Tíminn Sunnudagsblað - 06.09.1964, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 06.09.1964, Blaðsíða 6
er skal vera útdreifður víðs vegar þeim til háðs og niðrunar.“ Hér fór svo, að það vopn, er Ólaf- ’ir ætlaði bíta andstæðinga sína sár- íst, snerist í hendi hans. Af slíkri lörku, sem hann varðist í sjálfu kerl- ngarmálinu, þá treysti hann sér ekki 1 þess að vefja það eða bera af 'sér, ð bragurinn væri frá honum kom- m. Málinu var vísað til sáttanefnd- r að venju í slikum tílvikum, áður n til málsóknar kæmi, og þar lögðu orsteinn og séra Jón fram níðbrag- nn. Bregður þá svo við, að „admin- átrator Björnsen" kannast við, að „hann sé valdur að því mesta í þess- ari rímu, en að því versta þar í meini hann sig þó ekki valdan." Nú stóð svo á, að þeir Þorsteinn og séra Jón voru báðir sáttanefndar- menn, svo að í rauninni var sátta- nefndin ekki starfhæf. En Ólafi leizt málið ógott og vildi sættast, ef hann fengi bótum við komið. Varð því rð samkomulagi, að þriðji sáttanefnd armaðurinn, Stefán Scheving, skyldí einn takast á hendur að leiða málið til lykta. Hefur Sigurður sýslumað- r sennilega stuðlað að þessum mála- lokum. Mun honum hafa þótt seta sín þar í útsveitum nógu löng, þótt ekki bættust ofan á langvinnar vitna- leiðslur og nýtt þjark um braginn. Fór svo að lokum, að Þorsteinn Run- ólfsson gaf kost á sættum fyrír sína hönd og ættingja sinna, ef „Ólaf- ur tæki aftur níðið um þá og gyldi þrjá ríkisdali í sveitarsjóð, og séra Jón reyndist einnig tilleiðanlegur til sætta, ef hann fengi tíu dall í bætur. Þessum kostum tók Ólafur. En þá átti hann eftir að bæta misgerðir sínar við þann, sem næst hafði ver- ið höggvið og freklegast móðgaður, Ólaf lækni. Hann var ekki sjálfur á þessum fundi, en ætla má, að hann hafi verið búinn að setja Munaðar- hólsbóndanum allharða kostí. En hvort sem það var rætt langa stund eða skamma, þá urðu þau endalok- in, að Ólafur féllst á að greiða þrjá- tíu dali í sveitarsjóð vegna aðdrótt- ana sinna í garð læknisins. Þetta voru mikil fjárútlát, og enn meiri álitshnekkir í þeirri tíð, og mun Ólafl hafa verið harla nauðug þessi sætt. En á hinn bóginn var tekið hart á níðkveðskap, ef höfundurinn varð uppvís, og málavextir voru með þeim hætti, að hæpinn vinningur var í því að láta dóm ganga í málinu. Ólafur hefur sennilega verið all- ,þungbúinn, er hann gekk af þessum fundi. En afdrif barnsfaðernismáls- ins stráði dálítilli birtu í kringum hann, því að Ebenezer laut í lægra haldi. Stúlkan stóð fast á því fyrir sýslumannsréttinum, að Ebenezer ætti barnið og bauðst til þess að sverja það á hann. Ebenezer reyndi þó að koma í veg fyrir það og bauð eíð á móti. Hann kannaðist að sönnu við það, að hann hefði leyft henni eiðinn, enda stoðaði ekki að bera á móti því, en kvaðst því aðeins hafa gert það, að sér hefði ekki dott- ið í hug, þegar hann skrifaði bréfin, að stúlkan „vildi sverja rangan eið fyrir rétti.“ En þetta var að engu haft. Önnu var dæmdur eiðurinn, hvort sem Ebenezer líkaði betur eða verr, og sór hún þegar á hann barn- ið. En nú var eftir að kveða upp dóm í því málinu, er mestu varðaði — sjálfu kerlingarmálinu. Kvaddi sýslu- maður þar til með sér fjóra með- dómsmenn, bændur og formenn úr nágrenninu. Að sjálfsögðu hefur það þó einungís verið formsatriði og sýslumaður sjálfur ráðið dómnum að öllu leyti. Varð niðurstaða hans sú, að Kjartan skyldi frelsa sig frá sök þeirri, er hann var borinn með sálu- hjálpareiði, er hann mátti þó ekki vinna fyrr en að fengnum úrskurði amtmanns eða staðfestingu yfirrétt- ar. Ekki skyldi þó Kjartan hljóta bætur fyrir málsýfingu og kostnað, er hann hafði haft af rnálinu. Sakar- ■giftum þeim, sem þeir Ólafur og Eb- enezer höfðu haft uppi hvor um annan, var vísað á bug, og fúkyrði þeirra öll og sneiðiyrði dæmd ómerk. f lok júnímánaðar um sumarið kom Stefán amtmaður Stephensen vestur á Snæfellsnes, og lagði Sig- urður þá málið fyrir hann, þar eð þeir Ingjaldshólsmenn höfðu ekki áfrýjað því. Hefur hann skrifað aft- ast í dómabókina þessi orð: „Sýnt mér á embættisferð um Vesturamtið 29. júní.“ Er þá líklegt, að Kjartan hafi unn- ið eiðinn, þótt þess geti eigi í emb- ættisbókum. Þessi mál hafa vafalaust lokizt á þann hátt, er Sigurður sýslumaður Guðlaugsson kaus. En ill hefur hon- mn þótt vistin í þingstofunni á Ingj- aldshóli um veturinn, því að á manntalsþingi um vorið kvað hann upp þann úrskurð, að þingsókiiinni væri skylt að byggja þar fyrir haust- ið nýtt þinghús, níu álna langt og fjögurra álna breitt, með reisifjöl yfir einu stafgólfi, þar sem sýslumað- ur sjálfur sat á þingum, og grindum með föstum pílárum framan við, svo að sauðsvartur almúginn hefði ekki of náið samblendi við yfirvaldið og þjóna þess. Standþil skyldi vera að framan og gluggi á, hurð á hjörum og með skrá, er læsa mátti, bekkir inni meðfram öllum veggjum, og vænt borð innan grinda handa sýslu- manni og skrifara hans. XVIII. Kerlingarmálið var þess eðlis og kapp svo mikið í sókn og vörn, að það varð þegar landfrægt. Ólafur á Munaðarhóli var og kunnur maður, að minnsta kosti vestanlands og norðan, því að vermenn og bænd- ur, sem fóru skreiðarferðir undir Jökul, höfðu allir af honum sprunir, ef ekki bein kynni. Það voru því víða þeir menn, er gátu talað af kunnugleika um menn og atburði á þeim slóðum. Kjartan, sonur hans, var aftur á móti unglingur, er fáir þekktu' til, áður en þetta kom til. En nú komst hann á hvers manns varir að kalla. Og ekki var þess langt að bíða, að annað atvik gerðist, er vakti athygli á honum. Af kerlingarmálinu hlaut hann ekki hróður, þó að hann slyppi án víta, en síðari atburðinum var þann veg farið, að honum þótti hafa djarfmannlega farízt. Um þetta leyti var ófriður mikill í Norðurálfu og agasamt á höfunum. Napóleonsstyrjaldirnar stóðu sem hæst, og Englendingar höfðu ráðizt á Dani, skotið á Kaupmannahöfn og rænt danska flotanum. Ensk víkinga- skip, sem gerð voru út af einstakl- ingum í gróðaskyni, voru víða á sveimi og hertóku skip þeirra þjóða, er voru á öndverðum meiði við Eng- lendinga, hvar sem beirra varð vart. Sumarið 1808 sigldi eitt slíkt skip, Salamine, búið meira en tuttugu fall- byssum, inn til Þórshafnar í Færeyj- um. Hét eigandinn Hompesch, en skipstjóri Gilpin. Fóru þeir þar með ránum og ^ sigldu síðan brott með feng sinn. í júlimánuði stefndu þess- ir sömu menn til stranda íslands. Við Snæfellsnes utanvert hittu þeir fyrir sér fiskibát á miðunum, og voru á fimm menn eða sex Var þar á formaður Kjartan Ólafsson frá Munaðarhóli. Þessa menn tóku vík- ingar upp á skip sitt, og heimtuðu þeir af Kjartani, að hann vísaði þeim leið til hafnar í Ólafsvík. En Kjart- an var ófús til leiðsögunnar, og sló í svo hart, að því er sögur hermdu, að víkingar hótuðu honum hengingu, ef hann létí ekki að vilja þeirra. Þess getur ekki, hvort Kjartan lét undan síga við þessa hótun, en til Ólafsvíkur komust víkingar ekki. Þeir urðu að láta af fyrirætlun sinni, því að nú bagaði veður. Samt létu þeir ekki Snæfellingana lausa. Héldu þeir suður Faxaflóa með þá innan borðs og komust tíl Hafnarfjarðar 23. júlí og höfðu þá hertekið tvær fiskijakt- ir, er þeir sigldu fram á, eign Bjarna kaupmanns Sívertsens í Hafnarfirði. Gerðu víkingarnir ýmsan óskunda þar syðra, en Kjartan var laus lát- inn og félagar hans, og komst nafn hans á ný á allra varir, er þessi atburður fréttist. í frásögnum manna á mílli hefur frammistaða hans að líkindum ekki verið minna rómuð en efni stóðu til, svo sem jafnan verður, þegar innlendir menn standa í vanda andspænis erlendu ofurefli og reynast því þreki búnir að glúpna ekki. 822 T í M I N N — SUNNUDAGSBI.AÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.