Tíminn Sunnudagsblað - 06.09.1964, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 06.09.1964, Blaðsíða 14
ptofnaðl sklpasmíðastöð. Hann eign aðist 10 þilskip og hafði sum í för- I om milH landa. Þann 5. september illljóp fyrsta þilskipið af stokkunum I í skipasmíðastöð hans í Hafnarfirði. ! Það var merkur atburður í sögu Jjóðarinnar. Þar voru aldrei smíð- 1 uð mörg þilskip, af því að þau voru mjög dýr og menn höfðu í mörg hom að líta. Fullsmíðuð skúta, 10 lestir, kostaði yfir þrjú þús. ríkis- dali, en 18 konungsjarðir á Miðnesi, i meðalþeirra Hvalsnes, Býjarsker, Gufuskálar, Stóri-Hólmur og Kefla- vík, voru seldar fyrir tæpa 3.200 rík- isdali 1791. Menn þurftu að kaupa sig lír ánauðinni. Þótt verð jarðanna væri ekki hátt, þá voru ekki margir ' leiguliðar, sem gátu keypt ábýlis- jarðir sínar fyrst í stað, en þeim fór fjölgandi, eftir því sem árin iiðu. Um 1820 er meiri hluti jarða á Reykjanesskaga kominn í bænda eign. Það hafði orðið efnahagsbylt- ing á skaganum. Á undraskömmum jtíma höfðu menn rétt þar talsvert úr kútnum. Þar var mikill afli, gott i árferði, og menn.. áttu við stórum 1 bætt verzlunarkjör að búa. Þangað 1 sóttu menn á vertíðum alla jeið norðan úr Þingeyjarsýslum. Árið 1829 var „vetur svo góður, að varla dóu grös, og fiskafli var mikill syðra. Sumir fengu á 17. hundrað í, hlut, og um haustið var mikill afli á grunnmiðum". Sökum hafnleysis voru árabátar, sem hægt var að setja að loknum róðri, hentugustu sjósóknarskipin um Strönd og Suðurnes. f Hafnar- firði eflclist bátasmíði fyrir atbeiná Bjarna Sívertsens. Þar voru mestir skipasmiðir þeir Þorsteinn Jónsson bátasmiður á Hvaleyri (d. 1805) og Ólafur Árnason á sama stað og Gísli Pétursson á Óseyri. Sagt er, að Þorsteinn hafi smíðað um 200 báta, en Ólafur um það bil 100 báta, mjög vandaða og vel gerða. Nú eignuðúst íslendingar fyrstu lærðu skipstjórana, en þeir námu fræði sín erlendis. Fyrstur er talinn Guðmundur Ingimundarson í Breið- holti við Reykjavík. Hann keypti þil- skip til fiskveiða og stýrði þvi sjálf- ur. Sú útgerð hófst 1803. Stjúpson- ur Bjarna Sívertsens, Steindór Jóns- son í Akurgerðj í Hafnarfirði, tók sér nafnið Waage (d. 1825), var lærður skipstjóri og stýrði skipum milli landa, en litlu fyrr er talið, að Símon' Sigurðsson frá Dynjandi í Arnarfirði hafi stýrt skipi yfir út- hafið. Um þær mundir voru þrír óvenju- legir afreksmenn I tölu bænda við Vogastapa: Jón Sighvatsson í Höskuldarkoti í Ytri-Njarðvík, Jón Daníelsson í Stóru-Vogum og Ari Jónsson í Innri-Njarðvík. Þeir smíð- uðu og létu smíða sér sína skútuna hver og urðu allir miklir útvegs- menn, eins og síðar verður sagt. Það var vor í lofti við sunnan- verðan Faxaflóa í byrjun 19. aldar. Áður óþekkt framtak og atorka losn- aði þar úr læðingi margra alda kúg- unar. Frá Innri-Njarðvík kom sá maður, „sem við eigum hvað mest að þakka endurreisn íslenzkrar tungu og bókmennta á öldinni, sem leið“, hinn frægi þýðandi Hómers- ljóða, Sveinbjörn Egilsson rektor lærða skólans í Reykjavík (1852). Þaðan var einnig ættaður nafni hans og systursonur, Sveinbjörn Hall- grímsson, fyrsti ritstjóri Þjóðólfs. Hvaleyrarholt — Hvassahraun. Hvaleyrarhraun, fremur flatt hellu- hraun, liggur suður af Hval- eyrarholti. Það er fornlegt og stlng- ur mjög í stúf við Kapelluliraunið, úfið apalhraun, sem hefur verið brot ið niður til vegagerðar á stóru svæði umhverfis Kapelluna, dálitla rúst á óbrotnum hraunhólma sunnan við bílabrautina. Þar sem brautin ligg- ur næst sjó yfir Hvaleyrarhraun, er jökulsorfin grágrýtiseyja stráð stór- grýti rétt norðan við veginn. Þar gægist fram grágrýtisundirstaða hins forna hrauns, en það hefur fallið allt til sjávar. Til inarks um aldur þess eru bergstallar, sem sjórinn hefur klappað í það í flæðarmáli, og heita þar Gjögur með ströndinni. Innan frá Hvaleyrarsandi og út að Kapelluhrauni (Bruna, Þórðarvík). Við Hvaleyrarsand eru Þvottaklettar. Þar streymir fram tært vatn í fjör- unni, kaldavermsl. Þangað fóru kon- ur frá Hvaleyri með lín sín til þvotta og þurrkuðu þau á Þvottaklettum. Hér telja menn, að komi fram vatn Kaldár, sem hverfur í hraunin fyrir ofan Hafnarfjörð. „Keflavíkurvegurinn var góður frá Hafnarfirði að Vogastapa, en fram úr hófi krókóttur“, segir Sveinn Oddsson, einn af fyrstu íslenzku bif- reiðarstjórunum. — „Það var engu líkara en krókur hefði verið gerður til þess að fá nýjan krók kringum einhverja nibbu, og nærri' lá sums staðar, að leiðin lægi allt í kringum hana og mætti sjálfri sér.“ Þessi veg- ur lætur ekki mikið yfir sér, þar sem hlykkir hans gægjast undan steyptri bílabraut. Hann getur virzt hálfvanskapaður, en hann var þó meira afreksverk á sínum tíma en beina brautin á dögum véltækninn- ar Menn bisuðu nær tómhentir við hvern klett, sem ryðja þurfti úr leiðinni, og sveittust undir börum, en vegakerfið þumlungaðist smám saman um landið, og eftir því brun- aði nýi tíminn um byggðir íslands. Við vegbrúnina fornu liggja björg, sem eitt sinn var þrekraun að þoka úr stað. Efst á Hvaleyrarholti sunn- anverðu hvílir klettur við aflagðan vegarspotta. Hann fluttu tveir full* hugar úr vegarstæðinu, 11 ára piltur og þreklítill karl, Gísli Sigurgeirsson og Ólafur Sigvaldason. „Út skyldi skrattinn", og hér liggur eitt afreks- verk þeirra þúsunda, sem brautina ruddu. Rauðhóll nefnist malargryfja aust- ast í Hvaleyrarhrauni við vegamót Krýsuvíkurvegar. Þar stóð áður lít- ið en snoturt eldfjall, eflaust eitt 830 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.