Tíminn Sunnudagsblað - 06.09.1964, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 06.09.1964, Blaðsíða 11
Sk)aldbökuui>gi elns og hann kemur úr egginu. hreyfingarlaus. Meðan á hreiðurgerð inni sfóð, gat hun fælzt, ef einhver óvenjulegur hávaði heyrðist eða önn ur truflun kom upp, en eftir að hún er komin í varpsteliingarnar, hagg- ast hún ekki, hvað sem á dynur. Þetta notfæra fræðimennimir sér til þess að fylgjast með sjálfu varpinu. Þeir grófu jafnvel inn í hreiðrið frá hlið og gátu þannig fylgzt nákvæm- lega með því, hvernig eggin féllu og hvernig skjaldbakan beítti afturfót- unum til að hagræða þeim í hreiðr- inu. Fyrstu tuttugu mínúturnar heyr ist ekkert nema sérkennilegar stun- ur. Fggin falla með fjögurra til fjór- tán sekúndna millibili. Fyrst verpir skjaldbakan tveimur eða þremur eggjum í einu, en þegar fram í sækir koma eggin eitt og eitt. Þegar líð- ur að því, að varpinu ljúki, fer að heyrast hvæshljóð, ekki ólíkt og þeg- ar lofti er hleypt af miðstöðvarofni. Áreynslan er þá orðin svo mikil, að tár renna í stríðum straumum úr aug um skjaldbökunnar. Enn á hún þó eftir mikið starf. Strax og síðasta egginu er orpið, byrjar skjaldbakan að loka hreiðr- inu, án þess að færa sig úr stað. Síðan mokar hún ofan í stærri hol- una, og þetta verk tekur hana ekki undir klukkutíma. Hún gengur vel frá hreiðrinu, því að hún lætur sér ekki nægja að fylla holuna, heldur sléttar hún yfir næsta nágrenni henn ar líka. Hún skilur þó einhvers staðar eftir smálaut á þessu svæði, en ekki yfir sjálfu hreiðrinu, heldur eins langt frá því og unnt er. Má vera, að það sé gert í blekkingarskyni. Síðan hverfur skjaldbakan aftur til fljótsins — örmagna, útgrátin g með blóðuga afturfætur. Næsta ár kemur hún aftur og sama sagan efn urtekur sig. Eggjafjöldinn er talsvert breytileg ur. Að meðaltali eru 82—86 egg í hreiðri, en eru þó stundum ekki nema 50—60. Mesti oggjafjöldi, sem fundizt hefur í einu hreiðri, var 150. Eggin eru með lina skel, teygjanleg og nær því alveg hnattlaga. Indíána- drengir nota þau gjarnan við bolta- leik. Um miðjan apríl eru skjaldbök- urnar horfnar frá' varpstöðvunum. Vatnsborðið er þá farið að stíga að nýju, og í sandinum er ekkert kvíkt eftir nema ránfuglar, sem seint þreyt ast á að leita uppi hálfgerð eða illa lukt hreiður. Þau egg, sem svo eru varin, að fuglarnir ná ekki til þeirra, þroskast hins vegar við jafn- an hita níðri í sandinum. Eftir þrjá daga sést fóstrið greinilega í gegn- um skurnina, og eftir tíu daga _er það búið að fá skjaldbökulögun. Út- ungunin tekur þó að minnsta kosti 45 daga. Þá sprengja ungarnir skel- ina utan af sér og byrja að skríða upp í gegnum sandinn. Þótt sandur inn sé laus í sér, tekur það þá tvo eða þrjá daga að komast upp á yfir- borðið. Yfirborðshiti sandsins er of mikill fyrir skjaldbökuungana að degi til, og því fara þeir síðasta spölinn síðla nætur eða undir morgun og leggja þegar af stað niður að ánni. Það ferða lag er sannkölluð helganga. ekki eru krílin litlu fyrr lögð af stað en gammar og aðrir ránfuglar steypast yfir þá. Ungarnir fara eins hratt yf- ir og þeir geta. en vargurinn er stöð ugt yfir þeim, og ekki líður á löngu, þar til fjaran er öll orðin morandi í tómum skeljum, sem skjaldbakan litla hefur verið etín innan úr. Hin- ir fáu ungar, sem eru svo heppnir að komast í vatnið, eru þó ekki þar með úr allri hættu, því að úti fyrir bíða þeirra vatnafiskar og krókódíl- ar, sem ekki vil.'a heldur fara á mis við veízluna. Búast má við, að ekki lifí nema 5% unganna af þessari fyrstu göngu. Fleira getur etnnig farið illa með ungviðið. Ef regntíminn hefst óvonju lega snemma, getur farið svo, að yfir hreiðrin flæði, áður en ungarnir skríða út. Árið 1963 var sérstaklega slæmt í þessu tilliti, en þá mun mjög lítið brot af árganginum hafa kom- izt upp. Frá fyrstu tíð hafa Orinoco-skjald bökurnar, og þó sérstaklega eggin, verið eftirsótt vara. Skjaldbökuegg eru sögð mesta hnossgæti, en auk þess hafa þau mikið verið notuð sem Ijósmeti. Fyrir þessar sakir hafa skjaldbökurnar verið veiddar gegnd arlaust, og nú er jafnvel farið að brydda á þeirri hættu, að þeim verði útrýmt með öllu. En j)ótt Indíánarn- ir sækist eftir að leggja skjaldbök- una að velli, bera þeir virðingu fyrir henni og verða við veiðina að hlíta ákveðnum leikreglum, sem þjóðtrú- in og aldagömul hefð hefur sett. Konur mega til dæmis aldrei stíga fæti á skjaldbökueyjar. Ástæðan segja Indíánarnir þá, að skjaldböku- frúin leyfi það ekki. Skjaldbökufrúin birtist á sandin- um, þegar dagurinn er sem heítast- Framhald á 838. siðu. T ( M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 827

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.