Tíminn Sunnudagsblað - 15.09.1963, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 15.09.1963, Blaðsíða 7
Hörgsland á Síðu. sá vondi djöfull svikið hann, að koma honum til að ljúga slíku upp á séra Illuga“. Margt fleira hafði Illugi fram að færa sakleysi sínu til stuðnings, og var honum nú dæmdur tylftareiður. En nú sá þess merki að grimmd hleypidómanna og almenningsálitsins var komin í gang. Nú fékk Illugi enga eiðamenn úr Skaftafellsþíngi; þeir sem áður lofuðu honum stuðningi sínum brugðust honum að þessu sinni, svo dómum varð ekki fullnægt. Á al- þingi um sumarið gekk tólf presta dómur Odds biskups um málið og var séra Illugi dæmdur frá prests- embætti, meðan hann lyki ekki fullnaðareiði. Höfuðsmaður ákvað þó að Illugi skyldi sýkn ef hann fengi sér ráðvanda menn í Skafta- fellsþingi til að vinna eið með sér fyrir 8. september um haustið; ella skyldi fullnaðardómur ganga í mál inu á næsta alþíngi. Þetta fór á sömu leið: Allir höfðu snúið baki við séra Illuga; ýmist vildu menn ekki eða þorðu ekki að styðja mál- stað hans. Illugi tók þá það ráð að ríða norður til Presthóla til föður síns og bróður. Þar á æskustöðvum sínum fékk hann nokkra eiðamenn, og sönnuðu þeir eið með honum á Presthólaþingi. Eiður þessi var þó ekki tekinn gildur, þar eð hann fékk ekki eiðamenn úr því héraði er tilskilið var. Eins og fyrr er sagt, var Magnús Pétursson eirni þeirra er brugðust Illuga í málum hans, og ekki er ósennilegt að Illugi hafi litið á hann sem fulltrúa þeirra prest- anna. Þar við bættist að nú þegar Illugi hafði misst prestsembættið var séra Magnúsi veitt Kálfafell; skyldi hann taka við því af séra Illuga vorið 1630, og fara þá að skýrast sögurnar um útburð séra Illuga frá Kálfafelli. Munu hafa orðið róstur við úttektina, því séra Magnús stefndi Illuga til alþingis um sumarið. Þegar mál Illuga var nú tekið fyrir á alþingi afsakaði Illugi sig með því að þeir sem nálægastir hon um væru í Skaftafellssýslu væru annaðhv.ort óvildarmenn hans eða þá menn mægðir þeim eða skyldir. Lögmennirnir dæmdu þá að þeir sem áður hefðu lofað Illuga sönn- unareiði og aðrir sem nefndir hefðu verið honum til eiðvættis þar eystra, væru skyldir að sverja hvort þeir teldu eið Illuga særan eða ósær an; sverji þeir honum eiðinn ó- særan skyldi Illugi rétttækur und- ir kóngsins lás. Kom þá til skjalanna Oddur biskup. Neitaði hann að samþykkja þennan dóm, þar sem menn er fyrr höfðu lofað Illuga stuðningi voru nú allt að þvi skyldaðir til að sverja hann dauðasekan. Var nú tekið fyr (Ljósmynd: Páll Jónsson). ir mál þeirra Magnúsar prests, og var Illugi dæmdur til að standa séra Magnúsi skil á öllu því er hann hefði fyrrum tekið við með staðnum. Fór fram ný afhendíng í staðnum í ágúst um sumarið. Kona Illuga, Sigríður Þormóðs- dóttir, hafði látizt 1623. Var Illugi nú kominn í hrakníng með börn þeirra, félaus og vinalaus. Á alþingi 1631 kom Illugi til al- þíngis, en máli hans var þá í eingu sinnt. Menn voru svo önnum kafn- ir að kjósa nýjan biskup og nýjan lögmann. Á alþingi 1632 var ekkert gert út um málið. En fyrir tilstilli höfuðs- manns stefndi Gísli biskup Oddsson Skaftafellssýsluprestunum fyrir dóm lögmanns og biskups, þar eð þeir hefðu í eingu sinnt lögmanns- dóminum 1630. Var sá réttur hald- inn um haustið í Laxárholti í Eystri hrepp. Komu þar þrír prestanna: Magnús Pétursson, Sveinn Bjarna- son og Þorleifur Magnússon; svo og Gísli biskup, Árni lögmaður bróð ir hans og nokkrir prestar úr Árnes sýslu; og Illugi sjálfur. Illugi baðst nú leiðréttíngar á máli sínu svo hraklegt sem það væri orðið og var nú lesið upp fyrir viðstöddum að prestarnir hefðu lofað því fyrrum að sanna ósekjueið með Illuga. Prestarnir játuðu þá, að svo hefði verið í fyrstu, en skoðun þeirra á T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 751

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.