Tíminn Sunnudagsblað - 06.09.1964, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 06.09.1964, Blaðsíða 7
MiKAEL SJÓLÓKOFF: FjölskyldumaSurinn Sólin skein á ljósgrænt kjarrið ut- an við þorpiö. Ég gekk ofan frá þorp inu niður að Don til ferjunnar. Rotn unareim lagði af rökum sandinum undir fótum mér, líkt og af fúnum og vatnsósa viði. Vegarslóðinn hlykkjaðist í gegnum kjarrið. Hand- an kirkjugarðsins var grámóskuleg sólarkringlan að ganga til viðar, og gráleitt rykið þyrlaðist í slóð minni á milli runnanna. Ferjan lá við landfestar við bakk- ann, og vatníð, sem þakið var vatna- liljum, niðaði við byrðinginn, árarn- ar sveifluðust til og frá og mörruðu í keipunum. Ferjumaðurinn var að skafa mosa- vaxinn botninn og ausa bátinn. Hann leit upp og gaut hnetulöguð- um, gulleitum augunum á míg út undan sér og urraði tregðulega: „Þú vilt komast yfir um? Við leggj um af stað eftir andartak, leystu land festar.“ „Viltu, að ég rói líka?“ „Þú neyðist til þess. Myrkrið er að skella á, og ég efast um, að fleiri komi“. Hann leit aftur til mín um leið og hann fletti niður buxnaskálmun- um og spurði: „Ég sé, að þú ert ekki upprunn- ínn hér — þú ert ekki ættaður úr þessum landshluta eða hvað? Hvaðan kemur þú?“ „Ég er á heimleið úr herþjónustu". Ferjumaðurinn þreif húfuna af höfði sér og hnykkti því tll, svo að hárlubbinn kastaðist aftur (svart hár ið var gráyrjótt og líkast Kósakka- silfri á að líta), deplaði öðru auganu og lét skína í skemmdar tennurnar. „Hefurðu vegabréf eða ferðastu upp á eigin spýtur?" „Sendur heim. Minn árgangur hef ur verið sendur heim“. „Þá er allt i lagi og ekkert að óttast“. Við settumst undir árar. Don hrakti okkur glettníslega upp undir kjarrið, sem slútti fram af skógivöxn um árbakkanum. Vatnið niðaði ólund arlega við ósléttan botn bátsins. Vöðvarnir á nöktum, æðaberum fót- um ferjumannsins hnykluðust, hann spyrnti bláleitum iljunum í hála fót- skörína. Hendur hans voru langar og stórbeinóttar, fingurnir hnýttir. Hann var hávaxinn og herðimjór, en kengboginn og klaufalégur við róð- urinn, það var ýmist, að árarblaðið var í ölduföldunum eða gekk djúpt í vatnið. Ég hlustaði á hægan og, jafnan andardrátt hans, ramma svitalykt, tóbakseim og súran vatnsþef lagðí af ullarskyrtu hans. Hann sleppti órinni og sneri sér að mér. „Bátinn ber líkast til inn í skóg- arþykknið. Það er bagalegt, en við getum ekki hamlað gegn því, dreng- ur minn“. Straumþunginn var mikill á miðri ánni. Bátinn hrakti undan straumi, hann sneri skutnum upp í straum- inn af duttlungum sínum og flaut skáhallt í áttina að skógarþykkninu. Innan hálfrar stundar hafði okkur borið inn í pílviðarflækju, sem óx upp úr vatninu. Árarnar brustu. Brotin dingluðu ósvífnislega í keip- unum. Vatn seytlaði með soghljóði upp um gat á botninum. Við klifum upp í tré, þar sem við ætluðum að láta fyrir berast um nóttina. Ferju- maðurinn sat klofvega á grein við hlíð mér og tottaði leirpípu og sagði, um leið og hann hlustaði eftir vængja þyt gæsa, sem klufu niðamyrkrið yf- ir höfðum okkar: „Jæja, þú ert á heimleið, til fjöl- skyldu þinnar . Móðir þín er lík- ast til að bíða eftír þér — sonurinn, fyrirvinnan, er á heimleið, hann gerir henni ellina ánægjulega. En ég býst ekki við því, að þér falli sérlega þungt, þótt hún móðir þín þrái heimkomu þína alla daga og út- helli tárum sínum að nóttu til . . . Þið eruð allir eins, þessír synir. Þið látið ykkur engu skipta þjáningar foreldra ykkar, meðan þið eigið eng in böm sjálfir. En beirra örlög eru hörð. Þegar kona gerir að fiski, sprengir hún stundum gallblöðruna, sé bragð- að á' hrognunum, finnst, að þau eru mjög beizk. Þannig er um mig: mér flytur lífið ekki annað en beizkju. Stundum spyrnir maður á móti, en segir samt sem svo: Hvenær verður þetta líf enn þungbærara? . . . Þú ert ekki einn okkar, þú ert ættaður frá öðru héraði, svo að þú getur dæmt hlutlaust um það, hvaða snöru ég á að smeygja um hálsinn á mér. „Ég á dóttur, sem heitir Natasja, hún verður seytján vetra á þessu ári. Hún segir sem svo við mig: „Mér finnst ógeðfellt að sitja til borðs með þér pabbi. Þegar mér verður litið á hendurnar á þér, minnist ég þess, að með þessum hönti um drapstu bræður mína, þá langar mig mest til þess að æla bæði lii'ur og lungum.“ En hún skilur ekki, hver var orsök alls þessa, litla tæfan. Það var ailt vegna þeirra. vegna barnanna. Ég kvæntist ungur, kona mín reyndist frjósöm og fæddi átta sí- svöng börn, en það níunda varð henni ofraun. Fæ'ði'gin gekk vej. en á fimmta degi fékk hún ’nitasótt og dó. Ég var einn eftir, ! kí ej hrossagaukur í mýr'i, og guoi þókn aðist ekki að taka einn einasta 'Hh anganna til sín, þótt ég bæði þes, heitt og innilega . . . ívan va ■ e' tur Hann var dökkleitur eins og ég og andlitsfríður . . . Hann var nv udar- legur Kósakki og sarnvizkusamur Annað barn mitt var drehgur. fjór- um árum yngri en ívan. Honum svip aði til móður sinnar: lágvaxinn og vel í skinn komið, ljóshærður og dökkeygður, mér þótti vænst uni hann. Við kölluðum hann Daniló. Hinir krakkarnir voru af báðum kynj um. Ég fékk ívani stúlku úr þorpinu okkar að kvonfangi, og ekki !ei5 á löngu, unz þau eignuðust barn. Dan- iló var líka í þann veginn að kvæn- ast, þegar ógæfan skall yfir. Það var gerð uppreisn gegn sovétstjórninni í héraðinu. Daginn eftir kom ívan hlaupandi til mín. „Pabbi“, sagði hann, „við skuium ganga í lið með rauðliðuurm. Ég særi þig við ' nafn guðs. Okkur ber að styðja þá, því að stjórn þeirra er eins réttlát og við getum vænzt“. Daniló var á sama máli. Þeir reyndu lengi að fá mig á sitt band, en ég sagði við þá: „Ég skal ekki halda aftur af ykk- ur, þið skuluð fara, en ég fer hvergi. Ég á sjö börn utan ykkar, og þau verða að fá eitthvað ofan í sig “ Siðan héldu þeir á brott, en hér- aðsbúar hervæddust sem mest þeir máttu, og ég var líka neyddur til þess að fara til vígstöðvanna. A ráðstefnu í þorpinu sagði ég: „Virðuiegu þorpsöldungar. þið vit íð allir, að ég er fjölskyldumaður. Ég á sjö smábörn. Hver annast um börnin mín, ef ég fell?“ En mín orð breyttu engu. Þeir virtu þau-að vettugi, ég var ein- faldlega tekinn og sendur til víg- stöðvanna. Um þessar mundir var barizt rétt fyrir neðan þorpið okkar. Um páskana voru níu fangar rekn ir inn í þorpið. Daniló, augasteinn- inn minn, var einn þeirra. Þeir voru flæmdir yfir torgin til foringja her- deildarinnar. Kósakkarnir þyrptust út á strætíð og hrópuðu: „Drepið hundana! Látið okkur þá eftir, þegar þeir hafa verið yfirheyrð ir.“ Ég stóð á meðal þeirra og skalf í T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ' 823

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.