Tíminn Sunnudagsblað - 11.10.1964, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 11.10.1964, Blaðsíða 9
Systir mín sagði um leið og ég gekk út: „Pabbi, eru nykrarnir með lykkju á rófunni, eins og svínin?" Þegar ég kom inn aftur, var hún grátalidi og faðir minn farinn að hátta. Morguninn eftir vaknaði ég við æðisgengin óp. Ég hentist upp úr rúminu og heyrði þá, að blökkumað- ur hljóp berum fótum gegnum garð- ínn upp að húsinu. Maðurinn hélt áfram að hljóða, en rak síðan upp brjálæðislegan hlátur..Ég þaut fram í ganginn og sá þá hvar Matíba, eldhússdrengur móður minnar, hékk uppi við dyrastafinn á svefnherbergi hennar og föður míns. Hann hló enn eins og vitfirringur. „Hvað gengur að þér, Matíba?“ hrópaði ég. Hann bara ranghvolfdi í sér aug- unum og hélt áfram að skríkja, þang að til pabbi opnaðí hurðina. „Hvað er um að vera?“ hreytti hann út úr sér. Matíbá gat ekkert annað en bent út í garðinn. Við þutum út á garð- svalirnar. Þetta var mjög árla morg uns, en þó komið svo nærri sólarupp- rás, að vel mátti sjá um allan garð- inn. Það hafði ekki sízt valdið skelf- ingu Matíba. Því svo sem til þess að auka áhrífin, hafði náttúran hagað svo til, að birtan féll níður milli trjánna og beint á fiskatjörnina. En í henni lá steinsofandi flóðhestur, hálfur niðri í vatninu og hálfur upp úr eins og hann væri í notalegasta sólbaði. Móðir mín kallaði: „Hvað er þetta, Jón?“ „Bara nykur,“ anzaði faðir minn undurrólega. „Er það hvað?“ „Flóðhestur sagði ég,“ svaraði pabbi. „Guð almáttugur!" sagði móðir mín. Eftir andartak kallaðí hún á ný: „Ilvar?" „f fiskatjörninni þiuni.“ Aftur sló þögn á mömmu, og nú varð þögnin lengri en áður. Svo stundi hún upp: „Aumingja gullfisk- arnir!“ Faðir minn hló víð stuttaralega. „Lalli," sagði hann svo, „sæktu riff- ilinn minn.“ Móðir mín var komin út á garð- svalirnar, þegar ég sneri til baka með byssuna. Hún var föl í andlití. Ég rétti pabba riffilinn. „Þú ætlar þó ekki að skjóta hann, Jón, eða hvað?" mælti hún. Faðir minn hnykkti rifflinum opn- um. „Ó, jú, það hafði ég nú hugsað mér,“ svaraði hann illskulega. Sólin hafði nú sveipað garðinn gullnum ljóma, og við gátum talið hverja einustu hrukku á hrygglengju gests okkar. Þetta var kálfur og hann ekki stór, aðeins svo sem átta hundruð pund að þyngd, og fyllti nákvæmlega út I tjörnina. Þetta var eins og kringl- óttri blöðru væri stungið niður í dós. Um leið og pabbi bar riffilinn upp að öxlinni, hreyfði nykurinn sig. Vatnið gusaðist út úr tjörninni, þeg- ar hann hreíðraði betur um sig í henni. Síðan geispaði hann, glennti sundur skoltana eins og ógurlegan hellismunna, svo að við okkur blöstu unglegar, en ægistórar augntennur dýrsins. Ég hélt niðri í mér andanum og beið eftir skothvellinum. „Hvernig ætlarðu að ná honum upp“? spurði móðir mín. Faðir minn kippti ofurlítið við, og rétt sem snöggvast var sem hann ætlaði að þrýsta á gikkinn. En hann gerði það ekki. Hann lét riffilinn síga með hægð. „Hvað sagðirðu?" spurði hann lágum rómi. „Hvernig ætlarðu að fara að þvi að ná honum úr tjörninni?" „Ofur-einfalt, góða,“ anzaði pabbi hinn þolinmóðasti. „Við bara drög- um hann upp“. „Það getið þið ekki.“ „Getum ekki?“ „Ykkur væri gersamlega um megn að draga upp þúsund punda risa- skepnu, án þess að eyðileggja fiska- tjörnina mína.“ Það sá ég á svip föður míns, að hér hafði mamma gripið á vanda- máli. „Við gætum límað hann sundur fyrst,“ stakk pabbi upp á. „Þið gerið það ekki,“ svaraði mamma ákveðin. „Ég vil ekki hafa, að neinir flóðhestar séu gerðir til í mínum garði, og hvað sem öðru líð- ur, álít ég það bæði ósæmilegt og hroðalegt. Þetta er bara kálfur." Faðir minn sagði bara: „Ef þig langar til að útvega gullfiskunum þínum leikfélaga, góða mín, þá segðu bara til og við lofum Júmbó litla að velta sér þarna framvegis." „Þetta er enginn Júmbó," sagði systir mín, sem komið hafði út. „Það er alveg rétt hjá þér, væna mín,“ varð mófur minni að orði. „Pabbi þinn er hreint og beint að gera sig hlægilegan." Nykurinn í tjörninni ropaði nú og það ekki blíðlega. „Nei,“ hélt mamma áfram. „Það, sem þú átt að gera, er að koma honum burtu, án þess að eyðileggja tjörnina eða blómin. Ég hef þrælað árum saman í þessum garði, og ég ætla mér ekki að standa hér og horfa á þig fordjarfa hann vegna þess eins, að þú getur ekki losað þig við einn nykurkálf." „Mér heyrist þér nú ekki vera al- vara,“ nöldraði faðir minn. Samt held ég, að honum hafi þótt vænt um það undir niðri að geta nú með góðri samvizku hætt við að bana dýrinu. „Matíba," sagði hann svo, „kallaðu á strákana." Þeldökku vinnumennirnir komu þjótandi út úr kofum sínum, ólmir og uppvægir. Við læddumst nú alveg upp að hliðinni á sofandi flóðhestin- um. Þegar við nálguðumst hann, heyrðum við andardrátt hans, djúp- an og hægan með ofurlitlum hrotum. „Nú!“ æpti faðir minn, og árásin hófst. Tuttugu piltar eða svo orguðu eins og orkan leyfði og lömdu tóm- ar blikkdósir, sem mest þeir máttu, en pabbi hleypti fimm skotum úr • rifflinum út í loftið. Að öllu saman- lögðu var þetta einn allra fjölbreyti- legasti og ánægjulegasti djöfulgang- ur, sem ég hef heyrt, enda var eins og rafstraumur færi um flóðhestinn. Hann reis á fætur í tjörninni. Vatnsdropar hrukku af honum eins og silfurperlur, og einmana gull- fiskur hrataði af lend hans niður í vatnið. Og svo öskraði hann. Okkur ægði svo þetta drynjandi baul, að við steinþögnuðum. Við störðum á nykurinn og hann á okkur. Það er eitthvað konunglegt við flóðhest, enda þótt kálfur sé. Okkur lá við að glúpna fyrir gremjulegu tillíti hans. Og sem við horfðum' þarna þöguiir á hann, saup hann hveljur, deplaði augunum og lagðist síðan aftur með hægð niður í tjörnina. Við hófum upp háreysti á ný, eins og sjálfsagt var, en þó hálfskömm ustulegir og með sýnu minni fítons- krafti en áður. Nema nú fór svo, að því hærra sem við grenjuðum og glömruðum, þess dýpra reyndi nyk- urinn að troða sér niður í tjörnina. Nú stóð ekkert upp úr vatninu, nema kringlóttur blettur af lendinni, eyru, augu og granir hans. Að hálfri stundu liðinni gáfumst við upp, þeg ar bert var orðið, að hann "svaraðí ekki með öðru en ólundarlegum hrotum og smávegis gusugangi, þótt við ýttum við honum með löngum stöngum. „Dugir ekki,“ hvíslaði pabbi, um leíð og hann sneri heim að húsinu, og þeldökku húskarlamir hurfu furðulega þögulir heim til kofa sinna. „Við verðum að hugsa upp eitthvað nýtt.“ Mikið voru allir þegjandalegir við matborðið. Jafnvel systir mín þagði. Hún gat þess með raunasvip, að róf- an á flóðhestinum væri ekki hringuð — síðan mælti hún ekki orð frá vör- ; um. Skömmu síðar fór móðir mín til kirkju, en áður en hún lagði af stað, 1 lét hún föður minn lofa því að bana 1 ekki nykrinum. Hann hét því, en þó 1 í önugum tón. Lengi morguns stóð pabbi þung- , búinn og starði á nykurinn í tjöm- ' inni. Loks mælti hann: „Við verðum að draga hann upp, hvað sem það I kostar." Svo fór hann að sækja bíl- 1 inn. Ók honum inn í garðinn og bak- aði hann millí trjánna, svo nálægt tjörninni sem komizt varð. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 945

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.