Tíminn Sunnudagsblað - 05.04.1964, Qupperneq 10
Elínar frá Miklagarði. Trúðu ýmsir
] ú, að söngurinn hefði verið frá
) jnni látinni. Tók sa£a þessi brátt á
sig þjóðsagnarblæ, en í mismunandi
myndum.
111.
Viðvíkjandi sögu þessari hafa, eink
um á seinni árum, sótt á hug minn
ýmsar áleitnar spurningar svo sem:
Eru til nokkur skjalleg rök, er að
henni hníga? Hver var Elin Páis-
(ióttir í Miklagarði og hverra manna
var hún? Fór ég því að grafast fyrir
um þetta, aðallega í kirkjubókum o?:
annálum. En kirkjubækur eru víða,
um þetta tímabil, harla gloppóttar.
Skal nú vikið að þeim heimildum,
sem ég hefi fundið um afdrif og ætt
erni Elínar Pálsdóttur frá Mikla-
garði-
IV.
Um miðja 18. Öld bjó í Kaupangi
og síðar Þórustöðum í Kaupangssveit
í Eyjafirði bóndi sá, er Sigurður hét,,
Guðmundsson. Kona hans hét Katrín
Árnadóttir. Þau áttu nokkur börn, og
er tveggja þeirra hér Eetið, Guðrúnar
og Páls. Var Guðrún nokkru eldri,
fædd í Kaupangi 1756. Hún giftist
Jóni Þorkelssyni, bónda í Austari-
Krókum í Fnjóskadal. Sonur þeirra
var Magnús bóndi sama staðar, afi
Kristjönu Einarsdóttur, konu Þor-
sleins Pálssonar í Ytra Dalsgerði í
Eyjafirði,
Páll Sigurðsson var fæddur á Þóru
stöðum í Kaupangssó'kn árið 1769.
Voru foreldrar hans þá flutt þangað
frá Kaupan.gi.
Ekki eru lil neinar heimild'ir utn
uppvaxtarár Páls. Árið 1790 er hano
' skráður í manntali Miklagarðssóknar.
1 Er hann þá vinnumaður í Miklagaröi:
hjá séra Hallgrimi Thorlacíusi, taiinn
21 árs. Þar er hann nokkur ár, en
n.un svo- hafa flutzt suður í Borgar-
1 fjörð. í Reykholtr er hann. 1802, og,
' þar staðfestir hann ráð sitt og gengur.
' að eiga Ingveldi Guðnadóttur. Hún
var fædd á Görðun á Akranesi 1776.
Foreldrar hennar voru Guðni, síðar
: bóndi á Hurðarbaki. í Reykholtssókn,
Björnsson og kona hans, Þuríður Óh
afsdóttir, prests í Gör.ðum á Akranesi,
Brynjólfssonar, og konu hans, Guð-
rúnar Gísladóttur, Árnasonar, bróður
dóttir .Tón? Skálholtsbiskups Árnason
ar.
í Reykholti fæddíst íyrsta barn
þeirra Páls o.g Ingveldar, Karitas, 8
marz 1803. (í prestsþjónustubókinni
er hún skráð Kristín, en það er mis-
skrift). Næst eru þau á Geitabergi i
Svínadal. Þar fæddist annað barn
þeirra, Páll, 29. marz 1806. Ekki verða
þau þar mosagróin, því að næsta ár.
1807, skýtur þeim upp norður f Eyja
firði og eru talin húshjón í Ytra
Dalsgei-ði í Miklagarðssókn: Þar fædd
ist þriðja barn þeirra 30. desember
1808. Var það dóttir, skírð f Mikla-
garðskfrkju á nýjársdag 1809 og hlaut
nöfnin Elín Sesselja. Voru það nöfn
prestsdætranna í Miklagarði, Ses'selju
og Elínar.
Ekki dvöldust þau Páll os Ingveld
ur lengi í Eyjafirði, líklega aðeins
tvö ár. En ekki sést af manntali í
Mikiagarðssókn, hvenær þau i'ara.
en suður í Borgarfjörð hafa þau
aftur farið, og á Reykjum í Stafhoiu
tungum eru þau 1810- Það ár fædd
ist þar yngsta barn þeirra, er á
legg komust, Soffía að nafni.
Ári# 1812 er Páll Sigurðsson tai-
ir.n ábúandi á Hurðarbaki í Reyk-
b.oltssókn. En næsta ár, 1830, er
hann ábúandi á hluta af Kaðalsstöð
um í Iljarðarholtssókn, og eru þá
öll börn þeirra Páls o.g Ingveldar
hjá þeim nema Karitas. Varir þessi
ábúð Páls, að nafninu til 1816, eti
þá slítur hann samvistum við konu
sína og flytur suður að Görðum á
Alftanesi, „búinn að yfigefa konu
sína Ingveldi", segir í prestþjón-
nstubókinni.
Ingveldur er kyrr á Kaðalsstöður.i
til 1817. Eru þá till börn hennar kom
in sitt í hverja áttina: Páll Pálsson
er ,„tökubarn“ í Fljótstungu í Gilv
bakkasókn, Soffía fór að Brekku
koti í Reykholtssókn til Eyjólfs
Guðnasonar, móðurbrgður síns, Kari
tas var komin norður að Austar'-
Krókum í Fnjóskadal tii Guðrúnar
Sigurðardóttur, föðursystur sinnar.
Þangað kom hún 1811, 8 ára gömui.
og var þar uppalin til tvítugsaldurs
Hvar Elín Sesselja Fálsdóttir dvelst
um þessar mundir, liggur ekki ljóst
l'yrir. En sennilegt er, að hún hali
þá verið komin norður að Mikla
garði, þó þess sjáist ekki getið i
manntali Mikiagarðssóknar. Sjálf
fór Ingveldur að Hurðarbaki iil
föður síns, Guðna Björnssonar, sem
þar bjó ekkill.
Víkur nú sögunni aftur norður i
Miklagarð í Eyjafirði. Árið 18i9
sést Elínar Sesselju Pálsdóttur fyrst
getið í manntali í Miklágarðssókn.
Er hún þá í Miklagarði á vegum
séra Hallgríms Thorlaciusar, „töku
barn“ 11 ára. Virðist orðalagið.
benda til þess, að hún hafi ekKÍ
\erið þar á sveitarframfæri eða
niðursetningur, sem kallað var. Er
helzt að skilja, að hún hafi verið
fóstur.dóttir prests eða máske öllu
lieldur Elínar prestsdóttur, sem þá
hafði öll ráð í sinni hendi innan
stokks. Var þá madama Ólöf Thori-
acfus dáin fyrir nokkrum árum. Hún
lézt 1815. Hefur Elín Thorlacius
viljað láta nöfnu sina njóta þess,
að hún bar nöfn þeirra prestsdætr
anna, enda viðurkennt valkvendi.
Vorið 1822 er Elín Sésselja férmd
Er hún þá hjá séra Hállgrími í
Miklagarði. Fær hún þá þennan vitn
isburð: „Kann vel, skilur sæmilega.'*
Næstu árin eftir ferminguna er hún
áfram í Miklagarði, og í manntal
inu nefnd vinnukona. Fara ekki aðr
ar sögur af henni né veru hennar í
Miklagarði þessi árin.
En árið 1827 skráir séra Hallgrím
ur í prestsþjónustubókina: „1827,
þann 19. ágúst. Dáin Elín Sesselja
Pálsdóttir i Mfklagarði, 19 ára.
Drukknaði í Djúpadalsá". Lauk
þannig ævi Elínar Sesselju í blóma
lífsins.
V.
Á þeim árum, er Elín Sesselja
Pálsdóttir var að alast upp í Mikla
garði, bjó í Rauðhúsum, skammt
austan við Djúpadalsána, Guíinund
ur Jónsson. Dóttir hans hét Sess-
elja. Voru. þær nöfnur nokkuð jafn
aldra og mestu vinkonur og höfðu
margt saman að sýsia. Sesselja
Guðmundsdóttir giftist Ólafi Sig-
urðsyni frá Kambfelli. Þau bjuggu
í Rauðhúsum. Dóttir þeirra hét
Olöf, dáin í Leyningi í Hólaoóku
1927. Ólöf var greind og minnug
kona. Frá henni er eftirfarandi sögn,
sem hún bar móður sína fyrir, Sess-
elju Guðmundsdóttur:
Daginn 18. ágúst 1827 vaknnðii
séra Hallgrímur Thorlacius í Mikla:
garði árla morguns. Hýbýlaskipan í:
Miklagarði var þá, eins og víða anm
ars staðar, að í öðrum enda bað
stofunnar var afþiljað herbergi,
nefnt hús. Þar hafðist prestur við:
með nánasta skyldulið sitt, en í bað
stofunni fyrir framan var vinnu-
fólkið. Þess skal getið í þessu sam-
bandi, að prestur þótti stundum verða
ýtnislegs þess áskynja, sem öðrum.var
dulið. (Samanber minningar Kristínar.
skáldkonu Sigfúsdóttur).
Þegar séra Hallgrímur var vaknað
ur þennan áminnzta morgun ávar.par
hann Elínu, dóttur sína, og: segir:
„Það vantar einhvern: í baðstofunai"
Elín vissi af fyrri reynslu, að héc
mundi faðir sinn ekki fara með mara
leysu og snarast fram í baðstofunai.
Þegar þangað kemur, verður hún þess
brátt vör, að Elín Sesselja er ekki íi
rúmii sínu. Spyrst hún þá fyrir um,
hverju það sæti. Var henni þá sagt,.
að Elín Sesselja hefði kvöldið áður
sagzt ætla að skrepna yfir að Völlum
að finna vinstúlku sína þar einhverra
erinda, en væri enn ókomin aftur.
Þótti þetta grunsamlegt, og greip föiit
ið uggur mlkill um afdrif Elínar
Sésselju. Var þegar hafin léit að
lienni með þeim árangri, er fyrr seg-
ir.
Ólöf í Leyningi hafði það eftir móð'
ur sinni, að Elín Sesselja hefði verið
glaðsinna og góð stúlka og ánægju*
legt með henni að vera, Vafalauit
hefur hún hlotið gott uppeldi undir
handleiðslu jafnágætrar konu og Elín
298
I f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ