Tíminn Sunnudagsblað - 20.09.1964, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 20.09.1964, Blaðsíða 13
YfirborS sporðdrekaskeljarinnar. Ójöfnur þær, sem minna á gíga, eru hnúStenn- ur, en gúlana hefur rotnunarloft inni í skellna belgt upp. aö ínnan. Meira segja hafði taugin inni í hárunum varðveitzt ósködduð. Þess eru ekki önnur dæmi, að svo viðkvæm taug inni í þreifihári hafi fundizt í steinrunnum leifum liðdýrs. Við rannsóknina kom í ljós, að sumt af því, er sást á þessum skelj- um var upprunalegt, en annað hlaut að vera tilkomið, eftir að dýrið var dautt. Vörtur og húðtennur skeljar- innar höfðu verið á henni meðan sporðdrekinn lifði, en þegar skelín þrýstist niður undan þunga setsins, sem ofan á henni var, og varð flöt, sködduðust húðtennurnar og tóku á sig mynd, sem minnti helzt á gíga á gosstöðvum. Af öðrum breytingum, sem 'orðið höfðu á skelinni, skal fyrst vikið að sérkennilegum kúfum á henni. Sumir þessara kúfa líktust bólum, Vel varSveltt þrelfihár. Sjálf taug- In er enn inni í hárlnu. en aðrir voru eins og blöðrur. Þessar ar ummyndanir stafa vafalaust aí því, að á milli skelja hefur myndazt rotnunarloft og gas, er þrýst hefur á kítinlagið, unz það belgdist út. Eh því aðeins hefur þetta gerzt, að kítinið hafi þá verið tiltölulega lint. Þar sem mest brögð hafa verið að þessu, hefur skelin brostið. Sums staðar á skelinni voru undar leg missmíði, kynlegar rákir og strönglar. Fyrst hugðu vísindamenn- irnir, að þetta væri eitthvað, er heyrði tíl skelinni sjálfri, en þegar þeir höfðu rannsakað fyrirbærið í við eigandi efnablöndum, kom í Ijós, að þessir strönglar voru aðskotadýr inni í skelinni eða milli skelja. Á að líta var þetta sums staðar sem hvolft hefði verið eldspýtum úr stokki, en annars staðar sneru strönglarnir all- ir á sama veg og minntu frekar á trjá boli, er fljóta með straumi. Erfitt var að greina í smásjám, j hvort þetta voru í rauninni sjálf að- . skotadýrin eða borgangar eftir þau. , Sá hét G. Hamar, sem leysti vand- ann. Honum tókst að búa til mót af ‘ þessum örþunnu skeljum og því, sem , í þeim var, og færa sönnur á. að , þetta voru sívalir líkamír orma, um það bil einn fjórði úr millimetra ú ; lengd og tólf þúsundustu úr milli- metra í þvermál, nokkuð jafnbola, en örlítið gildari að aftan, þar sem þeir höfðu þó varðveitzt ver. t Á fremri enda þeirra var ofurlítil I mjódd, er afmarkaði eins konar höf- | uð, og á því var op eða munnur og aftur frá honum gangur, þrír þús- I undustu úr millimetra á breidd, dökk ur að lit, sennilega af kítíni. Vaxtarlag þessa dýrs var í fullu | samræmi við það, er þekkist meðal ýmissa hringorma. Þess vegna er full . ástæða tíl þess að ætla, að þessir l-T^,^,iw^i»nwwwrwii»nMrinirr**iirTi*itnifci iriiwnrMiiwiiii'i.iiiiiiWiWiiiiwi -i w Sá, sem litur á fyrirsögnina hér á síðunni, hugsar kannski sem svo, að allir sporðdrekar veraldar megi fara sína leið fyrir honum. Það mun þó sannast sagna, að slikar greinar sem þessi, birtast ekki dagsdaglega i blöðum. Hún er stórkostlegt dœmi um það, hvernig hinir fœrustu visindamenn megna að skyggnast irin i hulda heima og lesa þar llkt og af bók svo furðulegar sögur, að við stöndum forviða. Greinin birtist fyrir skömmu i timaritinu „Naturen“, sem gefið er út i Björg- vin, og er höfundur hennar dr. Leif Störmer, prófessor r jarð- sögu við Oslóarháskóla, er sjálfur stóð fyrir þeirri rannsókn, er hér segir af. Greinin er lauslega þýdd, en öli meginatriði hennar koma vonandi til skila. T í M I N N — SUNNUDAUSBJLAÐ 877

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.