Tíminn Sunnudagsblað - 11.10.1964, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 11.10.1964, Blaðsíða 12
Þegar Isafjarðardjúpi, sleppir, er Arnarfjörður mestur allra VestfjarSa. ilann greinist aS innan í tvær deild- ír — nyðri álman heldur ArnarfjarS- irnafninu áfram, en kvíslast innst í Borgarfjörð og Dynjandivog, en sySri íúman heitir einu nafni SuSurfirðir. Er Bíldudalsvogur yztur þeirra, en BÍðan taka viS Fossfjörður, Reykjar- fjörður, Trostansfjörður og loks Geir þjófsfjörður, sem kunnastur er af Gísla sögu Súrssonar. Upp frá vesturströnd fjarðarins, meðan hann er enn óklofinn, ganga nokkrir. dalir inn í fjallgarðinn, sem skilúr Arnarfjörð og Tálknafjörð. þessir dalir heita einu nafni Ketildal ir og draga nafn af landnámsmanni sínum, Katli ilbreiðum, en hann var sonur landnámsmanns Tálknafjarð- ar. Landnáma segir stuttlega af Katli þessum: „Ketiil ilbreiður, sonur Þor- bjarnar tálkna, nam Dali alla frá Kópanesi til Dufansdals. Hann gaf Þórönnu, dóttur sína, Hergilsi hnapprass. Réðst hann þá suður í Breiðafjörð og nam Berufjörð hjá Revkjanesi." Þótt frásögn Landnámu sé ekki lengri en þetta — og láti reyndar ýmsu ósvarað, sem forvitnilegt hefði þó verið að fá að vita nokkur skil á, hafa ýmsir kunnugir menn talið ástæðu til að véfengja, að hún fari með rétt mál í öllu. Er þaS einkum frásögnin um stærS og landamerki landnámsins, sem menn vilja tor- tryggja, og bera þeir fyrir sig bæSi landfræðileg og söguleg rök. Ketildal ir hafa um langan ^ldur verið sér- stakt sveítarfélag, og hafa landa- merki hreppsins verið hin sömu svo lengi sem heimildir ná. Innri mörk hreppsins eru skammt utan við lít- inn, óbyggðan dal, sem Auðuhrisdal- ur kallast og er rétt utan við Bíldu- 'al. Innsti dalur hreppsins er því vesta, en síðan koma í réttri röð -ringsdalur eða Hrísdalur, þá Bakka lur, sem í öndverðu hefur heitið eitsdalur (Feigsdalur á afbökuðu útímamli) næst Austmannsdalur, íðan Kolmúladalur, sem nú er alltaf callaSur Fifustaðadalur, og loks Selár dalur. Utan viS Selárdal koma Ver- dallr og síðan Kópavík framan í nes- inu, en Selárdalur á land fyrir nesið allt og nokkuð inn með Tálknafirði að norðan, þar sem heita Selárdals- hlíðar. Ná þær allt að Kálfadal, "og eru þar hreppamörk. Er erfitt að sjá, hvernig þessi skipting hafi kom- izt á, hafi landnámið upphaflega ver- iS nokkuS annaS eins og Landnáma gefur í skyn. Sérstaklega eru mörk- in að vestan tortryggileg í Land- námu, því að hafi Selárdalur ekki eignazt hlíðarnar Tálknafjarðarmeg- ín strax í öndverðu, er erfitt að sjá, hvernig staðurinn mátti komast að þeim síðar. En hér er ekki staður til þess að rökræða um þetta efni frekar, enda verSur líklega seint skorið úr meS vissu, hvaS réttast muni í málinu. Úr hinu verður ekki heldur skorið, hvar í Dölum Ketíll ilbreiður tók sér búsetu, því að Landnáma lætur þess ógetið. Virðist mér þar geti verið um fjóra dali að ræða. Hringsdalur og Austmannsdalur koma naumast til greina, því að þeir eru til muna rýrastir og landkostaminnstir dal- anna, en í öllum hinum er vel hugs- anlegt, að landnámsmaður hafi valið sér búsetu. Líklegasti staðurinn virð- ist þó mörgum vera Selárdalur. Þar eru landkostir eins og þeir gerast beztir í hreppnum. Þar er lending góð Og skammt á fiskimið, og þar er sauðbeit með miklum ágætum. Og Selárdalur verður mjög snemma höf- uðból sveitar sínnar og kirkjustaður. Um ábúendur í Selárdal er ekki vitað fyrr en á 11. öld. Þá býr þar Bárður svarti Atlason, en hann er nefndur allvíða í Sturlungu og þá ekki síður niðjar hans ýmsir. Bárður svarti var í flokki með Þorgils Ara- syni, er hann átti í deilum sínum við Hafliða Másson, og eru þeír feðg ar, Bárður og Aron, sonur hans, nefndir „skilgóðir menn og margra göfugra manna vinir" í Þorgils sögu og Hafliða. Annar sonur Bárðar svarta í Selárdal var Sveinbjörn, fað- ir Hrafns Sveinbjarnarsonar á Eyri, sem nú heitír Hrafnseyri, en dóttur- sonur hans var Hrafn Oddsson lög- maður. Er þessi ætt nefnd Seldæla- ætt í bókum. Kirkju er fyrst getið í Selárdal í kirknatali Páls biskups Jónssonar, sem er tekið saman um 1200, en trúlega hefur kirkja verið reist þar miklu fyrr eSa fljótlega eftir kristní- töku. Selárdalur er meðal þeirra staða, sem Árni biskup Þorláksson nær einna fyrst valdi á, og bendir það til þess, að þá þegar hafi megin hluti jarðarinnar verið komínn í kirkjueigu. Elzti varðveitti máldagi kirkjunnar er frá 1354, og þá á kirkj an að minnsta kosti orðið allt Selár- dalsland eða, eins og það er orðað, „lönd öll mílli Líkastapa og Hafra- gils hins norðra". Likastapi er sér- kennilegur drangur skammt utan við Kolmúladal, og skilur hann nú lönd bæjanna Fífustaða og Neðribæjar í Selárdal. Hafragil er í Tálknafirði skammt frá Kálfadalsá, sem annars er yenjulega talin skipta löndum milli Selárdals og Krossadals í Tálknafirði. í 14. aldar máldögum er kirkjunni ekki talið annað land en heimaland- ið, en um 1570 hafa henni áskotnazt nokkrar jarðir, býlin Neðribær og Uppsalir í Selárdal, sem báðir standa á hinu upphaflega heimalandi, Grandi og Öskubrekka í Ketildölum, Arnarstapi í Tálknafirði og Krosseyri í Suðurfjörðum. Auk þess átti kirkj- an nokkur ítök annars staðar, skóg- arhögg í Geirþjófsfirði og síðar líka í Trostansfirði, hvalreka allan á Kírkjubólslandi í Kolmúladal, nema smáhveli, mótekjurétt í landi sömu jarðar og hvannskurð í Lokinhamra- tó á norðurströnd fjarðarins. Einn- ig mun, reki hafa verið talsverður á hehnalandi og drjúgt búsílag. Selárdalur þótti löngum með ágæt ustu brauðum, og prestar þar komust títt í álnir. Auðlind Selárdals var fyrst og fremst sjórinn, sérstaklega á þeim öldum, er fiskverð var hátt. Samkvæmt máldögum átti' Selárdals- kirkja tíunda hvern sívalan fisk, sem á land barst í landareign kirkjunnar. Nú voru fjölsóttar verstöðvar í Selár- dalslandi, bæði í Verdölum, nokkru utan við Selárdal, og eins í Kópavík framan í nesinu. Hafa því vertollarn- ir stundum orðið drjúgir og það ekki síður eftir að gjaldinu var breytt í fastagjald af hverjum sjómanni. Seg- ir í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, að úr Kópavík gangi stundum allt að 20 aðkomubátar og allt að 15 úr Verdölum, og hafa sað- komumenn þá eflaust verið nokkuð á annað hundrað. Við þessa útgerð bættist svo eigin útgerð frá Selárdal, en prestarnir byggðu jarðir kirkjunn ar í sveitinni og hjáleigurnar, sem risu upp í túnjaðrinum og niðri á sjávarbökkunum í Selárdal, yfirleitt með þeirri kvöð, að ábúandinn væri skyldur til að róa á skipum staðar- ins. ÁriS 1703 hafSi Selárdalsprestur til dæmis um 15 skylduháseta þannig til komna. Selárdalsprestar hafa ýmsír verið nafntogaSir í sögu þjóSarinnar. Þar sat til dæmis Gísli biskup Jónsson um áratugs skeið, en Björn, sonur Jóns biskups Arasonar, flæmdi hann þaðan burt. Einni öld síðar kemur 948 T t M I N N — SUNNUDAGSBLAB

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.