Tíminn Sunnudagsblað - 20.09.1964, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 20.09.1964, Blaðsíða 21
Undir Enni og Búlandshöfða - Framhald af 875. síðu. Tösku.“ Jafnvel hinum nafntoguðustu formönnum, svo sem Báru-Birni varð Stofusund að aldurtila. Margt af fólki því, sem leitaði at- hvarfs í búðunum í Rifi, hafði í ærn- ar raunir ratað, áður en leiðin lá þangað. Það hafði flosnað upp í harð- ærum, hrakizt á vergangi um hálft landið, stundum séð flesta vanda- menn sína velta út af dauða. 1 Rfi gátu líka beðið þess harðar raunir. Ofáar munu konurnar og börnin, sem staðið hafa þar á klöppunum á liðn- um öldum, horft á skipin velkjast í briminu og séð eiginmenn, feður og bræður slitna af þeim hvern af öðrum. Við kunnum fátt að segja af þessu fólki. Harmar þess eru gleymdir eins og vindgustur, sem fer hjá. En sé vandlega skyggnzt um, væri þar samt efni í marga söguna. Meðal þeirra, sem þarna stóðu harm- þrungnir í flæðarmálí, voru til dæm- is mæðgurnar af Langavatnsdal, Þor- björg og Guðrún, er kunnar eru af raunum þeim, er yfir þær gengu í hinum afskekkta fjalladal. Þar drukknaði maður Guðrúnar og ung dóttir um réttaleytið 1834, og löngu seinna fórst Páll, bróðir Guðrúnar, á Stofusundi, er skipi hvolfdi í kviku milli Tösku og Djúpboða í lítt færu veðrí. XVIII. Það verður sýnilega alllöng bið á því, að Rifshöfn verði lokið. Grjóti er þó vúið að aka í talsvert langan hafnargerð, og byggingar okkrar eru komnar þar. Enn sem komið er setur þó krían mestan svip á þennan orði gert, hversu gagnorður hann var alla jafna, og er eftirfarandí saga til dæmis um það. Ólafur átti hryssu eina skjótta. Ekki var hún neitt vildishross, en Ólafur fór vel með allar skepnur, og ekki vildi hann láta ofþjaka hrossum sínum. Nú bar svo til, að maður nokkur falaði Skjónu að láni í ferða lag. Nokkuð stóð á svarinu hjá Ólafi, en þegar það kom. var bað á þessa leið: „Óvön ferðum, illa járnuð, menn þungir, létt riðið, lána hana ekki.“ Skál og diskur. Samúel bóndi á Kirkjubóli vestra var orðgífur, einkum við vín. Þeir voru uppeldissynir Guðrúnar Eggerts dóttur ríka í Hergilsey, Kristján í Hergilsey og hann, og var Samúel hið eina af uppeldisbörnum hennar, sem hún minntist ekki í erfðaskrá stað. Hún flögrar þar miðsumars í þúsundatali yfir lóninu ínnan við eyrina og kúrir í stórhópum á sand- inum. Og það liggur dæmalaust vel á þessum kríum, og mun varla geta gamansamari fugl. Þegar ég ók nið- ur eyrina í áttina inn að hafnargarð- inum, kom skarinn aðvífandí, og áður en varði höfðu svo sem átta eða tíu kríur dembt sér niður á veg- inn rétt fyrir framan bílinn. Þær íöðuðu sér þar um þveran veg svo skipulega, að þær voru eins og skák- menn á taflborði, og þegar bíllinn var alveg kominn að þeim, lyftu þær sér upp og settust aftur á.sama hátt nokkrum metrum fjær. Þetta minnti helzt á stráka, er leika sér að því að hlaupa undan öldu, sem veltur upp á sand. Ég kunni fyrst í stað tæplega að meta glettni fuglsins, því að ég var smeykur um, að slys kynni að hljótast af þessu. En ég komst fljótt að raun um, að kríunni var ekki ofviða að forða sér í tæka tíð. Það er svona að vera viðbragðsfljót- ur fugl og léttur á sér. Þessi sandeyri, sem krían hefur að leikvelli, nær meðfram öllum ósnum 5nn að Ólafsvíkurenni. En vegurinn er ofar, og verður ekki komizt inn úr eftir eyrinni. Þess vegna urðum við að snúa við til þess að komast leiðar okkar inn í Ólafsvík. Það er stutt síðan vegur var gerð- ur undir Enninu, sprengdur þar og grafinn ínn í kletta og grjótskriður, og nú er fljótfarið inn í Ólafsvík eftir breiðri og sléttri braut skammt ofan við flæðarmál. En grunur margra er, að þessi vegur kunni að reynast viðsjárverður. Þarna er hætt við grjótfiugi, líklega einkum í hlák- um og leysingum, og ekki er óhugs- sinni. Var það talið merkí þess, að þessi fóstri hennar hefði ekki verið henni að skapi. Samúel lagði fæð á Kristján, fóst- urbróðir sinn, og taldi hann hafa spillt fyrir sér við fósturmóðurina. Kristján var vitmaður og blíðmáll og tók Samúeli ávallt vel, ef fundum þeirra bar saman, sem oft varð. Ábúendur voru fjórir í Hergilsey um þetta leyti. En svo fluttist einn þeirra til Vesturheims, og bætti þá Kristján bóndi við sig hans ábúð og hafði undir helming eyjarinnar. Næst er þeir fóstbræður hittust, segir Kristján: „Hefur þú heyrt það, Sammi minn, að nú er ég búinn að fá hálfa Hergilsey til ábúðar?“ Samúel svarar: „Ó- nei. ekki hef ég heyrt það, en hitt veit ég, að þótt þú hefðir allt helvíti fyrir skál og himnaríki fyrir disk, þættistu samt ekki hafa nóg“ andi, að fyllur kunni að losna og steypast niður á veginn. Mér var hermt, að verkstjóri sá, sem stýrði vegagerðinni, fari í hverri viku und- ir Ennið til þess að hyggja að því, hvort hann sjái þess nokkur merki, að hætta kunni að vera á hruni úr stálinu. En hér er mikið í húfi, því að margir eiga leið um veginn, og þó mun hann verða miklu fjölfarn- ari en nú er, þegar fiskibæírnir í grenndinni stækka. Enn sem komið er hafa ekki orðið slys á þessum nýja vegi, og sízt er vert að hafa uppi illspár. En aðgæzlu er áreiöan- lega þörf. Annars hefur Ólafsvíkurenni lengi verið illræmt, og oft urðu slys á meðan farinn var þar fjöruvegur með gömlum hætti. Líklega hafi ófá- ir beðið bana af völdum steina, er ofan hrundu. Þar var Kristján Plum, bróðir kaupmannsins í Ólafs- vík, fyrir grjóti árið 1795, ásamt fylgdarmanni sínum, og einu sinni rotaðist hestur undir séra Helga Árnasyni, er prestur var í Nesþing- um fyrir og eftir síðustu aldamót. Slík slys ollu því, að nokkur óhugur var í sumum, er þeir áttu leið undir Enni. En ekki voru menn á eitt sátt- ir um það, hversu hyggilegt væri að haga ferðum. -Sumir, sem þar fóru á hestum, höfðu þann sið að fleng- ríða fyrir fjallið, aðrir álitu farsælla að fara hægt, en líklega hafa þeir þó verið flestir, er hvorki fóru hrað- ar né hægar en þeirra var vandi annars staðar. En fleira kom til en grjótflugið eitt, að Ennið þótti viðsjárvert. Þar var kallað reimt, og var skuggaverum úr andaheimi kennt um dauða sumra, er létu lífið á þessari leið. Trúlitlum nútímamönnum kemur aftur á móti tíl hugar, að hér hafi verið að verki sami draugurinn og olli tíðum slys- förum á Vogastapa og í grennd við Djúpavog og Akureyri sem sé brennivínstunnurnar í búðum kaup- mannanna. Víst er það að minnsta kosti, að mjög dró úr slysalegum manndauða á sjó og landi i kaupstað- arferðum í grennd við kaupstaðina, þegar endir var bundinn á brenni- vínssöluna. Það ir því rökstudd hyggja margra, að mannskæðasti draugurinn hafi fremur heitið Bakk- us en Móri eða Lal'i. XIX. Það er ekið inn í Ólafsvík nálega jafnskjótt og komið er fyrir Ennið. Bærinn er í dálitlum krika, sem horf- ir móti austri, og er bröngt um hann, því að undirlendi er lítið. Elztu bygg- ingarnar eru fyrir míðri víkinni, skammt upp frá flæðarmáli, en ný- byggingarnar teygjast upp eftir bungumynduðu holti, er fyllir að miklu leyti út i hvilft þá, sem er upp frá sjónum. Enn er talsvert undan-> T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 885

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.