Tíminn Sunnudagsblað - 20.09.1964, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 20.09.1964, Blaðsíða 11
Og Englendinga, og hefur ekki fall átta íslenzkra manna haft jafnsögu- legar afleiðingar í annan tíma. En þó hefur það líklega öllu fremur ver- ið fastheldni Englendinga á gull sitt, er Kristján konungi gramdist, en lát Björns ríka og sveina hans. Sjálf lét Ólöf ekki sitt eftir liggja. Hún reið með flokka um héruð til hefnda og seglr sagan, að hún hafi í þeim ferðum verið í hringabrynju undir klæðunum. Lét hún handtaka enskar skipshafnir, .em kunnugt er og setti þær í þrældóm heima á Skarði. Frá þeim tíma er kirkjustétt- in mikla, Englendíngastétt, sem er „brúlögð sem stræti í borgum utan lands.“ En eigi hurfu Englendingar úr Rifi að heldur. Þeir héldu þar enn velli. Sumarið 1521 efndu þeir þar til dæmis til rómaðrar brúðkaups- veizlu, er enskur maður gekk að eiga prestsdóttur frá Staðarstað, systur Marteins Einarssonar, er síðar varð biskup í Skálholti. Voru þar þá níu skip ensk, og gaf hver skipshöfn eina tunnu víns í veizluna, er stóð sam- fleytt í hálfan mánuð. Menn hafa ekki verið smátækir í þá daga. XVII. Margt er það, sem til tíðinda hef- ur borið á þessum slóðum á liðn- imi öldum. Arið 1723 laust tveimur mestu ribböldum ofbeldisgjarnrar em bættisstéttar landsins saman í Nes- hreppi utan Ennis. Jóhann Gottrup hafði verið skípaður sýslumaður á Snæfellsnesi og gekk með oddi og egg að því að knésetja Odd lögmann Sig- urðsson, er sakaður var um embætt- isafglöp, fjárdrátt, kúgun og marga aðra óhæfu. Hafði Oddur orð- ið'að hrökklast frá Narfeyri í þessari sennu og settist þá að á Ingjalds- hóli, þótt ekki hefði hann ótvíræða heimild til þess, og rak burtu bónda þann, er fyrir var. Þetta sumar varð margt til tíðinda í Neshreppi, og eitt sinn, er Oddur var sjálfur fjarstadd- ur, kom fulltrúi Jóhanns Gottrups þangað með liðsafla og lagði hald á amboð vinnuhjúa hans og setti jafnvel einnig sláttumanninn í járn í teignum. Um haustið var svo sorfið að Oddi, að hann varð að hörfa frá Ingjalds- hóli, og settist hann þá að í kaup- mannshúsunum í Rifi og með flokk sveina, er hann lét jafnan fylgja sér. Litlu síðar kom Jóhann Gottrup á vettvang, stefndi tíl þings og setti rétt við altarið í Ingjaldshólskirkju, þar sem rannsaka skyldi framferði Odds og manna hans um sumarið. En er minnst varði, snaraðist Oddur í kirkjuna heldur gustillur, þreif tveim höndum til korða síns og mælti tii sýslumanns: — Hér er korðinn minn. Viljið þér •já, hvað á hann er merkt? Síðan hóf hann með hlátri og sköll- um að lesa Iögþingsstefnu fyrir hönd sláttumanns þess, er járnaður hafði ■verið um sumarið, og skaut inn í lesturinn ýmiss konar kringilyrðum og ávörpum til manna, er viðstaddir voru. Þessi lestur endaði með því, að sýslumaður og lögmaður tóku hnakkrífast, og linnti þeim orða- skiptum ekki fyrr en sýslumaður lét ráðast á Odd, draga hann með liðs- afla fram kirkjuna og varpa honum á dyr. Síðan var húsinu læst. En þá tók ekki betra við. Brátt var tekið að lemja kirkjuna utan, svo að hún lék á reiðiskjálfi og lá Gamalt verzlunarhús í Ótafsvík. við, að hurðin brotnaði. Þóttist Jó- hann Gottrup vita, að óvinaher væri setztur um hana. Setti hann þrjá menn til þess að gæta hurðarinnar og lét aðra klifra upp í rjáfrið til þess að skyggnast út. Hírðist hann þarna inni með menn sína, þar til dimma tók og Oddur og sveinar hans þreyttust á barsmíðinni. Tókst þá Jóhanní að laumast brott í skjóli myrkursins. Jóhann gerði þó aðra tilraun næsta dag. En ekki hafði hann fyrr sett rétt í kirkjunni en Oddur kom á ný. Ruddist harin að borði dómarans með hönd á korða sínum að venju og sagði: „Hann er hálfdreginn.“ Las hann síðan stefnu yfir Jóhanni með brugðnum brandi, en settíst að því búnu í skaut einu þingvitnanna. „Því hafið þér þetta lögmanns- skikk fyrir rétti? sagði Jóhann. „Þú hefur sýnt kónginum þén- ustu svo sem þjófur og skelmir," svaraði Oddur. „Ég bið í góða guðs nafni — færið þið það inn. Þér haf- ið verið það versta spögelse, sem til var í Danmörku." Að loknu löngu þjarki kvaddi Odd- ur með þessum orðum, er Jóhann hafði sagt, að hann yrði að þinga’ á öðrum stað, þar sem friðsamlegra væri: „Það lýgur þú aldrei, og djöfull- inn hafi mig, ef þú lýgur það. Þetta tala ég í Ingjaldshólskirkju." Næsta dag dró þó fyrst til stór- tíðinda. Þá reið Jóhann Gottrup í Rif með mikið lið og tók hús á Oddi með herfilegum munnsöfnuði og hroðalegum aðförum. Óð hann bölvandi og ragnandi um húsin og hafði í hendi nakinn korða, er hann rak að lyktum í gegnum pils æpandi og dauðskelkaðrar vinnukonu. En oftar urðu tíðindi í Rifi en þegar höfðingjar landsins áttu þar í stórdeilum. Þó að búðsetumenn ættu þar sjaldnast mikið undir sér, voru í þeirra hópi margir fremdar- menn á sjó. Eru margar sögur af svaðilförum þeirra og volki í mann- drápsveðrum og hafróti. En hitt var líka títt, að engir yrðu til frásagnar um það, er við bar, því að þeir róðr- ar voru margir farnir, að skipin komu ekki aftur í vör. Og þótt að landi væri komið, varð lendingin mörgum að fjörtjóni, er vont var í sjó. Það þarf ekki lengi að fletta gömlum annálum til þess að rekast á stuttaralegar frásagnir um mann- tjón í Rifi: „Skipstapi á Stofusundi," segir þar — „forgekk skip við Framhald á 865. síðu. (Ljósm.: J.H.). ‘ TÍMINN — SUNNUDAGSBLAÐ --- 875

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.