Tíminn Sunnudagsblað - 16.08.1964, Page 9

Tíminn Sunnudagsblað - 16.08.1964, Page 9
Tvö afbrigSi Síamskatta, en það kattakyn nýtur nú síaukinna vinsælda. Það er skrítið, þetta með kettina. Fólki getur yfirleitt ekki staðið á sama um þá. Annaðhvort eru menn kattavinir eða kattafjendur, hlutleysi er naumast til í afstöðunni til katta. Og kannski er þetta ekki svo skrítið, þegar öllu er á botninn hvolft, því að persónuleiki kattanna er sterkari en flestra annarra dýra, sem menn hafa laðað að sér Kötturinn er húsdýr, sem þó hefur aldreí verið tamið og verður ekki tamið. Hann fer sínu fram, hvað sem hver segir. Áhugi manna á köttum hefur auk ist geysilega síðustu árin í flestum löndum, ekki hvað sizt vestan hafs. Kattasýningar, sem þar eru haldnar, eru fjölsóttari með hverju árinu, sem líður, og stöðugt fleiri heímili koma sér upp ketti. Áhugamenn um katta- rækt í Bandáríkjunum hafa auðvit- að með sér samtök, og kattavinafé- lög, sem ná til allra ríkjanna, eru þar hvorki meira né minna en sex að tölu. Hið fjölmennasta þessara sambanda hefur síðustu árin skráð að meðaltali 10.000 ketti á ári. Á árunum frá 1900 til 1957 skráði sam- bandið um hundrað þúsund ketti, en síðan það ár hafa bætzt einir sextíu þúsund við á skrána, og má af því sjá, að kattaáhuginn fer ört vaxandi. Talið er, að árið 1961 hafi kettir í Bandaríkjunum verið um 22 milljón- ir og fjórða hver fjölskylda átt einn eða fleiri ketti. í þessari skýrslu eru ekki taldir með kettir í sveitum né flækingskettir ,en þeir skipta millj- ónum. Af köttum eru til ýmis afbrigði, en algengasta tegundin á Vestur- löndum er hinn venjulegi húsköttur. Hann er talinn vera kominn af egypzkum fornköttum, sem blönd- uðust villiköttum Evrópu. Þetta katt- arkyn hefur verið að ryðja sér smám saman tíl rúms í Evrópu fyrstu þús- und árin eftir fæðingu Krists, og það berst til Ameríku, þegar eftir fund álfunnar. Langflestir kettir í heiminum eru af þessu kyni. En til eru geysimörg afbrigði og kyn katta, og vinsældir þeirra Það er hægt að hafa kött í bandl, ekki síður en hunda, en auðvitað er það kött- urinn, sem hlýtur að ráða ferðinni. T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 753

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.