Tíminn Sunnudagsblað - 06.09.1964, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 06.09.1964, Blaðsíða 19
slóðir árið 1815: „Hverfur þá af gnæfandi klettinum snjór Líb- anons.“ Á hverju ári saxast á löfin á skikkju hans, og á hálfri öld hef- ur flatarmál hans minnkað um helm ing. Svoleiðis búskapur getur tæp- lega endað nema á eínn veg. Jökul- hof Snæfellsássins er í voða. Búskapurinn Bárði hjá báglega er rekinn. Er úr karli, að ætla má, allur þróttur skekinn. Á afkomunni er engin mynd óðum tæmast sáir. Öllu er sóað út í vind, en aðdrættirnir smáir. Snæfellsjökull stendur sem sagt höllum fæti, ef svo má að orði kom- ast. Við eigum heima í landi svo köldu, að fyrr meir varð kuldi þess landsmönnum oft ofurefli, og þó að nú bresti okkur ekki yl og skjól, hversu sem viðrar, þá mun ekki ör- grannt um, að veðráttan valdi okkur nokkurs konar minnimáttarkennd: Við erum stundum iíkt og á nálum vegna þess, að útlendingum finnst hér ekki nógu hlýtt eða sólríkt og höldum þess vegna fast að þeim, að samt sem áður sé unnt að rækta banana og víndrúfur í gróðurhúsum. Af öðrum veígameiri ástæðum eru það að sjálfsogðu góð tíðindi, að jökl ar fara óðum minnkandi, því að það er ótvíræður vitnisburður um hlýn- andi veðurlag. En míkill verður samt sá sjónarsviptir, þegar gnípa Snæfellsjökuls glottir kolsvört við vegfarendum, rænd þeirri jökulhettu, sem hún hefur skautað um langar aldir. Og einhvern veginn finnst mér, að Bárður Snæfellsás, landvættur og ármaður hins fagra héraðs, lendi þá á hrakhólum. Öðrum þræði vona ég því, að hjarnbreiður Snæfellsjök- uls treinist enn um sinn, og ármaður sá, er forðum barg Ingjaldi í skinn- feldi, er hann lenti í háskanum í róðr inum á Grímsmið, verði á komandi tímum hollur fiskiskipum undir Jökli og verji þau vélráðum Hettu, ef henni kynní að takast að rugla rat- sjárnar. Þó að kuldi sá, sem af jökl- um stendur, hafi oft orðið að meini, getur hitt líka verið, að við eigum honum að þakka sumar þær eðlis- eigindir, sem orðið hafa okkur til giftu og farsældar. IX. Vegurinn út í Breiðuvík liggur nokkuð hátt uppi í hlíðinni neðan undir Axlarhyrnu. Er þar komið fram á dálitla hjallabrún, og blasir þá sveitin við, fríð og grösug í skjóli bogadreginna fjalla. Fyrir framan hana er hóp eða lón og utan þess langt rif, en að vestan byrgír keilu- myndað fjall, Stapafell, útsýn Minnisvarði Einars Magnússonar frá Syðri-Knarrartungu í Búðaklrkjugarði. (Ljósm.: J H.). að mestu leyti. Neðan þess ganga klettar í sjó fram, og þar er Arnar- stapi. Áður fyrr voru margir bæir í Breiðuvík, en nú er þeim farið að fækka. Nöfn sumra þeirra láta kunn- uglega í eyrum, því að þar hafa sög- ur gerzt og þeir menn átt heima er oft er vitnað til, þótt ekki geti þeir allir góðfrægir kallast. Einn þessara bæja er Knörr, þar sem Bjarni djöflabani bjó á síðari hluta átjándu aldar. Á Hnausum, nokkru utar í sveitinni, bjó annar Bjarni Jónsson, litlu yngri en Knarrarbónd- inn, og eigi síður nafntogaður en hann, landskunnur prangari og mik- ill þrætukarl. Hann nefndl séra Sæ- mundur Hólm „hórujagarann mikla“, því að karl átti allmargt barna hér og þar. Á Hamraendum bjuggu 'stundum sýslumenn, sem misjafnar sögur fóru af. En langkunnastur bæja í Breiðuvík er Kambur, og á hann frægð sína að þakka, að þar bjó Björn Breiðvíkingakappi, — sá, er meiri var vinur íúsfreyjunnar á Fróðá en goðans á Helgafelli og sagnir hermdu, að gerzt hefði höfð- ingi Indíána í Vesturheimi. Fyrir ofan Breiðuvík eru klettar miklir í fjallinu þar eru svonefndir' Knarrarklettar. Þar hafa margir end- að líf sitt, þeir er villtust á leið yfir Fróðárheiði eða Kambs? helði. Þar hrapaði Jón sýslumaðuri 83| T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.