Tíminn Sunnudagsblað - 11.10.1964, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 11.10.1964, Blaðsíða 8
FAÐIR MINN OS FLÓDHESTURINN Faðir minn áttl bújörð áti á kjarr- sléttunum í austanverðu Transvaal, svo sem þrjétiu milur frá Kriiger- þjóðgarðinum. Villldýr voru því dag- legir geatir umhverfis heimili okkar. Flestöll voru þau skaðrœðisgripir, hvert með sínum hætti. Sjakalar stálu kjúklingum frá móður minni, kúdúar rifu niður hagagirðingarnar, gíraffar flæktu hálsinn í símavírun- um og fyrir kom, að ljónin drápu kú frá okkur. Stundum voru þau mannskæð. Einu sinni át ljón smal- ann okkar í staðinn fyrír kvígu, og alltaf minnist ég þess með hryllingi, þegar ég greip upp grænleit sprek, sem sneri allt í einu upp á sig, hvæsti og beit míg í þumalfingur- inn. Gegn velflestum þessara villidýra háði faðir minn óaflátanlegt stríð Yfirleitt gekk hann með sigur af hóimi — nema þegar við flóðhestana var að eiga. Letaba-fljótið rann gegn um útjaðar landeignarinnar, og að vetrinum, þegar áin minnkaði til rnuna Jiiður frá, komu nykrarnir það an úr friðlandi sínu og settust að í landí okkar uppi með fljótinu. Það höfðu þeir alltaf gert. Þeir laumuð- ust þapgað um nætur, renndu sér ró'ega niður í hylji árinnar, og að því búnu kynntu þeir komu sína með dimmu og ástúðlegu bauli. Þetta gerðist árlega, og við þessi öskur hóf faðir minn að dansa af heift og bræði úti á garðsvölunum. Þetta ætl- aði að gera mig frávita af skelfingu. Hins vegar var ég aldrei hræddur við flóðhestana. sem engan þarf að furða, þar sem þeir voru í mílu vegar fjarlægð. Þótt ég væri þá aðeins átta ára hnokki, man ég vel, að ég hugsaði sem svo: „Ef þið sæjuð hann pabba mínn núna, flóðhestar, mynd- uð þið hypja ykkur burt sem hraðast. Iss, hann er alveg sharvitlaus!". Siálfsagt hef ég haldið, að faðir minn væri genginn af vitinu. En systir mín var of ung til þess að skilja þetta, og móðir mín lét sér venjulega nægja að varpa öndinnl. Þegar ég óx úr grasi, tók mér að skiljast, að hann var aðeins að veita reiði sinni í garð gestanna útrás með stappi sínu og öskri og heitingum um að senda alla nykra til neðsta vít is. Hann vissi sem sé — og senni- legt, að jafnvel flóðhestana hafi grun að það —, að hann gat ekkert aðhafzt. Og að þessu komst ég líka, þegar fram í sótti. í fyrsta lagi var stranglega bann- að með lögum að skjóta flóðhesta, og í öðru lagi var aldrei nokkra skepnu að sjá morguninn eftir komu þeirra, þegar faðir minn þrammaði niður til árinnar. Reyrgresí allt var rækilega bælt og brotið, og árbakk- inn var líkastur því, sem honum hefði verið rennt gegnum söxunarvél. En hvorugur okkar kom nokkru sinni auga á glampandi lend eða hressi- legan haus í grænu og. blækyrru vatni árinnar. Faðir minn staðhæfði alltaf, að dýrin væru á næstu grösum. Hann kvaðst finna á sér íhugult augnaráð svefnugra flóðhesta, sem feldust í kjarrinu á bakkanum hand- an árinnar. Stundum kom fyrir, að hann heyrði klúra hnerra eða rymj andi ropa, og þá varð hann enn reið- ari en áður. Svona gekk hann bölv- andi aftur og fram um árbakkann og manaði rXla flóðhesta að sýna sig, ef þeír þyrðu, þangað til móðir mín gerði honum þau boð, að maturinn væri kominn á borðið. Að öllum þessum formsatriðum frömdum var ekkert, sem faðir minn gat gert, nema að sjá um, að eldar væru kyntir umhverfis landareign- ina allar nætur. Venjulega forðuðu þessir eldar jarðargróðanum frá yf- irtroðslu nykranna, en allan þann tveggja mánaða tíma, sem þeir dvöld- ust á þessum slóðum ár hvert, var hann æstur í skapí og gustillur. „Þá væri skárra að fá yfir sig flýj- andi vísundahjörð," sagði hann einu sinni beiskum róm. „Maður sér þá að minnsta kosti. En þessir helvítis flóð hestar! Ég vildí óska, að ég fengi einhvem tíma færi á einum þeirra — rétt aðeins einum — með buxum ar niður um sig. Ég skyldi kenna ----------- ' ‘ L . Rivh'V;;'. t aon Ku9o s er fetíáur ér,6 1531 í i Transvaai í Suöur-Afríku í og óist upp á eystra !ög- Isagnarumdæminu, skamrrif' frá Kruger þjóögaröinum. Honum var því einkar til- tæk lýsingin á því er þessi saga gerist á, enda er hún talin meö snjallari sögum hans. Hann er nú yfirkenn ari vi3 enskudeild háskól- ans í SuSur-Afríku. ÁSur hafði hann veriS skóla- stjóri, bæo1: í heimalandi sínu og Lundúnum. honum, hver er húsbóndi hér. Fari bölvað, ef ég gerði það“. Það var á sunnudegi, sem honum varð að ósk sínni — það man ég alltaf. Flóðhestarnir höfðu haft uppi óskaplega háreysti nóttina áður. Hundrað organdi svín hefðu verið hreinustu næturgalar í samanburði við þá. Gusugangurinn og orgin, hrot urnar og hrinunar bárust alla leið heiiii tíl okkar, þetta var samfelldur, drynjandi djöfulgangur. Ærsl nykr- anna voru hemjulaus á stóru svæði við ána þessa nótt. Til viðbótar öllum þessum ódæmum, fóru hundar okkar tveir, sem bundnir voru bak við húsið, að spangóla af öllum kröft um. Faðir minn sá í anda heila hjörð af öskrandi flóðhestum ryðjast inn yfir gróðurlendi sitt, ef ekki jafnvel á ibúðarhúsið sjálft. Hann þrammaði fjórum sinnum allt í kringum land- areignina til að sannfærast um, að vinnumennirnír héldu öllum eldum við. En þótt hann tæki með sér stórt vasaljós og léti þjón, sem bar riffil, fylgja sér, kom hann þó aðeins auga á einn gráan díl, fljótandi á ánni, er hann beindi ljósgeislanum út á hana. Þegar hann kom heím í fjórða sinn, virtist hann vcra búinn að fá nóg af svo góðu. „Þeir mega éta það allt saman,“ rumdi hann þreytulega. „Hvað sem á gengur — ég skipti mér ekkert af því. Það ætti að vera nóg handa þeim að minnsta kosti. Svo sem smálest af tómötum á hvern kjaft. Ég vona . . .“ „Ó, Jón — ég er viss um að þetta fer allt saman vel,“ sagði mamma. „Ég vona, að þeír springi — það segi ég satt. Það vona ég sannar- lega.“ Faðir minn var lágmæltur. „Lalli,“ mælti hann við mig, „lok- aðu hundana inni.“ r frá ýmsum löndum - Suður-Afríka 944 T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.