Tíminn Sunnudagsblað - 06.09.1964, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 06.09.1964, Blaðsíða 22
SKJALDBOKUR A SANDEYRUM Rangæsk ferí&kona. Austur í Rangárþingi var fram eftir 19. öld kona sú, er nefnd var Þorbjörg reiðmann, lítil vexti og hnellin og dökk á brún og brá, og var viðurnefni hennar af því dregið, að hún gyrti sig í brók og reið um sveitir í hnakk. Varð hún kunn af þessu, því að hún fór víða, flutti bréf og böggla og átti mörg erindi að reka. Þorbjörg reiðmann lagði meðal annars leið sína til Reykjavíkur. Þegar hún kom úr Reykjavíkur- ferðum sínum, hafði hún iðulega meðferðis kartöflur, er henni höfðu gefizt. Þá voru kartöflur ekki ræktaðar á hverjum bæ á Suðurlandi, og var það siður Þor- bjargar, að hún gaf húsfreyjum, er hún sótti heim og bar góðan þokka til, fáeinar kartöflur fyrir beina þann, sem henni var unn- inn. Það er í frásögnum, að mið- bik sjöunda tugs aldarinnar kom hún að Eystri-Garðsauka til Kat- rínar ísleifsdóttur og gaf henni þrjár eða fjórar kartöflur. Voru það hinar fyrstu kartöflur, sem Katrín eignaðist og vísir að garð- yrkju hennar. (Heimild: Ársrit Hins íslenzka garðyrkju félags 1929). 'Framhald af 824. síðu. fætur, hljóp enn fjörutíu metra, þrýsti báðum höndum að kvið sér og sneri sér að mér. „Pabbi, hvers vegna gerðirðu þetta“? Hann féll aftur, og ósjálfráðir kippir fóru um fætur hans. Ég hljóp til hans og laut að hon- um, en augun ranghvolfdust í höfði hans, og á vörunum var blóðfroða. Ég hélt, að hann væri í andarslitrun- um, en skyndilega reis hann upp á hnén, þreifaði eftir iiönd minni og sagði: „PabbCég á Konu og barn . . .“ Höfuðið féll út á öxlina, og hann hné til jarðar. Hann brýsti sárinu saman með fingrunum, en það var el.'ii til neins. Blóðið spýttist út á milli fingranna . . Hann tók að stynja og hósta, hallaði sér á bakið og starði hörkulega á mig. En tung- an var þegar tekin- að stirðna . . . Hann reyndi að segja eitthvað, en gat aðeins sagt „pa . . . pa . . . pabb . . . i.“ Tárin streymdu úr augum mér, og ég sagði við hann: „Kæri ívan, taktu við kórónu písl- arvættisins í minn stað. Þú átt konu Og barn, en ég hef sjö munna að seðja. Kósakkarnir hefðu drepið mig, hefði ég látið þig komast undan, og börnin mín lent á vergangi . . .“ Hann lá enn nokkra stund og hélt Framhald af 827. síSu. ur. Hún gengur um á meðal skjald- baknanna, sem liggja og sóla sig, og sýnir þeim, hvaða staðir eru bezt fallnir til sólbaðsins. Skjaldbökufrú- in er hávaxin, grönn, dökkhærð og fögur kona í hvítum klæðum. Hún er í stuttu máli verndarvættur skjald- bakanna, en hún þolir ekki aðrar konur í návist sinni, og ef kona stíg- ur á land á yfirráðasvæði hennar, fer hún burt þaðan með skjaldbök- urnar. Auk þess refsar hún öllum, sem dirfast að koma á ströndina, meðan hún sjálf er þar á gangi. Fjölmargir Indíánar eru sannfærðir upi, að þeir hafi séð skjaldböku- frúna með eigin augum, og trúin á hana veitir skjaldbökunum áreiðan- lega meiri vernd en nokkur bönn eða fyrirmæli stjórnarvaldanna gætu orðið. f fylgd með skjaldbökunum er auk þess Blístrarinn. Hann er risastór karlskjaldbaka, sem kemur í byrjun varptímans og leiðbeinir skjaldbök- unum méð blístri sínu, hvar hentug- ast sé til hreiðurgerðar. Blístrarínn getur séð, hversu dimmt sem er, og hann getur blístrað þannig, að menn í hönd mina, en gaf "íðan upp önd- ina. Ég færði hann úr frakka og stíg- vélum, breiddí dulu yfir andlit hans og fór síðan aftur til þorpsins. Jæja, nú skalt þú dæma, maður minn. Ég hef þjáðst svo vegna barna minna, að hár mitt er orðið grátt. Ég strita, til þess að þau hafi í sig, og fæ aldrei stundarfrið, hvorki á nótt né degi, en þau . . . Natasja, dóttir mín, segir til dæmis: „Okkur finnst ógeðfellt að sitja til borðs með þér, pabbi“. Hvernig á ég að geta afborið þetta?“ Mikisjar ferjumaður laut höfði og horfði, á mig hvössu og alvarlegu augnaráði, að baki hans sást dauf morgunskíma á himni. Kvak and- anna í dökku víðíþykkninu k hægri árbakkanum var rofið af hryssíngs- legu og syfjulegi hrópi: „Mi . . . ki . . . sjar!-Skratt . . . inn þinn! Komdu með bátinn yfir um!“ H.H.J. þýddi. jww ........... I,— n.I- I, Lausn 31» krossgátu lieyri ekki til hans, þótt skjaldbök- urnar hlýðnist kalli hans. Sé hann á ferli, varar hann skjaldbökurnar við öllum hættum, þar á meðal veiði- mönnum. Þess vegna hafa skjald bökuveiðarar einatt lagt á það kapp að byrja á að veíða Blístrarann, en hins vegar fara engar sögur af, að neinum hafi tekizt það. Orinoco-skjaldbakan á sér þannig bandamenn og hollvættir í baráttu sinni gegn ásælni mannanna. Hún er þannig á bekk með flestum veiði- dýrum þeirra þjóða, sem að mestu leyti eru veiðunum háðár, en alsiða er, að þau eigi sér ráðendur eða verndara, sem beri hag þeirra fyrir brjósti. Og þessi verndarar hafa áreið anlega víða átt þátt í að bjarga skjól stæðingum sínum frá tortímingu, og ef til vill á Orinoco-skjaldbakan til- veru sína Skjaldbökufrúnní og Blístr anum að þakka. Tveir dagar — Framhald af 819. síðu. Vér getum látið oss til hugar koma, að þetta kveld hafi Kolbeinn horfið aftur til kirkju sinnar, og þar flyt- ur hann bæn tíl Krists. Kolbeinn hefur ögrað biskupi, en nú getur hann kallað sjálfan sig þræl drott- ins. Hann hefur ekkí skap til að lúta hinum óþjála biskupi Hólastaðar, en þeim mun betra á hann með að sýna guði sínum fullkomna undirgefni. Með óhlýðni sinni við yfirvöld kirkju hefur Kolbeinn syndgað, en það er með heíðríkum huga, að hann færir guði sínum játningar og bænir á dimmu haustkveldi, hinn tuttugasta og annan september 1206. FJÖLSKYLDUMAÐURINN - 838 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.