Tíminn Sunnudagsblað - 15.09.1963, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 15.09.1963, Blaðsíða 9
LAUGARDAGINN 29. júní, klukkan fimm mínútur yfir átta árdegis, lagði kvæðamannafélagið Iðunn í Reykjavík upp í hina árlegu skemmtiferð sína. Að þessu sinni var ákveðið að fara vestur á Snæfellsnes og gista í Grundarfirði. Þórarinn Bjarnason, tengdafaðir minn, sem er gamall Iðunnarfélagi, en hætt- ur að geta farið í svona Iangar ferðir, bauð okkur hjónunum í þessa ferð. Veðrið var gott og landið fagurt og frítt, en alþýðuskáldin hefðu áreið- anlega séð fyrir því, að ferðin hefði orðið skemmtileg, þótt veðrið hefði að einhverju Ieyti brugðizt. Ég veit ekki, hvaða óveður hefði getað yfirbugað brandarakveðskap þeirra Andrésar Val bergs og Sigurbjarnar Stefánssonar. — Þegar lagt var af stað, var logn, en þoka niður í hlíðar og dögg á jörð. Naum- ast var bíllinn okkar, P-101 frá Stykk ishólmi, kominn út fyrir landamerki höfuðborgarinnar, þegar fyrsta vísan heyrðist gegnum hátalarann. Það var Andrés Valberg, sem reið á vaðið: Að yrkja vísu er okkar fag og við stemmu glíma. Brugðið hef ég blundi 1 dag, byrjaður að ríma. Og strax á eftir kemur Úirich Richt- er með aðra: Nú skal byrja Bragamál, að baki er strit og mæða. Látið því af lífi og sál ljóð um bílinn flæða. Við Drápuhliðarfjail i Helgafellssveit. (Ljósmynd: Þorsteinn Jósepsson). Fararstjóri er Jóhann Garðar frá Öxney á Breiðafirði. Hann situr við hlið Andrésar, fremst í bílnum, og handleikur hátalarann, reiðubúinn að gefa mönnum orðið eða lesa sjálfur það, sem skáldin færa honum í allmis- jöfnum handritum! Segja má, að hér sé um ósjálfráða skrift að ræða, þvi að hreyfingar bílsins stýra hendi þess, er skrifar. Þetta gerir þó ekki svo milcið til, því að geti fararstjórinn efcki lesið, getur hann bara í eyðurnar. Þokan hylur enn fjallabrúnirnar, og Andrési likar það ekki og mæl'ir því í bundnu máli til skaparans: Það er leitt, ef þokan grá þekur skyggnisljóra. Drottinn, viltu draga frá daggartjaldið stóra. Og sjá, hægt og hikandi lyftist þok- an og fegurð dala og fjalla birtist. — Skáldin gteyma um stund íþrótt sinni, en heillast af unaði þeim, sem sólstöðu- IlMINN - SUNNUDAGS8LAÐ i r I 753

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.