Tíminn Sunnudagsblað - 20.09.1964, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 20.09.1964, Blaðsíða 14
' StrikSn hér á myndinni reyndust vera steinrunnir ormar. Hægra megin eru „V ! þeir eins og þeir sjást i smásjá. ;V steingerSu ormar séu svonefndir fersku vatní og jarðvegi, og þeir lifa '*■. namatódar. Nematódar gegna mikils einnig sem sníkjudýr í dýrum og z' verðu hlutverki í lífheimi votlendis- jurtum. Þeir eru mjög athafnasamir ius, og eru kunnar þúsundir teg- við upplausn dauðra lífvera, og sum- , unda, sumar örsmáar eins og þessir ir þeirra leggjast meðal annars á ormar. Er mikil mergð þeirra í sjó, dauð skordýr. Steinrunnir nematódar hafa ekki fyrr fundizt, svo að öruggt sé, nema frá hinum síðustu skeiðum jarðsög- unnar. Það eru sérstök skilyrði, sem því valda, að þessir tiltölulega linu ormar hafa geymzt nilli sporðdreka- skeljanna. Við getum hugsað okkur, að þeir hafi, ásamt öðrum smáverum, nærzt á hinu mjúka innvolsi sporð- drekanna. En smám saman gekk það til þurrðar, ázt upp og barst burt við gasmyndun og eyðingu. Samtím is hlóðst set að skeljunum, og þegar þunginn var orðinn nógu mikill, þrýstust þær saman meira og meira. unz þær flöttust út. Síðustu nema- tódarnir hafa orðið inniiyksa milli skeljanna eins og mýs í fellu. Flestir hafa forðað sér í tæka tíð, og í raun inni þóttust vísindamennirnir sjá þess merki, hvernig sumir sluppu. Þar sem skelin var sérstaklega þunn, voru örlítil göt, viðlíka að þvermáli og svaraði gildleika ormanna. Nú hefði mátt búast við því, að þessir linu ormar hefðu flatzt út á milli skeljanna. En svo hefur ekki orðið, og það stafar af því, að kítín- ið hefur verið orðið svo lint, að það hefur svignað, þar sem það seig nið- ur á ormana, og steinrunnið í þeim skorðum. Kítínið er unnt að mýkja, svo að það svigni á slíkan hátt, ef sporðdrekaskelin er látin í ammoníak og geymd þar um tíma. Það er senni legt, að líkamir sporðdrekanna hafi rotnað í súru umhverfi, þar sem myndaðist gas, er fékk valdið þessu. Þegar skilyrðin breyttust á ný, hefur kítínið harðnað, og nematódarnir varðveitzt ágætavel í þessu búri, líkt og skordýr í rafi. Þegar nematódarnir voru rannsak- aðir til hlítar, uppgötvaðist, að þeir voru ekki með öllu óspjallaðir, þar sem þeir lágu milli skeljanna. Ein- hverjar smáverur höfðu sótt á þá. Sumir voru einungis lítið eitt skadd- aðir, en af öðrum var ekki annað eftir en hismi eitt. Þær smáverur, er þarna höfðu leitað sér ætis, voru finnanlegar — sumar eins og þræðir, aðrar sem kom og ekki nema einn þúsundastí úr millimetra í þvermál. Þessar smáu verur voru sendar L. R. Moore í Sheffield í Englandi til þess að fá úr því skorið, hverjar þær væru. Hann er allra manna bezt að sér um smáverur á steinrunnum jurtum frá jarðkolatímunum. Hann fann margar tegundir smávera, er hann taldi þörunga, sveppi og aktínó mýketur. Til hins síðastnefnda telj- ast verur, sem að stærð og lögun svara til gerla og sýkla. Inni í hvítum ormunum vora víða sveppaþræðir, og þeir hrísluðust líka stundum út á sjálfa sporðdrekaskel- ina. Milli þessar sveppaþráða voru kringlóttar agnir, kokkar, og staflaga gerlar, er minna mjög T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.