Tíminn Sunnudagsblað - 05.04.1964, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 05.04.1964, Blaðsíða 21
Bæjarrústjr í námunda við Heklu — Gamli-Klofi á Landi. ur fjölmargra eyðibýla, nefnir þessa bæi ekki. Sagnirnar um bæina í Stóra-Skógi og Litla-Skógi gætu verið tilkomnar vegna óljósrar minningar um Skarð eystra á tveimur stöðum á þessum slóðum, þótt menn væru á síðari öH um búnir að flytja það austur fyrir Selsundsfjall vegna örnefnis þar, sem valdið gat þeim misskilningi, 03 kqnndu því bæina með Botnafjalli við önnur örnefni þar. Eftir að Norðurhraun rann, var reistur undir suðurbrún þess bær- inn Selsund (fyrst getið í ritum á 17. öld), og til hans hefur land Skarðs eystra lagzt að einhverju eða öllu leyti. Annar bær, scm fornir annálar geta um, að yrði fyrir hrauni úr Heklu, er Tjaldastaðir. Elzta heimild, setn getur Tjaldastaða, er Landnáma stm segir frá þvi að Þorsteinn tjald- stæðingur gerði- skipshöfn þeirri, er hann tók til sín, tjald, þar sem nú heita Tjaldastaðir. Tjáldastaðir hafa staðið nærri Skarði, eftir því sem ráða má af Þorsteinsþætti, sem segir tjaldið skammt frá bænum í mal- daga Oddakirkju frá 1270 er sagt að gjalda skuli árlega til kirkjunnar frá Tjaldastöðum gelding gamlan og ost- hleif. Tjaldastaðir eyddust í Heklugosinu 1389—1390, er Skarð eyddist i hið fyrra sinn, og munu ekki hafá byggzt aftur. í Oddamáldaga 1480 er að vísu enn skráð gjald það, sem greiðast átti til kirkjunnar frá Tjaldastöðum en um það mun gilda sama o.g áður var sagt um sams konar gjald frá Skarði eystra Fleiri bæja, sem eyözt haí'i af völd um hrauna úr Heklu, er ekki getið i fornum ritum. Én yngri heimildir geta tveggja annarra. bæja, sem eiga að hafa orðið fyrir hrauni, auk Stóra Skógar og Litla-Skógar, sem áðu. ei um getið. Um það bil miðja vegu cnilli bæ.i anna Kots og Selsunds, skagar nef vesíur úr Suðurhrauni, sem heitir Ketilsstaðanef. Sunnan við hraun nefið heitir Ketilstaðavík. Örnefni þessi eiga að vera kennd við bæinn Ketilstaði, sem þar á að hafa grafizt undir hrauninu. Jarðabók Árna Magn ússonar telur Ketilsstaðavík meðal eyðibýla. Um það segir þar: „Segjast menn heyrt hafa sa.gt héi muni í fyrndinni bær verið hafa og hraun hann yfir fallið í Heklu- hlaupi; sjást þau líkindi þar til, að undir hrauninu er slétt flöt og girð- ing nokkur, sem tilgátur eru, að tún- garður hafi verið. Plátsið er óbyggi- legt vegna vatnsleysis; þar til slægjur engar og hagar litlir“. Garðbrotið, sem jarðabókin getur um, er enn sýnilegt. Ljósmynd: Pál! Jónsson. Þegar Norðurhraun rann, hefur stutt álma úr því brotizt fram milli Bjólfells og fornrar jökulöldu, se.n ei þar nokkru sunnar; heitir álcna þessi Hrauntá. Vestasta nefið á hrauninu heitir Kanastaðanef. Sunnaa undir nefinu kemur upp smálækur, er heitir Kanastaðalækur og fellur^ í Selsundslæk. Upptök hans heita Kana- staðabotnar- Til skamms tíma var þarna torfa, sem hét Kanastaðatorfa, en er nú blásin burt. Örnefni þesú eru kennd við bæinn Kanastaði. U:n hann segir Jarðabók Árna Magnús- sonar: „Kanastaðabotnar (Kanastaða- torfa) kallast eyðipláts nokkurt, meiíi ast í Haukadalslandi, nálægt Grá- hrauni (Selsundshrauni). Þar í nánd þykjast inenn heyrt hafa í gamaldaga muni bær hafa verið, kaliaður Kana- staðir, en engin sjást þar nú líkindi til. Munmmæli eru, að hraunið skyldi yfir bæinn fallið hafa og hann so af- tekið Landsplátsið er næsta gras- laust og þar fyrir óbyggilegt“. Hér hafa verið taldir þeir bæir, seiu saga og sagnir greina frá, að eyðzt hafi af völdum Hekluhrauna. Við það má bæta því, að Vigfús Guðmundsson frá Keldum gat þess til, að bærinn Haukadalur, sem nú stendur allhátt uppi í suðvesturhlíð Bjólfells, hafi áð- ur staðið austan þess og eyðzt, er Norðurhráun rann. Bærinn liafi síðan T I M I N N — SIJ\'NUDAGSBLA« 309

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.