Tíminn Sunnudagsblað - 20.09.1964, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 20.09.1964, Blaðsíða 15
Hér sést glöggt, hvernig sveppir og geriar og aSrar smáverur hafa ráSizt á nema- tódana, skaddaS suma, en nálega eytt öSrum. á sýkla nú á dögum. Utan um suma stafina var meira að segja kvoðuhjúp ur sá, sem einkennir sýkla og gerla á okkar dögum. Þarna sáust einnig kekkir af einhverju því, er líktist stöfum, og sátu fastir á hárstubb. L. R. Moore taldí líklegt, að flestir kokkarnir og stafirnir stöfuðu frá slíkum kökkum eða hópum, er smám saman hafi leyszt upp og dreifzt. Þessum fjölbýlisverum, sem taldar eru til aktínómýketa, hefur verið gef ið nýtt nafn (Polymorphyces). Steinrunnar smáverur, sem líkjast gerlum og sýklum, hafa oft fundizt áður. En það er örðugt að fullvissa sig um, að þessar ;.gnir séu í raun- 5nni steinrunnir gerlar eða lífverur af sýklakyni eða gerla. Um smáverur þær, sem fundust í sporðdrekaskelj- unum, er aftur á móti það að segja, að L. R. Moore telur ályktanir sínar efalausar, aS minnsta kosti um lang- flestar þeirra, enda hefur hann áður fundið sams konar lífverur frá sama tíma norður í Skotlandi. Nokkurn veginn er víst, að þær hafa lifað samtímis sporðdrekunum, og er það meðal annars rökstutt með því, að talsvert var af þeim á taug- um sumra þreifiháranna. En til frek- ari fullvissu fór fram rannsókn á því, hvort þessar smáverur kynnu að hafa borizt á sporðdrekaleifarnar í með- förunum. Var tekinn hluti af skel og tilraun gerð til þess að rækta gerl- ana. Það kom að sönnu á daginn, að á henni voru lifandi gerlar, sem nú eru alkunnir, til dæmis hinn venjulegi jarðvegsgeríll (Bacillus sub tilis), sem myndar gró. Þessar verur líktust um margt hinu steinrunnu, en voru þeim þó frábrugðnir og þess vegna aðrar. Loks skal hér vikið að því, að inn an í skeljunum fundust örsmá merki eftir þríhyrnda krystalla. Slíkir kryst allar eru sjaldgæfir. Málmsambönd- in bleikmálmur (falerts) og zúnyitt hafa þetta krystalsform, en það er ósennilegt, að þau hafi krystallast við rotnunina í skelinni. Aftur á móti er til lífrænt efni, sem krystallast á þennan hátt. Við röntgenlitsjárrann sókn, sem I. Oftedal prófessor í Osló framkvæmdi, kom fram, að suma Höfuð nemafóds og gln hans. þætti þeirra efnasambanda var þarna að fínna. Nú er það kunnugt, að propionsýra, sem barf til þessarar krystalsmyndunar, verður til við starfsemi gerla, og þess vegna gætu verið líkur til þess, að krystallarnir hafi stafað frá svonefndu calcium bar ium propionatí og standi í sambandi við gerlagróður í skelinni, þegar inn yflin voru að rotna. Það er unnt að gera sér í hugar- lund, hvað gerzt hefur frá því, að sporðdrekinn lagðist dauður á vatns botninn og þar til hann varð að steini. Smákvikindi — og kannski einnig þau, sem stærri voru — réðust brátt á hinn dauða sporðdreka. Skeljahlutarnír duttu í sundur, og færðust úr stað fyrir straumi og öldu slætti. Leifar skrokksins grófust í leir og meira og meira af seti lagð ist yfir þær. Smákvikindin, sem döfn uðu í þeim, átu hina mjúku hluta inn an í skelinni, og sumt af þeim leyst ist upp eða færðist brott með gasi, sem myndaðist við ýlduna. Skelin flattist út við þungann, sem á henni hvíldi, og síðustu smákvikindln, sem í henni lifðu, urðu þar innilyksa og varðveittust, þegar þær lentu á milli tveggja skelja. Þegar nematódarnir voru dauðir, settust að þeim sveppir og smáverur, sem líkjast gerlum og sýklum. Þegar þetta gerðist, var kítínskelin svo lin, að rotnunarloft ið gat belgt hana út. Það hefur gerzt eftir að nematódarnir voru dauðir, því að förin eftir þá sjást innan á þessum bólum og blöðrum, sem loft- ólgan olli. Þau för hafa myndazt meðan skeljarnar lágu þétt saman. Loks breytist ásigkomulagið í set- inu, sýrurnar hverfa og kítínið í skeljunum nær að harðna á nýjan leik. Og síðan geymast sporðdreka- skeljarnar og þær lífverur, sem dóu í þeim, svo furðulega vel, að eftir þrjú hundruð milljónir ára má lesa af þessum steingervingum þá sögu, er hér er rakin. Steinrunnar smáverur, sem fundust á sporðdrekaskeljunum. í miðjunni sést sýklakökkur í heilu lagi og neðar annar, sem nokkuð hefur verið tekinn að leysast upp. Til vinstri eru sveppir inni í nematód og neðst til vinstri sýklahökk- ur á broti úr þreifihár. — Allt er þetta stækkað mjög mikið. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 879

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.