunni stóð gengið inn í tjald sitt, lagt sig niður, en þegar Ferða-Þorleifur kom heim að tjaldi sá hann nafna sinn hálfan dreginn út úr tjaldi frávita með froðufalli. Skyrpti þá Ferða-Þorleifur í andlit hönum og mælti þessum orðum: „Lítið stoð- ar þig finnski galdurinn". Nú vitk- aðist þá sýslumaður so ei sakaði og sváfu þeir af um nóttina. Strax að næsta morgni var séra Magnús kom inn. Skiptu þeir þá með sér störfum soleiðis að séra Magnús skyldi bera allar eigur Illuga út á hlað, Ferða- Þorleifur að færa þær út fyrir tún garð; þar tók Þorleifur sýslumað- ur við því og afhenti það tilkvödd um sóknarmönnum sem áttu að flytja það úr landareign Kálfafells. — Nú er að segja frá Illuga þegar hann kom öngri sinni kunnáttu við móti þessum mönnum, fór síð- an norðrí land, því þar átti hann dóttur gifta ágætum manni vel efn- uðum og unntust þau mjög. Sagt er hún hafi verið lík föður sínum að þvi að vera margfróð. Settist Illugi þar að. Er það sagt, að hann hafi margar glettingar gert séra Magnúsi meðan Illugi var uppi, og var sagt að hann hefði ekki gleymt þessum fjandskap, þó að hann dæði. Nú er það til að taka þá 111- ugi var hjá dóttur sinni að hún bar mat fyrir hann og mann sinn. Það var fiskur og smjör. Reiddist þá Illugi er hann sá fæðuna, kvað það vera smán að bera á borð því líkt létt meti fyrir jafngöfugan mann sem hann væri. Þessu gegndi bóndi með siðsamlegum orðum að maður mætti þakka fyrir ef- hann hefði alltaf nóg af slíku. Við það reiddist Illugi enn meir og réð hön- um bana með forneskju sinni. í þessum svifum kemur dóttir Illuga inn og sér hvað í hefur gerzt í líf- láti mannsins, sem henni féllst svo mikið um að hún hikar sér ekki við að taka til kunnáttu sinnar og láta föður sinn fara sömu förina og lét þar Illugi líf sitt fyrir fjöl- kynngi hennar. — Eftir þetta veitti hann mjög miklar ásóknir séra Magnúsi og einkanlega konu hans, og hafa margar sögur frá þeim far- ið, sem mér eru gleymdar. Þess má síðast geta, að séra Magnús skipaði öllu fólki sínu að ganga til hvílu um aftan og gerðu það allir sem hann bauð. Förukarl nokkur hafði beðizt gistingar um daginn, hafði hann verið að flytja hest sinn á meðan fólkið var að hátta. Kom þá karl inn í bæjardyrnar. Var þá séra Magnús þar fyrir og ávarpaði hart og sagði: „Hvað viltu? Varaðu þig“. Karl brást drengilega við og segir: „Eg hræddist ekki Illuga í lífinu og því siður dauðan“, og gekk inn. Þá er sagt að séra Magnús hafi .verið að koma Illuga fyrir niðri í bæjar- gólfið og er sagt að séra Magnús T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 749

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.