Tíminn Sunnudagsblað - 20.09.1964, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 20.09.1964, Blaðsíða 2
Víð tjöldum að þessu sinni nokkrum mannlýsingum, sem að vísu eru ekki allar fagrar, en sú er bót í máli, að sumar þeirra að minnsta kosti munu af gáska gerð ar. Þar á meðal eru nokkrar sjálfs lýsingar. Fyrst er vísa, sem Stígur á Horni orti um sjálfa sig: Á kvöldin, morgna og miðdags- stund meining forn ei lýgur, gerir orna gullhlaðshrund gamli á Horni Stígur. Ég kýs mér skjól, hvar kvakar smiðja, kvörn og strokkur, vefjarspóla, vagga, rokkur, vagnahjól og hefilstokkur. Ólafur Sigurðsson á Vindhæli. Þú ert að smíða, þundur skíða, þig munu prýða verkin slyng, en ég er að skríða vesall viða, vafinn kvíða og mótiæting. Magnús sálarháski. Ligg ég oft með lasinn bol, á lúsarekkvoð grárri, sótti ég í henni sel og kol, samt er hún ekki skárri. Hjálmar Þorsteinsson dáin 1819. Sigurður Breiðfjörð kvað í Ólafs- firði: Mörg varð hissa mannkindin, mér gekk flest að vilja, ég var að kyssa kútinn minn, á kofanum lét svo bylja. Um Barna-Sveinbjörn kvað Hjálmar: Sagt er það um Sveinbjörn klerk í sönnum fræðimálum — annálum fékkst hann lengi við það verk, varð hans af því frægðin sterk, að safna sálum. Fimmtíu barna faðir var, frægur af þessu verki — hinn sterki, hafði kærar konurnar, kristni með því.efldi þar, sá maðurinn merki. Þessi vísa er um Eyjólf í Saur- bæ: Eyjólfur prestur allra verstur apar ritningar, biblíuhestur, hrossabrestur heilagrar kristninnar. Sölvi Helgason lýsti sjálfum sér svo: Heitir Sölvi herra sá Helgason, sem ritin tjá, Guðmundssen þess geta má, gáfaðastur jörðu á. Ásgrímur Hellnaprestur kvað um sóknarbörn sín: f Hellnaplássi er siður sá, sem þeir heldri gera: Þjófar stela þjófum frá, það á svo að vera. greinda höfunda: Eins og draugur að auðnan sínu fangi, Þórður haugur héma halurinn furðulangi. Seint á kvöldin siglir á mið, sækir fiskinn glaður, gamla Hólminn heldur við Hallur skinnsokkaður. Að þeim vísum, sem hér fara á eftir, eru kunnir höfundar: )®0»0*0#0»0»0»0*0*C»C«G«0«0*0*U*U»0«- >o»omo»omcmnmo»o•o«o*o»o»o«o*o«c«o«o«o»o«o< Kátlegur er Kristjón minn, krímóttur í framan, öllu fegri er andskotinn, ef þeir standa saman. Einar Beinteinsson. Sigurður færir fátt í lag, færis jafnan bíður, morgun, kveld og miðjan dag maðurinn húsum ríður. Jóhannes Benjamínsson. Garmurinn að mér gerir spott, gjarn á stöku að senda, hann er eins og hundlaust skott, hríngað í báða enda. Jóhann Garðar. Rakaður, þveginn, greiddur, glað- eftir ótil- ur á góðu treyjunni, bómullar — með hattinn hraður mér snýr heilsar meyjunni. býr, Pétur Jónsson (afabróðr Kjart- ans Bergmanns). Ólafur talar ósatt mál með orðum sönnum, talar hann af gáfum grönnum og gefur dæmið öðrum mönnum. Svava Sigfúsdóttr á Fáskrúðs- firði. XIII. MANNLYSINGAR omamc,mnmomnmomcmomomom< Húsanesi hann ræður, hjúskapsvési frásneiddur, fús að lesa lastræður,. lúsablesi sunnlenzkur. Björn Konráðsson, Bezt er að halda í horfinu, heimurínn þó að svíki, Ásbjörn kemst á orfinu upp í liimnaríki. Séra Jónas Guðmundsson. Sumum viður sjúkdómskíf, sem að raunir harðar þvinga, hjálpar inn í annað lif Árni læknir Skagfirðinga. Símon JJalaskáld. Héðan fór og heim kvaddi, hjörvaþór í guðstrausti, sá geðstóri, en glaðlyndi gamli hórujagari. Bjarni Sigurðsson frá Katadal. (sjálfslýsing). Runólfur þá róa fer, rær hann á við fjóra, á bitanum situr broddagrér með barðahattinn stóra. Sigurður á þarflegt þing, sem þegnar eftir taka, hefur hann kjaftinn hring i kring og hálfa leið til baka. Einar Beinteinsson. Halldóra B. Bjömsson tók saman 866 X I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.