Tíminn Sunnudagsblað - 05.04.1964, Side 5
góður, sé þcss gætt hve seint er far-
ið af stað.
—Mun ekki safnið, sjá um úr-
vinnslu á þeim gögnum, sem safnast?
— Það, sem fyrst og fremst liggur
fyri'r, er að bjarga því, sem bjargað
verður, af öllu efni um þjóðháttu og
þjóðmenninguna almennt. Því er það
efnissöfnunin, se«» verður að sitja i
fyrirrúmi, enda rná segja, að hún sé
nægilegt starf hálfum öðrum mannt,
en við deildina vinnur auk mín Þórð-
ui Tómasson að nokkru leyti. Hann
er ósérhiífinn við þessi störf o.g hef-
ur unnið mjög gott verk, en safn-
varzla hans á Skógum og önnur störf
leyfa ekki, að hann vinni hér nema
í íhlaupum. Þórður hefur að mestu
leyti samið þá lista, sem safnið hef-
ur sent út til þessa, og hann hefur
skrifað mikið upp eftir fólki, er hef-
ur kunnað skil á ýmsu, sem nú er sem
óðast að falla í gleymsku. Takmarkið
er að fá sem gleggsta mynd af ís-
lenzkum þjóðfélagsháttum eins og
þeir voru fyrir þjóðféiagsbyltinguna,
sem átti sér stað á fyrstu áratugum
þessarar aidar. En styttist óðum sá
tími, sem menn muna. Enn eru til
inenn, sem muna allt fram til 1880,
en eftir 10 ár man enginn lengur en
til 1890. Það er af þessum sökum,
sem söfnunin verður að sitja í fyrir-
rúmi fyrir öllu öðru.
— Hvað gerið þið við það efni, se.m
ykkur berst?
—• Við erum að byrja að skrásetja
iþað. Ætlunin er að koma upp spjald-
skrárkerfi, bæði yfir heimildarmenn,
skiptingu efnisins á landshluta og
síðast en ekki sízt atriðaskrá yfir þau
svið, sem við höfum heimildir um. —
Þetta safn verður byggt upp á svip-
aðan hátt og sams konar söfn á Norð-
urlöndum, þótt auðvitað verði að
laga sig að aðstæðum hér á landi að
einhverju leyti. Og safnið verður auð-
vitað ekki byggt upp á spurningalist-
unum eingöngu, heldur verður reynt
að hitta fólk persönulega og skrifa
upp eftir því. Eins viljum við gjarn-
an fá þjóðháttalýsingar og frásagn-
ir um einstök atriði úr þjóðmenning-
unni, þótt ekki sé spurt um það sér-
staklega á neinum listum. Allt slíkt
efni er með þökkum þegið. Og að
því er stefnt, að hér verði opið skjaln
safn, sem fræðimenn, er vinna að
rannsóknum á íslenzkri menningu eða
einstökum þáttum hennar, geti haft
aðgang að. Það væri vissulega æsk',-
legt, að safnið sjálft gæti að eiu-
hverju leyti staðið fyrir úrvinnslu,
en það verður að fara eftir því, sem
tími og aðstæður leyfa. Söfnunar-
starfið og skrásetningin verða að
ganga fyrir öllu öðru.
— Hefur deildin nóg húsrými?
— Það er svo með þetta hús sern
fieiri, að þótt það sé stórt að utan, er
það lítið að innan. Sérstaklega vantar
hér allar vinnustofur og geymslur
Safn þarf á miklu geymslurými að
halda. Það er ekki ástæða til að hatn
alía muni safns til sýnis, en öllu
þarf að halda til haga. Fræðimenn
þurfa einnig að hafa vinnuskilyrði
i safninu, en eins og er, eru þau eng-
in Hér er til bókasafn, sem að vísu
er ekki stórt, en fer vaxandi. Það er
í einu herbergi, sem er að verða oi
lítið. Þjóðháttadeildinni hefur verið
komið fyrir til bráðabirgða hér up.pi
á loftinu, en hins vegar er ekki æt'.-
unin, að það verði framtíðarhúsnæði
liennar. Hér í húsinu hafa bæði Nát.t-
úrugripasafnið og Eðlisfræðistofnun
háskólans nokkurt húsnæði, og við
vonumst til, að þessar stofnanir rými
það einhvern tíma. Einnig er lista-
safnið hér til húsa, en verður vænt-
anlega ekki til eilífðar. En það er
mikið fengið með því, að deildin skuli
farin af stað, þótt í smáu sé- Það er
alltaf auðveldara að bæta við síð-
ar, eftir að á stað er komið.
— Þurfið þið ekki líka að kanna
prentaðar heimiidir um þjóðháttu?
— Það væri vissulega nauðsynlegt
að láta atriðaskrána ná líka til prent-
aðra heimilda, ævisagna, þjóðhátta
lýsinga og annarra slíkra rita. En
það verður að bíða betri tíma. Að-
alatriðið er nú að bjarga, en það.
sem liggur -fyrir á prenti. geymist
og er jafngott, þótt það bíði í áratug
eða svo eftir úrvinnslu. Eins er
geysimikið efni óprentað bæði a
Framhald á 310. siðo.
T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
293