Tíminn Sunnudagsblað - 06.09.1964, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 06.09.1964, Blaðsíða 4
XV. Sigurður sýslumaður hafði upphaf- lega látið í veðri vaka, að hann vildi ekki halda áfram rannsókn kerlingar málsins, nema amtmaður skipaði Kjartani á Munaðarhóli verjanda. En þetta var fyrirsláttur einn, og vafa- laust hefur sýslumaður verið að leita hófanna um það, hvort hann hefði fylgi amtmanns til þess að láta mál- ið niður falla. Málið var rannsakað, og það var komið fram í aprilmán- uð, er sýslumaður tílnefndi Ólaf verj- anda sonar síns. Ebenezer mótmælti því þegar, að Ólafur verði son sinn og færði það hætti og vottorð læknisins hermdi, að þau hefðu komið á Guðrúnu. Sýslumaður féllst á þessa kröfu, og mælti svo fyrir, að henni skyldi full- nægt samdægurs. En áður en það yrðí gert, taldi hann nauðsyn bera til þess að mæla þær vegalengdir, er mestu máli skiptu. Hélt hann því á vettvang með allmiklu föruneyti, og er þess sérstaklega getið, að Eben- ezer Þorsteinsson, Munaðarhólsfeðg- ar og þeir menn, sem báru lík Guð- rúnar upp úr flæðarmálinu, hafi ver- ið kvaddir til þessarar farar, auk þingvítnanna. Voru nú tekin færi og langir lóðarstrengir, er nota skyldi við mælingarnar, og með þetta dreifð miðja hliðina. Síðan voru byssurn- ar hlaðnar í nærveru sýslumanns og fengnar í hendur Jóni, sem skyldi skjóta í markið, þar eð Ebenezer kærði sig ekki um að gera það, þó að honum væri gefinn kostur á því. Svo reyndíst, að byssurnar dreifðu mjög höglunum í báðum skotum. En ekki er þess getið, hve mörg högl lentu í skrínunum, og virðist þetta umstang lítið hafa auðveldað með- ferð málsins. En sögulegt hefur þetta þótt á Sandi eins og fleira, sem gerð- ist um þetta leyti. XVI. Það var sýnt, að þeir Ólafur og til, að hann væri grunaður um ískyggileg afskipti af rannsókn málsins, sekur um óviðurkvæmilegt framferði í þingstofunni og manna- líklegastur til þess að beita krókalög- um við vörnina. En Ólafur afsakaði það háttalag sitt að ganga óboðinn í þingstofuna í Ingjaldshóli og grípa þar fram í við yfirheyrslu. Harðyrði sín kvað hann hafa verið sögð út í loftið af föðurlegri viðkvæmni vegna þeirra kúgandi spursmála, sem aktor framflutti við Kjartan." Varð það úr- skurður sýslumanns með skírskotun til bréfa frá amtmanni, að Ólafur skyldi annast vömina, þrátt fyrir mótmæli Ebenezers. Ólafur tók nú til óspilltra málanna. Hann hafði faríð með Kjartani út að skothúsinu í hrauninu og látið hann sýna sér, hvaða leið hann gekk þaðan heim morgun þann, er Guð- rún Oddsdóttir hvarf, og segja sér hvar hann varð var konu þeirrar, er hann sá. Vefengdi Ólafur, að nokkur byssa drægi svo langan veg, sem ver- ið hefði milli Kjartans og konunn- ar, og krafðist þess fyrst af öllu, að æfður skotmaður yrðí látinn skjóta til marks úr byssu Kjartans á við- líka löngu færi, svo að sjá mætti, hvort höglin hæfðu með svipuðum ist hópurinn út um hraun og fjöru með hrópum og köllum, pati og bendingum. Hefur vafalaust dregizt að hópur forvitinna áhorfenda, er þótti þetta atferli nýstárlegt. Kjartan hélt því fram, að hann hefði gengið af Stekkjarbarði svo- nefndu inn á hólana utan við Blómst- ■urvelli, yztu og efstu búðina á Brekk- um. Mældust nú hundrað faðmar frá fj árhúsrústunum við sjóinn að yzta hólnum utan Blómsturvalla, hundrað þrjátíu og fjórir faðmar af hólnum út á Stekkjarbarðið á þann stað, þar sem sést beint niður að sjó innan til við fjárhúsrústirnar, hundrað og tuttugu faðmar af Stekkjarbarði nið- ur að fjárhúsunum og sjötíu og tveir faðmar frá íjárhúsunum í flæðarmál- ið, þar sem líkið fannst. Þegar þessum mælingum var lok- ið, var gengið heim að Munaðarhóli. Þar lét sýslumaður reisa upp skrínur og fékk með því skotmark, sem var þrjú kvartil á aðra hlið, en hálft fjórða á hina. Ályktaði hann, að reyndar skyldu tvær byssur Munað- arhólsfeðga og skotið úr þeim á skrínurnar, tvisvar úr hvorri, og fær- ið vera tuttugu faðmar í fyrra skipt- ið, en tólf í hið síðara. Var streng- ur mældur með kvarða, svo að ekki færi á milli mála um vegalengdina, og annaðist Ólafur á Munaðarhóli það sjálfur, en Jón Guðmundsson í Eiði dró krítarhringi á skrínurnar, svo að auðveldara væri að miða á Ebenezer mundu hvorugur annan spara, er fullur fjandskapur var orð- inn þeirra á milli. Stefndi Ebenez- er Ólafi fyrir illyrði og uppivöðslu, en Ólafur gagnstefndi og krafðist bóta úr hendi Ebenezers fyrir ólög- mæta málstreitu og saknæmar ýfing- ar. Þessu næst var tekið tíl við sókn og vörn. Ebenezer skírskotaði til líkskoðunar Ólafs læknis, er sannaði að Guðrún hefði orðið fyrir hagla- skoti í lifanda lífi. Vottfest væri, að hú hafði verið bólgin í andliti, en dauður maður gæti ekki bólgnað, þótt fyrir hnjaski yrði. Hlyti því Guðrún hafa lifað nokkra stund, eft- ir að hún varð fyrir skotinu og blóð runnið úr andlití hennar á sandinn, en því hefði hún verið vot og sand- orpin nokkuð, að ýrzt hefði yfir hana í flæðarmálinu. Kallaði hann sannað, að Kjartan væri banamaður hennar, þótt ekki liefði hann gengizt við, og mætti af þeirri þrjózku hans draga þá ályktun, að hann hefði drepið hana viljandi, þar eð hann hefði ef- laust játað sökina, ef um óviljaverk hefði verið að ræða. Ætlaði hann, að fjandskapur á milli Ólafs á Mun- aðarhóli og Þorsteins Runólfssonar, er sannaður væri af bréfi því, sem Ólafur skrifaði með líkinu, hefði leitt Kjartan til þessa óhæfuvei'ks. í framhaldi af þessari röksemdafærslu krafðist Ebenezer þess, að Kjartan yrði sekur fundinn um morð. 820 TÍM I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.