Tíminn Sunnudagsblað - 20.09.1964, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 20.09.1964, Blaðsíða 12
Nú á dögum eru sporðdrekar ein- ungis á þeim svæðum jarðar, þar sem loft er heitt og þurrt. En svo hefur ekki ávallt verið. Margt bendir til þess, að elzta sporðdrekakyn jarð arinnar hafi lrfað í vatni og andað með tálknum. Fyrir um það bil þrjú hundruð og fimmtiu milljónum ára virðast sporðdrekarnir hafa gengið á land og samhæfzt beim skilyrðum, er þar voru. Þá urðu lungu að taka við hlutverki tálknanna. Þessir elztu sporðdrekar, er lifðu á þurru landi, finnast steinrunnir með plöntusteingervingum, er vekja þann grun, að þeir hafi þá lifað í heitu og röku loftslagi. Það er ekki fyrr en á síðari skeiðum jarðsögunnar, að sporðdrekar taka sér bólfestu á þurrum og heitum svæðum, þar sem þeir verða oft að vera langtímum saman án vatns og matar. Hinir steinrunnu sporðdrekar, sem hér verður sagt fra, fundust í dökk- um flögusteinslögum í Skotlandi fi'á jarðkolatimanum. Steingervingarnir iágu lengi órannsakaðir í Bretasafni í Lundúnum, og það var í rauninni ekki búizt við, að af þvi spynnist mikil saga, er járðfræðideild Oslóar- háskóla fékk þetta til rannsóknar. Skeljaleifarnar úr sporðdrekunum lágu sitt á hvað í steinhellunum og höfðu stundum klemmzt saman, svo að skelin af baki dýrsins lá fast við skelina, er verið hafði á kviði þess. Það, sem innan í skelinni hafði ver- ið, var fyrir löngu horfið og að engu orðið, en innan um þetta höfðu varð veitzt merkí eftir ýmsar smáverur. Með tilstyrk þessara skeljaleifa hef ur reynzt unnt að gera sér grein fyrir því, hvernig þessir sporðdrekar voru útlits. Þó að afturhluti líkam- ans og halann vanti, hefur tekizt að leysa vandann með samanburði við sporðdreka þá, sem nú lifa á jörð- inni, og aðra sporðdrekasteingerv- inga, er fundizt hafa. Það hefur kom ið á daginn, að þarna er fundin ný tegund, og hafa sporðdrekar þessir sennilega verið þrjátíu til þrjátíu og fimm sentimetrar að lengd — með öðrum orðum tvöfalt lengri en aðrir sporðdrekar, sem áður var vitað um. Þetta atríði er ekki ómerkt, því að athygli þeirra, sem fást við myndun- arfræði og erfðafræði beinist mjög að sporðdrekum, þó að ekk’’ verði rætt hér um þá hlið málsins. Skel sporðdrekanna er úr dökk- brúnu kítíni, sem nálega engum breytingum hefur tekið, þótt meira en þrjú hundruð milljónir ára séu liðnar síðan þeir létu lífið. Kítin þetta setzt í ytri hluta húðarinnar. Hinar smæstu örður hafa varðveitzt, þar á meðal þreifihárin, sem eru í smáopum á skelinni, og kítínið í þeim er enn svo haldgott, að hárin sátu eftir og teygðu síg í loftið. þeg ar flísarnar úr hellunum voru losað ar með gætni frá skelinni. Væru notaðar örfínar nálar, tókst að losa smábrot úr skelinni frá því, er undir var. Síðan var saltpéturs- sýru og kalíumklóri beitt við þessi brot og þau sett í Kanadabalsam, er tíðum er notað við dýrafræðilegar rannsóknir. Mátti greinilega sjá í smásjánum hverja einustu örðu, hversu agnarlítil sem hún. , Þreifihárin, sem voru tæpur þriðj ungur úr millimetra á lengd, sátu dálitið skáhallt í opunum á skelinni, og vel mátti greina, að þau voru hol 876 T I M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.