Tíminn Sunnudagsblað - 06.09.1964, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 06.09.1964, Blaðsíða 5
Hér átti GuSrún Oddsdóttir heima, og hér endaSi hún ævina. Oq hér voru eftirmálin sótt og varin. Ólafur vefengdi aftur á móti í vörn sinni vottorð læknisins og lét að því liggja, að þess hefði verið aflað með óheiðarlegum hætti. Þóttí honum óhugsandi annað en högl hefðu fundizt við krufninguna, ef Guðrún hefði orðið fyrir skoti. En þau hefðu ekki komið í leitirnar, þótt vafalaust hefði læknirinn gert sór far um að finna þau, og væri ályktun hans um banamein Guðrún- ar þar með að engu orðin. í öðru lagi mætti það undarlegt heita, að enginn maður á Sandi skyldi heyra skot það, er Hellubændur höfðu þótzt heyra Jangt á sjó út, einir af allri skipshöfninni, og kvaðst Ólaf- ur geta sannað, að heyrzt hefði inn i lokaðar búðir uppi á Brekkum, er hann skaut sel úti við Brimnes í hvössu veðri, þótt miklu lengra væri þangað en að beim stað, þar sem Guðrún fannst. Þá gagnrýndi hann rekstur málsins og kvað „inn- stefnd og afheyrð heyrnarlítil og nærri karlæg gamalmenni, mæður, sem í allan vetur hafa setið hjá vöggum barna sinna, ungmenni, sem varla vita, hvað eiður hefur að þýða, lítt kenndir og attestalausir útróðra- menn og enda þeir, sem voru i öðru amti, þá sökin hófst.“ Vítti hann síðan Ebenezer fyrir stráks- skap og ótilhlýðilegt orðbragð í sóknarskjölunum, þótt raunar sæti sízt á lionum að drepa á slíkt: „Spotts- og skensyrðum -þeim, sem aktor úteys yfir mig saklausan, þyk- ir mér ekki vert að gegna og enn síður til tímaspillis borga þau in natura. Hélt hann því fast fram, að Guðrún hefði drukknað í sjónum og borizt að landi og taldi sandinn, sem var í fötum hennar, sönnun þess. Ákomurnar á líkinu sagði hann stafa af því, að það hefði orðið fyrir hnjaski í sjónum, slegizt við steina í ölduróti eða dregizt yfir grjót, en það kvað hann að líkindum stungur eftir fugla eða orma, sem læknirinn taldi haglaför. Blóð það, sem draup úr líkinu í hjallinum á Munaðarhóli, væri ótvírætt sönnun þess, að Guð- rúnu hefði getað blætt dauðri á sand- inum. Með þessu taldi Ólafur sig færa óyggjandi rök að því, að álykt- un Ólafs læknis fengi ekki staðizt og þar með sannað, að Kjartan væri saklaus: „Guð tek ég til vitnis um það, að hann er af aktori hafður að öllu leyti fyrir rangri sök.“ En til frekari áherzlu klykkti hann út með svofelldri kröfu: „Samt sem áður, til þar með að taka allan efa og vonda grunsemi af um Kjartans sakleysí og svo enginn með sanni geti sagt, að neitt af því, honum til forsvars þénandi, sé eftir skilið, geri ég hér með það uppá- stand, að Kjartani af þessum rétti verði tildæmdur einn hinn dýrastí fríunareiður. Eftirlæt ég þá aktori og öðrum hans áhangendum, hverj- um helzt, sem vera kunna í þessu ljóta og skammarlega kerlingarmáli, að dæma og álykta, hvernig ég sem faðir Kjartans, er næst guði bezt þekki hans ómengaða sakleysi hér í, vil þar með steypa honum í alla tímanlega og eilífa sálar- og lífs- töpun og óbætanlega fordjörf- un, hvar frá guð varðveiti bæði mig XVII. i\u gerðist tvennt nálega sanitím- is. Sigurði sýslumanni þótti nauðsyn bera til, að barni Önnu á Ingjalds- hóli yrði fenginn faðir, og þeir, sem mest þóttust meiddir af kveðskap þeirra Munaðarliólsmanna um ævi- lok Guðrúnar Oddsdóttur, gerðu sig liklega til þess að taka það mál upp. í einu sóknaxskjali sínu hafði Eb- enezer bæði vitnað til vísna úr bragnum og mjög keimlíkra orða í málsskjölum frá Ólafi. Með þessu var sýnilega verið að leiða rök að því, að hvort tveggja væri frá sama manni runnið, þó að ekki væri það sagt berum orðum. Þessu hafði Ólafur svarað á þann veg, að hann eltist ekki við „óbevísaðar útflúgtir og órímilegar tilgátur . . . svo sem ein og önnur rímuerindi, sem ég veit ekki, hvar eiga heima né hafa að þýða, og er það eins slags nýlunda að framleggja í rétt ljóðmælis- innlegg. — En þeir sletta skyrinu, sem það eiga.“ En nú þótti það einmitt skipta nokkru máli, hver skyrið átti, er slett hafði verið. Þeir séra Jón Ás- geirsson og Þorsteinn Runólfsson kærðu Ólaf fyrir þennan „kveðskap. T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 821

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.