Tíminn Sunnudagsblað - 20.09.1964, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 20.09.1964, Blaðsíða 17
þingmaður Gullbringu- og Kjósar- sýslu 1849-1861. Á alþingi barðist hann einkum fyrir því, að öllum fló- um og fjörðum yrði lokað fyrir er- lendum fiskiskipum, en danska stjórnin var ekki mjög skelegg í landhelgismálum íslendinga, eins og kunnugt er. Guðmundur drukknaði undan Flekkuvík við þriðja mann haustið 1861. Á Auðnum bjó Guðmundur Guð- mundsson, einn af gildustu bændum á Ströndinni seint á 19. öld, átti 8 til 10 báta, auk þess þilfarsbát og rak stórbú. Á eínum af bátum hans reri Kristleifur Þorsteinsson fræði maður á Stóra-Kroppi 1882. Bátur- inn fórst í stórviðri út af Vogavík- inni. Kristleifur bjargaðist við ann- an mann, en 5 drukknuðu. Knarrarnes, stóra og litla standa utan við Breiðagerðisvíkina. Við forna heimreið að Stóra-Knarrar- nesi er grágrýtisbjarg og á það klöppuð þessi vísa: Seytján hundruð segjast ár, senn þó fjögur rétt í von, svo þá gjörði sem hér stár, sá hét Bjarni Eyjólfsson. Bjarni, sem rislaði sér við að festa nafn sitt á steininn, var gildur bóndi Á Knarrarnesi um 1700. Menn vilja eigna honum ýmsar steinsmíðar fornar, áletranir á leg- steina og jafnvel hleðslu Staðarborg- ar. Gerðistangaviti stendur yzt á Atla- gerðistanga, reistur til þess að vísa skipum leið milli Keflavíkur og hafna i Innnesjum og bátum til strandar við Stakksfjörð. Ásláksstaðahverfi stendur á tanganum inn af vitanum. Það var útvegur eins og annars staðar á ströndinni. Þar drápu klausturmenn úr Viðey danskan mann veturinn 1540, en sá hafði verið í flokki Dið- riks af Mynden, er hann rændi Við- eyjarklaustur á hvítasunnunni sum- arið áður. Þá þeir fóru í ver um vet- urinn, „fóru þeir í Vatnsleysu á skipi og gengu þaðan um nóttina á Ásláksstaði og drápu Jóachim.“ Ilann var sá 13., sem tekinn var af lífi fyrir klausturránið. „Þótti mönn- um það mikil og góð landhreinsun." Á Asláksstöðum stendur timburhús reist úr viði þeim, sem var á skipinu Jamestown, er strandaði i Höfnum 1881. Á Þórustöðum og í Óttars- staðahverfnu standa einnig hús, sem reist voru úr því timbri. Brunnastaðir voru metnir einna dýrastir jarða á Vatnsleysuströnd um miðja 19. öld. Þar var eitt bezta útræði á Ströndinni og skammt að sækja á stórgjöful mið. „Um miðja öldina voru margir bændur þar, en allir fátækir og reru hver hjá öðrum á tveggja manna förum, því að ekki áttu allir bát. En svo fluttust að Brunnastöðum tveir mriklir athafna- menn, sinn á hvora hálflenduna, og þá skipti um.“ Guðmundur ívarsson hét annar frá Skjaldarkoti í Kálfatjarnarhverfi. Um 1865-1870 lét hann smíða sér tein æring, og var það um skeið eitt bezta skipið við Faxaflóa. „Um 1880 átti Guðmundur auk þess 3—5 sex manna för. Var þá mannmargt hjá honum, allt að 50-60 manns í heim- ili, því að skipverjar höfðu allir að- setur þar heima, því að verbúðir þekktust varla.“ Jón Breiðfjörð Jónsson hét hinn. Hann fluttist að Brunnastöðum um 1870 og lét þá breyta áttæring í þil- farsbát. Um 1890 er talið, að hann hafi gert út 6—8 skip, en auk þess rak hann verzlun. Þá fóru erfið ár í hönd. Erlendir togarar streymdu inn á Faxaflóa, eyðilögðu bátamið- in og aflinn brást. Jón varð að taka 1000 króna bankalán og þótti það stórfé. Hann gat ekki staðið í skilum og varð gjaldþrota og dó skömmu síðar. Hann hafði hýst bæ sinn af stórmennsku, en eftir gjaldþrot- ið lentu eignirnar í braski og húsin brunnu 1905. Þá var uppgangstími Vatnsleysustrandar á enda um skeið. Barnaskóli var reistur að Brunna- stöðum 1870-1872. Séra Stefán Thor- arensen gekkst fyrir skólastofnun- inni, og naut hún nokkurs styrks úr Thorchilliisjóði. Þar var Pétur Pét- ursson, faðir dr. Helga Pjeturs, kennari um skeið. Þetta er einn af elztu barnaskólum á landinu. Bieringstangi er fyrir sunnan Brunnastaðahverfið, xenndur við Mor itz W. Biering kaupmann (d. 1857). Þaðan hefur lengi verið stundað út- ræði, og þar er stærsta vörin á ströndinni. Um 1840 er þar risin fisktökustöð, salthús og fisktökuhús, sennilega frá Flensborgarverzlun- inni í'Keflavík. Á lofti þeirra voru verbúðir, en í kring stóðu þurrabúð- irnar Vorhús, Hausthús og fleiri. Einnig var þar önnur útgerðarstöð, Klapparholt. Eldra nafn á verstöð þessari er Tangabúðir. Á Bieringstanga var reimt eins og á fleiri verstöðvum. Draugurinn var erlendur að uppruna, gekk með hvíta húfu, en ekki mórauða og var því nefndur Tanga-Hvítingur. Hann gerði mönnum ýmsar glettur eins og drauga er siður, og íeyttu menn ým- issa bragða til þess að losna við kauða. Eitt sinn skaut bóndinn í Halakoti hann með -ilfurhnappi, en það átti að vera draugum öruggt skeyti. Hvítíngur sundraðist í eld- glæringar við skotið, en skreið sam- an aftur og hélt uppteknum hætti fram um 1890, en hvarf um bær mundir að sögn. Halakot er syðst í Brunnastaða- hverfinu. Þar bjó Ágúst Guðmunds- son ívarssonar á árunum frá 1910- 1941. Eftr hann er greinagott rit um sjósókn og búskap á Vatnsleysu strönd á tímabilinu frá því um 1860 ! og fram um 1900. Hann var formaður frá 1888 til 1940 og missti aldrei mann í sjó og engin slys urðu á skipshöfn hans. Stakksfjörður gengur inn ur Faxa- flóa milli Keilisness og Stakks, kletts undan sunnanverðu Hólmsbergi norður af Keflavík. Á firði þessum voru fræg fiskimið og við hann stóðu og standa enn miklar ver- stöðvar. Á Stakksfirði og und- an ströndinni ræktuðu menn fiski- miðin í gamla daga engu síður en túnin. Flestir formenn sóttu á sín sérstöku mið og fluttu þangað slor, fiskúrgang, jafnvel 'iundsskrokka og annað þess kyns, sem til féll. Það var kallað að bera niður, og sævar- gróðrar hvatinn nefndist niðurburð- ur, samanber áburður. „Öll þorskgota var borin niður þar á hraunið (Voga- hraun) og mikið af slori, og fiskur- inn hændist þar að niðurburðinum og varð mestur, þar sem mest var borið niður,“ segir Ágúst frá Hala- koti. „Svo gjörðu margir fleiri meðfram öllum Strandarbrúnum og bættu veiðina.“ Ræningjafloti eyði- lagði miðin um skeið, en verstöðv- ar hafa eflzt að nýju við Stakksfjörð á síðustu áratugum. Vogar, dálítð þorp, stendur utan itl við Vogavík. Þar er höfn, hafnar- garður og bryggja, frystihús, söltun- ar- og fiskvinnslustöð. Þar eru gerðir út 2 til 3 vélbátar, 50—100 lestir að stærð. Útgerð hefur lagzt niður á Vatnsleysuströnd, en bænd- ur þar hafa ekki með öllu slitið vin- fengi við sjóinn. Synir sjósóknarans, Ágústs í Halakoti, stunda hér útgerð. Hér fjölgar íbúunum, þótt þeim fækkí á Ströndinni og fornar útvegs- jarðir eins og Stóra-Vatnsleysa og Flekkuvík leggist í eyði. Höfuðbólið var Stóru-Vogar. nét áður Kvíguvogar, kennt við sækýr eins og Káliatjörn. ^ar var kirkju- staður fram yfir siðaskipti. Kirkju- hóll nefnist hóll fyrir sunnan veg- inn, þar sem ekið er inn í Vogaþorp- ið. Þar á kirkjan að hafa staðið. Nú eru Stóru-Vogar í eyði, og mikill reyk háfur trónar upp úr bæjarrústunum. í túnfætinum ofan við vörina liggur steinn. Eitt sinn á skip Jóns Daní- elssonar að hafa steytt á honum í lendingu. Á næsta tlóði óð Jón bóndi eftir bjarginu, stakk sjóvettl- ing i munn sér og ^rgaði ógurlega við átökin. Hér liggur það, einustu minjar um hinn iötuneflda Voga- bónda. Minni-Vogar eru i byggð, og í landi þeirra standa fiskvinnslustöðv- arnar nýju. Þannig fer um hverfula heimsins dýrð. Fólksflóttinn til Suðurnesja. Frændi og fóstri Steinunnar gömlu hét Eyvindur Honum gaf T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 881

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.