Tíminn Sunnudagsblað - 06.09.1964, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 06.09.1964, Blaðsíða 12
sagnfræðingtir: " SUÐUR MED SJÓ Af Hvaleyrarholti blasir við yngsti hluti fslands, Reykjanesskaginn. Þar eru engar jarðmyndanir eldri en frá ísöld. Þá hlóðust upp fjöll um sunn- an- og austainverðan skagann, en þau hlaða síðan hrauni á hraun ofan og heyja landvinningastríð við hafið, en það sargar og sverfur ströndina og hefur brotið mikið land. Eyðimörkin mikla. Reykjanesskagi er eyðimörk, hraun hrjóstrug og grett og nær gróðurlaust, eldfjöll, örfokamelar og sandar. Byggðin stendur á vinjum við ströndina, en milli þeirra lágu troðningar um auðnirnar, og þar hef ur ótrúlegur fjöldi manna þreytt síð- ustu göngu sína, lagzt til hinztu hvíld ar við götuna. Fyrir daga ferðalag- anna miklu þekktu unglingar hér um slóðir hvorki ár né læki nema af afspurn, og hvergi getur hér engja lönd nema í Krýsuvík. Hér þrömm- uðu vermenn með mötur sínar á þorra, en skreiðarlestir siluðust um Jónsmessubil . . . í hitatíð og þurrk- um sveittust menn og málleysingjar sárþyrstir á auðnunum, því að víða er óravegur milli vatnsbóla, skálar í kletti, holu niður með hamri eða iindar í fjöru. „Vatnsból í lakasta lagi. En þegar það brestur, er ekkert vatn utan fjöruvötn, varla nýtandi fyrir seltu, og fyrir þessa orsök miss- ir kvikfénaður bæði nytjar og holda“, segir i Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703 í kaflan- um um Kirkjuvog. Það rignir engu minna á Reykjanesskaga en annars staðar á Suðvesturlandi, en gljúpur berggrunnur ungra hrauna drekkur í sig alla úrkomu og leiðir jarðvatn- ið eftir undirgöngum til sævar, og nefnist það fjöruvötn. Reykjanes- skaginn liggur í þjóðbraut lægða á norðanverðu Atlantshafi, og þar er glímuvöllur vinda og tilraunastöð skaparans. Eyöimerkurgróður er jafnan kjarnmikill, og svo er einnig á Reykjanesskaga. Elztu hraunin eru víða kjarri vaxin og tápmiklir skógar lundar á stökum stað, jafnvel reyni- stóð og mikið er um eini og beiti- iyng. Hér voru löngum bújarðir góð- ar og beitilönd og búpeningur gekk sjálfala á vetrum allt frá dögum Ingólfs landnámsmanns, þangað til Ilerdísarvíkur-Surtla féll fyrir hund- um 'og mönnum sællar minningar í niðurskurðinum 1948. En skorti skag ann sífrjóa töðuvelli og akurlönd, l?á hafa gullkistur löngum legið í haf- inu við túnfótinn. Bændaánauð. Á Reykjanesskaga tóku menn sér fyrst bólfestu hér á landi. Skaginn er hluti af landnámi Ingólfs, og menn sóttu svo ákaft í slóð hans, að hann varð að reka úr túninu, hrekja suma burt úr héraðinu eins og Ketil gufu. Aðrir öfluðu sér jarð- næðis við gullkistuna með vígfimi eins og Hrolleifur Einarsson í Kvíguvogum, en hann hrakti Eyvind landnámsmann burt af jörðinni. í árdaga hefur skaginn verið skógi vaxinn og góður undir bú, en sjór- ínn stórgjöfull. Af þeim sökum hafa menn þyrpzt hingað frá upphafi vega en hagsæld þeirra hefur ekki ávallt verið á marga fiska. Fjárplógs stofnanir kirkju- og konungsvalds settust að bændum við Faxaflóa, því að þar var feitan gölt að flá. Hér á landi hófst opinber skattheimta með tíundarlögunum um 1100, en í kjölfar þeirra sigldi röskun á eigna- skiptingunni í landinu, vöxtur stór- Pálsson ábóti f Viðey, síðan Skál- holtsbiskup, Vatnsleysu undir stofn- unina í Viðey. Jarðeigendur settu leigupening, kúgildi, á jarðir sínar og kröfðust leigu af hvoru tveggja, en síðar færðu þeir sig upp á skaftið og lögðu ýmiss konar kvaðir á landsetana, Þeirra verður fyrst vart á jörðum Viðeyjarklausturs um 1300. Sú ánauð á leiguliðum virðist eiga upphaf sitt við Faxaflóa. Algengast var, -að landsdrottinn bætti fóðrarkvöð of- an á landskuldina, en þar við bætt- ist síðar dagsláttur, mannslán eða dagsverk hjá landsdrottni, hestlán og róðrarkvaðir, þegar sjávarútveg- ur efldist á 14. öld. Um 100 manns mun hafa þurft á báta Viðey.iar- klausturs á Vatnsleysuströnd um siða skiptin og hafa landsetar þá orðið að halda þeim út á vertíðum. Þeg- ar landseta tók að veitast þungt að rísa undir álögunum, tók hann annan mann á jörðina með sér, leigði honum hjá sér nókkurn hluta hennar og velti yfir á hann sem mestu af afgjöldunum. Þannig varð íslenzka hjáleigubyggðin til, en hjáleigur urðu rúmlega 1/4 hluti eigna, sem hlóðu utan á sig auðæf- um eins og snjóbolti, sem veltur of- an brekku. Það risu upp vellauðug stórhöfðingjasetur í landinu, þar blómgaðist íslenzk hámenning, þaðan eru okkur komnar íslenzkar fombók- menntir. Klaustur og aðrar kirkju- stofnanir voru fengsælastar á fé manna og aðrar fasteignir. Viðeyjar klaustur var stofnað 1226 og varð brátt vellauðugt. Þar var menntaset- ur, en menntunin kostaði fé, og voru fasteignir . bræðrunum einkar geð- þekkt kennslugjald. Þeir voru sér- fræðingar í fyrirbænum, en bænirn- ar kostuðu fé, það var hollt sálu- hjálp manna að hljóta hinztu hvíld í kirkjugarði í Viðey, en sá náðarstað- ur kostaði mikið fé, og síðast en ekki sízt þurftu menn að gefa fyrir sálu sinni og greiða fyrir alls konar yfirsjónir. Klaustrið í Viðey eignað- ist nær allar jarðir suður með sjó á miðöldum. Bændur reyndu að halda í helztu útvegsjarðirnar, en urðu undan að láta sókn kirkjuvalds- ins. Klaustrið hreppti Stóru-Voga 1496, og 1516 sölsaði Ögmundur bæja hér á landi, er stundir liðu. Auk þessa guldu menn skatt til kon- unga, manntalsfiska, og margs kon- ar gjöld til kirkna og presta. f greipum konungsvalds og einokun- arkaupmanna. Eftir siðaskiptin 1550 hirti kon- ungur eignir klaustranna og eign- aðist flestar jarðir á Reykjanesskaga, allar í Hraunum og -á Vatnsleysu- strönd nema Kálfatjörn, sem var kirkjulén. En kongur var æðsti mað ur kirkjunnar og átti því í raun- inni einnig kirkjujarðirnar. Af 15 jörðum á ströndinni guldust rúm- lega 56 vættir af fiski, þegar kon- ungur tók. við þeim, en 113 vættir um 1700. Þannig jukust álögurnar við húsbóndaskiptin og voru þó ærn- ar fyrir. Bessastaðamenn tóku undir sig hálfa báta bænda og hálfan afla- hlut, kröfðust tveggja dagsverka heima á Bessastöðum og urðu bænd- ur að fæða verkamanninn, tveggja hrísþesta, og þegar allt hrís var upp- urið á Strandarheiði, þá urðu bænd- ur að láta fjórðung af fiski fyrir £28 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.