Tíminn Sunnudagsblað - 11.10.1964, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 11.10.1964, Blaðsíða 19
Júlíus Jóhannessori: Sýnd veiði, ekki gefin í fornsögum okkar er oft getið hvalreka vegna frásöguverðra at- burða, er gerðust á hvalfjörum. Menn deildu þar stundum um eignarrétt eða ofstopamenn réðust á réttmæta elgendur og drápu þá, en tóku af hvalnum eins og þeim sýndist. Síð- ar, er þjóðin bjó almennt við þröng- an kost eða hungur, þótti það hið mesta happ bjargþrota fólki, ef þau tíðindi bárust, að hvalur væri rek- inn að fjörum í nærliggjandi byggð- arlagi. Oft kom sú björg, er þörfin var mest á ísaárum. ísinn lokaði hval inn inní í fjörðum og flóum, þar til þeir fundu ekki nokkra vök og köfnuðu. Oft voru það litlir tann- hvalir, er fórust þannig hundruðum saman við eina fjöru, en stundum urðu stórir skíðhvalir heilum sýsl- um til bjargræðis.Þá misstu hvalveiða menn oft helsærða hvali, er drápust og rak að landi. Veturinn 1881-82 var kallaður frostavetur, vegna óhemju frosta. Frá áramótum voru sífelldar hríðar með frosthörkum, rak þá hafís inn Eyjafjörð inn að grunnum, en þar innar var lagís inn í fjarðarbotn, svo hvergi fannst auð vök. Þá bar það til í hríðarrofi 31. jan., að Jónatan Jónsson, bóndi á Þórisstöðum á Svalbarðsströnd, eygði þúst nokkra í í ísnum fram af Þórisstaðanesi. Fór hann að athuga þetta, og fann þar fullorðinn skíðhval, er hafði kafnað undir ísnum, en flotkraftur hans var svo mikill, að hann sprengdi upp þykkan ísinn. Nærri má geta, að fá- tækum bóndanum hefur fundízt þar hafa hlaupið á snærið hjá sér. Leit hann svo á, að sá ætti fund er fyndi, og marga björgina hafði hann sótt átölulaust á þessi mið, bæði fisk og sel. En nú gerðust þeir atburðir, er minntu á fornar deildur á hvalfjör- um, þótt nú væru hvorki spjót né axir höfð að vopni. Næstu jarðir norðan við Þórisstaði eru Sveinbjarnargerði og Garðsvík. Jarðir þessar átti Eiríkur Halldórs son bóndi á Úlfsstöðum við Loð- mundarfjörð, Sigurðssonar prests á Hálsi, Árnasonar bónda í Sigluvík. Höfðu jarðir þessar gengið í erfðum frá Árna í Sigluvík er kallaður var ,„ríki“. Rúmlega tuttugu árum áður hafði Eiríkur, þá nýkvongaður, tek- ið Garðsvík til ábúðar, en á fyrsta búskaparári missti hann konuna og hætti við það búskap. Nú var hann kvongaður öðru sinni og bjó í Húna- vatnssýslu. Umboðsmaður hans fyrir jörðum þessum var Edilon skipstjóri Grímsson frá Garðsvík, er þá var búsettur á Akureyri. Nú krafðist Edilon þess, að athugun færi fram á því, hvort öruggt væri, að hvalur- inn væri utan landhelgi þessara jarða. Var mælt, hve hvalurinn var langt undan landi. Úr Gerðisgili mældust 220 faðmar, en frá Garðsvíkurnesi 260 faðmar. Einnig mældust 260 SéS út SvalbarSsströnd. faðmar frá Brúnkollu, sem er fremst \ í skerjagarði, er gengur fram úr Þór- ( isstaðanesi. Var hvalurinn því mikið , framar en venjulegt er að telja tand- helgi jarða. En þá mundu einhverjir gömul lagaákvæði, er ekki höfðu ver- ið afnumin, að landhalgi jarða næði það langt fram, að séð yrði frá landi, hvort kviður eða bak snöri að landi á málsþorski, sem haidið væri út af borðstokk á báti. Var nú málsþursk- ur dreginn fram að hvalnum og máls- þorskur lagður út af borðstokk hans, en menn á landi látnir segja, hvern- ig fiskurinn snöri. Sumir þóttust ekki sjá neinn mun. Aðrir þóttust að vísu sjá mun á baki og kvið, en þorðu ekki að sverja það, að þeir sæu rétt. Virtist nú þrautreynt. að hvalurinn væri utan landhelgi Nokkru áður en Jónatan fann hvalinn, hafði hvalui haldið sig í vök fram af Nesi í Höfðahverfi, og þótt- ist Gunnar sonur Einars Ásmunds- sonar bónda þar hafa skotið i hann lensu. Taldi Einar líkur til, að þetta væri sami hvalurinn og myndi lens- an vera í skrokki hans. Um það var ekki hægt að segja. fyrr en hvalur- inn væri skorinn. Einar í Nesi var einstakur gáfu- maður og málafylgjumaður svo af bar, en oft gruriaður um græsku, eins og Hvamms-Sturla. Þegar Einar var ungur, var hann nokkur ár aust- ur í Múlasýslum, meðal annars á Úlfsstöðum. Síðan taldi hann til vin- áttu við það fólk, og mun hann hafa staðið með Edilon í hvalmálinu frá (Ljósm.: Þorstelnn Jósepsson). Hvalsaga frá Svalbarösströnd T I M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 955

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.