Tíminn Sunnudagsblað - 06.09.1964, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 06.09.1964, Blaðsíða 16
-...,.,, ,,.,,, ,..,. ... sem kölluð voru. Þá eru þó að vísu undanþegnir dómkirkjuprestar í Skálholti og á Hólum, sem mjög oft voru.til biskups kjörnir. Hafa bæði miklir lærdómsmenn og fjáfafla- menn setið Staðarstað, og einu sinni var sú ráðagerð uþpi að reisa þar stjörnuturn og veita brauðið manni, sem jafnframt annaðist stjörnuskoð- un, Eyjólfi Johnsoníusi. En hann andaðist, áður en það yrði, og þess vegna var stjörnuturninn aldrei reist ur þar vestra. Einn sá biskup, sem mönnum er enn í minni fyrir nálægðar sakir, Pétur Pétursson, var um skeið prest- ur á Staðarstað. Ekki er að efa, að hann hefur notið mikillar virðingar í -sófeirúm sínum. Hann var mikill lærdómsmaður, góður kennímaður og frábær búmaður. Spillti það ekki áliti hans meðal bændanna, að hann var rammur að afli og hafði tekið upp hellu eina mikla, er lengi var fyrir bæjardyrum á Staðarstað og talin fimmtíu fjórðungar að þyngd. Hann átti líka tíkina Köru, sem Jón- as skáld Hallgrímsson hafði komið með frá útlöndum og skilið eftir á Staðarstað, og Ijósan hest, sem Snjó- tittlingur hét og var frægasti hestur AÐ STÁP VI. Ekkí heíur verið farið langt út í Staðarsveit, er vegurinn liggur snið- hallt niður sveitina. Þegar komið er nokkuð niður brautina, eru tvö íbúð- arhús við sama hlað nokkurn spöl frá þjóðveginum. Þarna_ er meiri gestanauð en á öðrum bæjum í Stað- arsveit. Þessí bær heitir Ölkelda, og þangað er sífelldur straumur ferða- manna, er langar til þess að bragða ölkelduvatn. Mér er tjáð, að það séu fáir sumardagar, að ekki komi þang- að heim ein bifreíð eða fleiri, enda hefur heimilið orðið sér úti um sér- staka gestabók tíl þess að láta þá skrá í nöfn sín, er vitja ölkeldunnar. Ölkeldan er skammt frá bæjarhús- um og ekki vegleg að sjá. Þetta er ekki annað en lítið auga, sem sleginn hefur verið utan um stokkur og sett lok yfir, og seytlar har lítið eitt af vatni upp úr leirbornum jarðvegi, sem litazrhefur rauður. Dálítil hola hefur verið grafin, svo að unnt sé að ná vatninu, án þess að það óhreinkist. En þó að járnlá sýnist ofan á því, er það gott á bragðið og harla líkt sódavatni, og mun fólk á Ölkeldu drekka það með mat að jafnaði. Það gæti ég líka hugsað mér að gera. En ekki skal ég fullyrða neitt um það, hvort 'iað „styrkir sin- arnar," eða gerir „líkamssaftirnar þunnar," enda drakk ég ekki nema eitt glas. Seinna reyndi ég að verða mér sjálfur úti um ölkelduvatn við tóftarbrot í hlíðinni yzt' í sveitinni. En þar hagaði svo til, að ég gat engu vatni náð, sem drekkandi var, þótt ég fyndi kelduna, sem er harla vatnslítil. Ekki er langt frá Ölkeldu niður á Ölduhrýgg' — melhrygg þann, sem liggur með sjó fram allar götur út undir Búðaós. Staðarstaður, sem áður fyrr var oft nefndur Staður á Ölduhrygg, er skammt ofan við hann, innan til við miðja sveit. Staðarstað- ur var lengi eítt eftirsóttasta brauð; landsins. Það segir sína sögu, að fleiri biskupar hafa einhvern tíma þjón- að Staðarstað en nokkru öðru presta- kalli, að undanskildum Odda og Reykjavík eða Seltjarnarnesþingum, Vestur um Snæfellsnes II og beztur á Vesturlandi um sína daga. Hann var hlaupstyggur, svo að sjaldnast náðist hann í haga_ nema séra Pétur kæmi sjálfur til. Á vetr- um kom aldrei svo vont veður, að prestur færi ekkí tvisvar á dag í hesthúsið til að hjala við hann. En það reyndi líka á Snjótittling, þegar mikið lá við. Einu sinni fór séra Pétur á honum og öðrum hesti úr Reykjavík klukkan átta að morgni og kom í hlað á Staðarstað klukkan sex næsta morgun. Á Staðarstaðarárum séra Péturs sýktist hin unga kona hans, Anna Sigríður Aradóttir frá Flugumýri. Elnaði henni sóttin, og á uppstign- ingardag 1839 andaðist hún. Hún var mjög frið kona, bjarthærð og hárprúð „kímin máski nóg, aðsjál og skraut- gjörn," sögðu sumir, „en manni sín- um svo eftirlát og ástúðleg eiginkona, að annálsvert væri." Útför hennar fór fram með fáheyrðri viðhofn. „Við Staðarstaðarhjú kveðjum þig þá, blessaða húsmóðir, Anna Sigríður Aradóttir — við kyssum nábleikar varir þínar vörmum kærleikskossi," var sagt, þegar kístan var hafin úr stofu. Prestur hafði látið búa líkið svo til moldar, að það hvíldi á svæfl- um úr hreinsuðum æðardúni, og á leiði hennar reisti hann minnisvarða, 832 TÍMINN- SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.