Tíminn Sunnudagsblað - 20.09.1964, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 20.09.1964, Blaðsíða 16
S5ST SUÐUR MED SJÓ Byggðin á Vatnsleysuströnd skipt- ist i hverfí. Utan Strandarheiðar verður fyrst fyrir Kálfatjarnar- hverfi, þá Þórustaðahverfi og Auðna- hveríi. Kálfatjörn og kirkjustaður. Nafn á að vera dragið af því, að kálfar af sækúakyni eiga að hafa komið úr Naustakotstjörn við sjávargötu Kálf- tirninga. í fornum máldaga er stað- urinn nefndur Galmatjörn. en það er marklaust nafnahrengl. Ekki vilja sagnir hlíta þvi, að kirkja hafi frá upphafi staðið að Kálfatjörn, heldur á hún að vera flutt þangað undan ágangi sjávar ¦ annaðhvort frá Þórustöðum eða Bakka, austasta bænum í hverfinu. Sá bær var fluttur tvisvar undan sævarbroti á 18. öld. Að Kálfatjörn stendur ein af stærstu sveitakirkjum hér á landi. ^Hún var reist 1893, og voru þá rúm- lega 900 manns í sókninni og um helmingi fleiri á vertíðum. Nú telj- ast sóknarbörnin um 370, og ver- ! menn eru hættir að sækja á Vatns- leysúströnd. Þar var prestssetur til [ 1919, en þá var staðurinn gerður ann i exía frá Görðum á Álftanesi. og situr presturinn nú í Hafnarfirði. Kirkjugarðurinn á Kálfatjörn er heimatilbúinn, mold hefur verið ekið í hann, til þess að unnt væri að grafa menn þar skikkanlega, en jarðvegur er víðast grunnur á Ströndinni. Einn af Kálfatjarnarklerkum var Ámundi Ormsson, d. 1670. Á hans dögum bjó Björn Sturluson smiður á Bakka. Þeir voru báðir ., hagyrðingar. Björn var bendlaður við víg og óttaðist líflátsdóm, en var að lokum sýknaður. Um hann kvað Ámundi þessa vísu, og er síðari hluti hennar landfrægur: : „Þuríði mina þekkja menn", þetta segir klerkur. : Ekki batnar Birni enn i banakringluvérkur. j Sveinbjörn Hallgrímsson er einn j af mestu afreksmönnum, sem þjónað [ hafa Kálfatjarnarsókn. Hann vígðist j aðstoðarprestur þangað 1842 og bjó i um skeið í Halakoti í Brunnastaða- I hverfi. Byltingarárið mikla 1848 > stofnaði hann ásamt Páli Melsteð I sagnfræðingi hálfsmánaðarblaðið j Þjóðólf. Það varð langlífasta og eitt- . hvert ábrifaríkasta málgagn, sem út ÞRIÐJAGREIN hefur komið hér á landi. Aðstoðar- presturinn frá Kálftjörn er fyrsti íslenzki ¦ blaðamaðurinn. Þjóðólf- ur var löngum eitt helzta málgagn sjálfstæðisbaráttunnar út- gefið hér á landí. Ármann á Alþingi, Fjölnir og Ný félags- rit voru gefin út í Kaupmannahöfn. Nú réðust fslendingar heima fram á ritvöllinn, tóku að gagnrýna stjórn- arvöldin, krefjast aukins þjóðfrelsis og lýðréttinda. „En látum oss þá vakna, íslend- ingar, látum þjóðlyndi og þjóð- rækni ná því valdi vfir hugum vor- um, svo að vér álítum engin þau málefni oss óviðkomandi, sem að einhverju leyti horfa til heilla fyrir land vort." — Þannig hljóðar ávarp Sveinbjarnar ritstjóra í fyrsta tölu- blaði Þjóðólfs. Hann hefur eflaust hvatt sóknarbörn sín af stólnum í Kálfatjarnarkirkju til þjóðrækni, djörfungar og framtaks. Hann var ættaður úr Innri-Njarðvík, systur- sonur Sveinbjarnar Egilssonar rektors. Þingstaður hreppsins var að Kálfa- tjörn fram til ársins 1818. Þá voru hreppsþingstaðirnir að Kálfatjörn, ýsur og 2 sundmagabönd í Keflavík, en samkvæmt kaupsvæðaskiptingu átti hann að verzla í Hafnarfirði. Kaupmaðurinn þar, Knud Storm, hafði ekki viljað nýta þessa vöru, en samt sem áður kærði hann Hólm- fast fyrir verzlunarbrot og fékk hann dæmdan í háa sekt. Hólmfast- ur átti Ckkert fémætt nema gamalt bátskrifli, og Knud Storm vildi ekki nýta það fremur en vöru bóndans og krafðist húðláts. Var Hólmfastur bundinn við staur á Kálfatjarnar- þingi og húðstrýktur miskunnar- laust að amtmanni viðstöddum, en því skotið til konungs, hvort hann skyldi ekki dæmdur til þrælkunar á Brimarhólmi. Hér var þó of langt gengið. Hinn danski lögmaður, Láritz Gottrúp, kærði meðferðina á Hólmfasti fyrir konungi, og síðar tóku þeir Árni Magnússon og Páll Vídalín málið upp, og hlaut Hólmfastur nokkrar miskabætur. Eftir þetta var gerræði kaupmanna hnekkt að nokkru. Písl- írnar við staurinn á Kálfatjarnar- þingi voru ekki færðar til einskis. Hólmfastur Guðmundsson býr á Bræðrakoti, hjáleigu frá Innri-Njarð- UM REYKJANESSKAGA — YNGSTA HLUTA ÍSLANDS Bæjarskerjum á Rosmhvalanesi og Járngerðarstöðum í Grindavík af lagðir, en þingstaður fyrir alla þrjá hreppana settur í Njarðvíkum. Þá voru Njarðvíkurnar einnig sameinað ar Vatnsleysustrandarhreppi, og hélzt það til 1885, en þá voru þær gerðar að hreppsfélagi með Kefla- vík. Þessar breytingar á hreppaskipt ingu eru sprottnar af fólksfjölgun á Ströndinni á 19. öld. Á fornum þingstöðum hefur víða verið helgi- staður í heiðnum sið, og svo mun einnig á Kálfatjörn. Nokkru fyrír vestan bæinn er hóll, Goðhóll, og stóð þar kot í eina tíð. Hér hefur se'nnilega staðið hof þeirra Strand- ara. Einn afburður á Kálfatjarnarþingi er frægur að endemum í íslandssög- unni. Árið 1698 seldi oóndinn á einni hjáleigunni á Brunnastöðum, Hólm- fastur Guðmundsson, 3 löngur, 10 víkum, árið 1703 og telst þá 56 ára. Árið eftir strýkingu Hólmfasts (1699) fékk Knud Storm menn á Kálfatjarnarþingi til þess að veita sér siðferðisvottorð, þar sem segir m.a., „að Knud Storm hafi umgeng- izt frómlega og friðsamlega við sér- hvern mann-----------. . . og sérhvers manns nauðsynjum jafnan góðvilj- uglega gegnt og tilbærilega hjálpað og fullnægt með góðri kaupmanns- vöru í allan máta, svo sem sérhver óskað hefur og sérhverjum af oss er vitanlegt. Hvers vegna vér skyldug- lega viljum------------gjarna óska, að fyrr vel nefndur kaupmaður mætti vel og lengi með lukku og blessun sömu höndlan fram halda og hljóta (bæði hér á landi og annars staðar) guðs náð og gleðileg velfelli til lífs og sálar æ jafnan fyrir Jesum Krist- um" Landakot er austast í Auðnahverfi. Þar bjó Guðmundur Brandsson, 880 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.