Tíminn Sunnudagsblað - 20.09.1964, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 20.09.1964, Blaðsíða 3
Mynd sú af sveitabæ, sem Guðjón Samúelsson teiknaði að beiðni Guðmundar Hannessonar fyrir meira en hálfri öld. NÝJAR HUGMYNDIR FYRIR HÁLFRI ÖLD Guðmundur Hannesson læknir var mikill áhugamaður um allt, sem laut að húsagerð og húsabótum. Vorið 1899 skrifaði hann í Bjarka grein um þessi efni, og varð hún bein- línis til þess, að alþingi veitti þrjú þúsund krónur til rannsóknar á iunlendum byggingarefnum og leið- beininga í húsagerð. Var Sigurður Pétursson frá Ananaustum ráðinn til þess að annast þetta, og hófst hann þegar handa. Meðal annars við- aði hann að sér sýnishornum af leir og kalki, er hann hugði, að komið gæti að notum, og fór með tólf þeirra til Kaupmannahafnar. Var þar á meðal kalk úr Esju, er álitlegt þótti, sandur frá Meðalfell'svatni, er var talínn slakur til sandsteinsgerð- ar, leir úr Laxvogi, er talinn var góður til múrsteinsbrennslu, og leir úr Grafarvogi miklu síðri. Var mönn- um mjög í huga um þessar mundir að koma upp tígulsteinagerð, og hafði Björn Kristjánsson einnig safnað á sinn kostnað sýnishornum af leir og látið reyna þau í Kaup- mannahöfn. Var svipað um þau að segja og sýnishorn Sigurðar, að sum reyndust ónýt, önnur nothæf og nokkur góð. Sigurður fékkst þó ekki eingöngu við rannsóknír af þessu tagi. Það er kunnugt, að hann teiknaði einn- ig torfbæ, og hugsaði hann sér húsin í ferhyrning umhverfis autt svæði. En starfsferill hans varð skammur. Hann var brjóstveikur, og í einni ferða sinna upp um Kjalarnes og Kjós hreppti hann vos og andaðist skömmu síðar. Teikning hans af torfbænum fannst ekki í plöggum hans og mun hafa glatazt. Upp úr þessu tóku menn að sinna meira húsagerðarmálum en áður hafði verið, og var Guðmundur Hann esson óþreytandi að vekja menn og hvetja í því efni. Hann hafði aug- un opin fyrir hvers konar nýjungum, miðlað mönnum af beirri þekkingu, er hann aflaði sér, og sagði þeim ótæpilega til syndanna, er honum bauð svo víð að horfa. í Búnaðarritinu árið 1915 er skemmtileg grein eftir hann um þetta efni, þar sem hann víkur að mörgu, er síðar breyttist á þann veg, er hann vildi, þótt ef til vill hafi honum þótt seint við brugðið. Þar leggst hann gegn tröðunum, er þá tíðkuðust, og mælir í þeirra stað með upphleyptum vegi, dálítið bogadregm um til fegurðarauka í samr-j>n»i vi'i landslag, vill, að gerðar séu ht-íhv lagðar sléttar umhverfis bæina í -, stað gömlu hlaðanna og komíð upp ; skrúðgörðum til skjóls og fegurðar, hestaréttin flutt frá bæjarveggnum út í túnjaðar og þokkaleg grind sett í túnhliðið. Hlandforirnar ætlar hann að færa megi úr hlaðvarpanum eða frá bæjarveggnum, þar eð steypa megi góðar skólppípur, jafnvel uppi í sveit, öskuhaugana og skranið í bæjarlæknum vill hann láta hverfa ’ með öllu og búa um fjóshauginn á snyrtilegan hátt að húsabaki, ef ekki er reist yfir hann haughús. Loks bið- ur hann menn blessaða hafa járn- . grind eða nokkurs konar sköfu við bæjardyr, svo að sá siður leggist af að vaða á skítugum skónum inn í húsin. En hann lét ekki við þessar áminn- ingar sitja. Hann hafði einnig feng- ið Guðjón Samúelsson, sem þá var ungur maður og hafði numið húsa- gerðarlist í Kaupmannahöfn, til þess að teikna sveitabæ með nýju sniði, og lét myndina fylgja greininni. Ef tíl vill er mönnum nú forvitni á því að sjá þessa mynd, sem gerð var fyrir fimmtíu árum. Skýringar Guð- > mundar voru þessar: „Svona hugsar þá Guðjón sér bæ- ; inn og túngötuna. Næst manni á myndinni er túngirðingin með' breiðu hliði fyrir flutning og vagna og litlu hliði fyrir gangandi menn. Öðrum megin við hliðið hefur liann sett mikið hesthús, en hinum megin sér í horn af hestaréttinni fyrir utan túngirðinguna. Frá hliðinu liggur bogadreginn vegur heim að bænum. Sjálfur bærinn er næsta ólíkur öllu þvi, sem vér höfum vanizt, og býst ég við, að menn kunní misjafnlega við svip hans og útlit allt. Þó verður ekki annað sagt en að hann sé lag- legur og einkennilegur að ýmsu leyti. Til hægri handar er íbúðar- húsið, sjálfur bærinn, en til vinstrí er fjós og hlaða. Geri ég ráð fyrir að ætlast sé til, að nokkur hluti heys- ins sé geymdur á lofti yfir fjósinu. Milli hlöðu og bæjar er dálítíð sund, sem eflaust á að varna aðfoki og vera til tryggingar, ef eldur kæmi upp. Mlli húsanna ef ferhyrndur húsagarður, sem skipt er í reiti fyrir matjurtir eða blóm, en meðfram húsveggjum allbreið, steínlögð stétt. Veggir húsa eru lágir og kjallari eng- inn eða lítill. Ætlazt er til, að veggir séu úr steinsteypu og hvítir, en timbur í vindskeiðum og göflum efst, rauðbrúnt á lit, viðurinn líklega tjargaður með hrátjöru. Þök á hús- um ætlast Guðjón Samúelsson til, að séu græn torfþök með góðum pappa undir.“ Ekki munu menn hafa hrifizt svo af þessari hugmynd, að bæir væru rcistir með þessu sniði, enda hefur Framhald á 886. síðu. T f M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 867

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.