Tíminn Sunnudagsblað - 15.09.1963, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 15.09.1963, Blaðsíða 10
tíminn veitir börnum hins norölæga ættlands okkar. Þegar íarið er yfir Brynjudalsá, heyrist fararstjórinn kveðá í hátalarann: Streyma lækir, fossar falla, fram hjá krækjum veiðihyl. Áfram sækjum upp til fjalla arnar bækistöðva til. Falleg vísa 02 vildu fleiri kveðið hafa. Ekki leið á löngu, þar til aftur heyrðist til Jóhanns: Við höfum bænum flúið frá, fjalla hæna skörðin. Fagurgi-ænum grundum á gengur væna hjörðin. Það er að birta til, þótt hægt fari. Ríkharður Hjálmarsson fylgist vel meö loftinu: Glitrar dögg um grund og ögur, gráa þokan undan slær. Rísa úr þykkni fjöllin fögur ferðalöngum jafnan kær. Þegar Borgarfjörðurinn opnast, sést til sólar, og þá kveður fyrsta konan sér hljóðs, Ragnheiður Magnúsdóttir. — Heimahagarnir bjóða hana velkomna, og hún missir vald á hlédrægni sinni: Sunnan heiða súidin er, sól þar aidrei nær að skína. Greiða leið mig bíllinn ber, bjarta sveit í arma þína. Fyrst er áð í Hafnarskógi. Menn ganga út og teyga að sér hið raka loft, blandið blómaangan og birkiilmi. Eftir að hafa dvalizt þarna góða stund, er sem menn séu orðnir ungir í annað sinn. Svo er ikið um Borgarfjörð og Mýrar undir ljúfum Bragamálum. í Fögrubrekku er tekinn dögurður og hvílzt, en flugurnar eru heimaríkar og linna ekki látum fyrr en bíllinn þýtur af stað. Nú vil'ia sumir meiri fjölbreytni í höfundavali, og eru þá teknar upp ljóðabækur og kveðnir heilir flokkar eftir landskunna höfunda. Það er engu líkara en þær systur, Ólína og Herdís Andrésdætur, Þorsteinn Erlingsson og Jóhannes úr Kötlum hafi tekið sér sæti í bílnum. Um tíma gerist nokkuð heitt í bílnum fremst, þar sem Andrés situr. Sigurbjörn tekur eftir því; að Andrés virðist una þessu iíla og kveð- ur þá honum til hugarhægðar: Seinni fyrir sálarfrið svona reynsla er þegin. Gott er í tíma að venjast við velgjuna hinum megin, Andrés svaraði með vísu, þar sem hann gaf í skyn, að það væri ekki meining sín að fylgja Sigurbirni í hlýj- una. Nú breiðir Staðarsveitin úr sér og Búðasandur stynur undir falli úthafs- öldunnar á ströndinni. Sigurbjörn hef ur um stund horft á boðana brotna á skerjum. Hann kveður: Brýtur á skerjum bára stór, boðar falla í hrinum. Þyngri er nú orðinn sjór en í Hvalfirðinum. Eftir að hafa áð á hinum fagra stað, Búðum, er ekið upp brekkur, yfir Fróðárheiði og til Ólafsvíkur. Þegar ekið var nærri þeim slóðum, þar sem Axiar-Björn drýgði glæpi sína forðum, varð Sigurði frá Brún að orði: Ofanvert við ígultjörn, ^kki holiur grönnum, hérna vestra bjó hann Björn og banaðí ferðamönnum. Margir ortu um Fróðárheiðina, þótt ekki verði það hér skráð. Frá Ólafsvxk var ekið um nýja veginn, sem lagður liefur verið um Búlandshöfða. Þegar komið var langleiðina fyrir höfðann, var staðnæmzt og notið útsýnis þaðan. Þar var verulega fallegt. Þá ortu þeir Ólafur Þorkelsson og Ágúst Vigfússon þessa vísu saman: Hér má líta tind við tind, tign í umgerðinni. Það má segja, að þessi mync þjónar fegurðinni. Og Magnús Jónsson frá Barði gat heldur ekki orða bundizt. Hann *viælti: Orða bundizt ekki get yfir fegurð dagsins. Ánægjuna efsta set í aðild ferðalagsins. Þegar haldið var áleiðis til Grund- arfjarðar, sást til' hins landskunna feðra seturs, Kvíabryggju. Það var eins og skáldin tækju viðbragð, og var farið að yrkja um það, hver vera mundi í mestri hættu, þegar næstu innflytj- endur yrðu þangað sendir. Þá mælti hinn ráðsetti kennari, Ágúst Vigf' -«on: Enginn skyldi um það spá eftir minni hyggju, hver mun fyrstur fara á fræga Kvíabryggju. Varð þá hljótt yfir mönnum um stund. Þegar komið var til Grundai’- fjarðar, var sem sjálf Paradís stæði opin og byði mann velkominn. Kirkju- fellið speglaðist í firðinum rennislétt- um. Þetta litla, þrjátíu ára þorp ber af öllum öðrum þorpum hér á landi, og þorpsbúarnir heilsuðu brosandi, eir- brúnir af sól eins og Malajar. Allt er hreint og fágað. Húsin eru vel mál- uð, og ný hús eru að rísa af grunni Við gistum í barnaskólahúsinu og borg- uðum sex krónur fyrir næturgreiðann. Það verður ekki sagt um Grundfirð- inga, að þeir hafi reist þarna musteri Mammons. Nei, þarna er vissulega musteri menntagyðjunnar og hreinl'eik ans. Skólastofurnar bera það með sér, að börnin hafa fengið gott uppeldi og stjórnsama kennara. Eftir kvöldverð er farið að skoða umhverfið, Við hjón- in tökum með okkur sjónauka og göng um hátt upp í hlíðina fyrir ofan og innan þorpið. Þaðan er víðsýnt mjög og fagurt. Langt úti á lognkyrrum sjáv arfletinum sjást Selsker. Þau sjást að- eins í sjónauka. Vegna misturs eygjum við ekki yfir á Barðaströndina. Þegar litið er yfir Kolgrafarfjörð og Bjarnar- hafnarfjall, sést Fellsströndin og ara- grúi eyja. Ofanvert við Kirkjufellið er skyggni langt út á haf, og þar er skip á ferð. Þegar litið er nær, sjáum við, að hið tignarlega Kirkjufell hefur breitt Skugga sinni yfir Grafarnesið, en allt um kring skín sólin og verm- ir og prýðir. Það er eins og fjallið vilji með þessu minna þorpsbúa á hverfulleik iífsins, því að þetta varir aðeins stutta stund. Svo hverfur skugg inn aftur og paradís kvöldsins er aft- ur fullkomin. Það var ekki nema eðli- legt, að skáldin, sem stödd voru þai-na þetta litfagra kvöld, lyftu anda sínum hærra en venjulega. Það var þó ekki fyrr en í bílnum daginn eftir, að allir fengu að heyra, hvernig hver og einn komst að orði um það, sem fyrir augun bar. Hér skulu aðeins birtar nokkrar vísur af handahófi. Formaður Iðunn- ar, Ríkharður Hjálmarsson, afkomandi Bólu-Hjálmars, komst svo að orði um Grundarfjörðinn þetta undurfagra kvöld: Myndir vötnin taka af tind, tjóður leyst af sólargióð, sindrar gervöll lífsins lind, ljóðar fagran kveðjuóð. Og enn kvaö hann: Vatnið flæðir, króka krækir, kringum læðist fjallasvið. Silfurþræðir líkt og lækir ljósi hæða taka við. Ólafur Þorkelsson var mjög hrifínn f allri þessari dýrð. Hann segir: Víst er alltaf söm við sig sólrík júnítíðin. Guð veit, að hún gladdi mig, Grundarfjarðarprýðin. Konurnar létu einnig hug sinn í ljós Haildóra Magnúsdóttir kvað þannig: Hve ég vildi binda í brag birtu þá og fegurð alla: Sumarkvöld við sólarlag, seið og töfra vesturfjalla. 754 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.