Tíminn Sunnudagsblað - 07.02.1965, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 07.02.1965, Blaðsíða 2
Stephan G. Stephansson kvað stundum kersknisbragi um þá. sem hann átti í útistöðum við. Einn slíkra braga var Gelliskvæði sem hér birtist. Komið, heíjum, sveinar söng, sækjum Nabal heim. í kvöld við hátíð höldum, heilsum pilti þeim. Berjum blikkdalla fast bjallan hringi dátt. Gellir bóndi giftur er og glömrum nú hátt. Honum sungið hafa æ hjartanæmust ljóð búfénaðarbjöllur, búrdallanna hljóð. Berjum blikkdalla fast o.s.frv. Hringi rifin klukka hver, klingi slitið fat, brúkum aldrað, ónýtt, allt sem hefur gat. Berjum o.s.frv. Gellir bóndi, gakktu út, gamlir vinir hér berja á blikkdallana brúðkaupskvæði þér. Berjum o.s.frv. Gellir bóndi gekk sig út, gesti komna sér, bauð þeim inn í búrið borða egg og smér. Berjum o.s.frv. Öllum þótti illt við þig eiga matarkaup. Gakktu inn, Gellir bóndi, gefðu oss heldur staup. Berjum o.s.frv. Pússunartoll þinn heimtum hér, hann skal fyrir treat, fram af friðdómara fór hún upp á krít. Berjum o.s.frv. Silfrið mitt og sálin mín, sem mér Mammon gaf, gullið mitt er guð ninn, ég geng ei trúnni af. Berjum o.s.frv. Hingað æða uxar tveir, öskra og hrista sig, erkienglar Mammons, sem eiga að vernda mig. Berjum. o. s.frv. Geilir bóndi, gættu þín, gömul naut eru rög, GELLISKVÆÐI ekki hót þér hlífa hrædd því eru mjög. Berjum o.s.frv. Dali hér þér takið :vo til að kaupa vín. Dregst ég upp og doðna deyðu sála mín. Berjum o.s.frv. Bessi og Leifi, mínir menn, moki dáltið til hérna í miðjum haugnum, í honum lúra vil. Hringjum líkhringing lágt, linni kæti og spaug Gellir bóndi að gömlum sið er genginn í haug. Komdu síðan, Svartur minn, sönglaðu kvæði á blað, sorphaugurinn svarti sortnar meir við það. Hringjum líkhringing iágt linni kæti og spaug. Gellir bóndi að gömlum sið er genginn í haug. Þessu kvæði svaraði kona ein í Norður-Dakota, Guðrún Þórðardótt- ir, fædd 1817, dáin 1896. Halldóra B. Björnsson tók saman 98 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.