Tíminn Sunnudagsblað - 07.02.1965, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 07.02.1965, Blaðsíða 10
því ævintýramenn frá Englandi og Skotlandi. Sérstakt félag var mynd- að í Lundúnum til þess að stuðla að mannflutningum til þessa land- svæðis. Af þessum sökum lengdist nafn bæjarins Derry, og hefur hann síðan verið kallaður Londonderry. Með þessum hætti varð. Úlster enskt hérað, og þegar þess er gætt, að það hafði verið tekið ránshendi af írskum mönnum, sem þar bjuggu fyrir, má nærri geta, hvaða tilfinn- ingar nærðust í brjóstum íra. Þeir, sem þangað fluttust, sátu því ekki beinlínis á friðstóli, og enn magn- aðist þjóðahatrið um allan helming. En nú höfðu Englendingar þó fengið því áorkað, að írland hafði skipzt í tvo fjandsamlega hluta. Skömmu síðar en þetta gerðist hófst borgarastyrjöld í Englandi. Karl konungur I átti í höggi við þingið. Mótmælendur og púritanar studdu þingið, og þeim fylgdu hinir nýju Úlsterbúa, og írar snerust auð- vitað á sveif með konunginum, þar eð þeir óttuðust um trú sína, ef hann lyti í lægra haldi. Árið 1641 reið enn ein uppreisnarbylgjan yfir írland, en nokkrum árum síðar braut Ólíver Cromwell hana á bak aftur með slíkri grimmd, að jafnvel var fáheyrt í skiptum Englendinga og íra. írar voru bókstaflega brytjaðir niður og þó einkum hinir kaþólsiku prestar þeirra. Enn í dag er Cromwells minnzt með miklum sárindum í írlandi, þótt meira en þrjár aldir séu liðnar síðan þessir atburðir gerðust. Þrátt fyrir það afhroð, sem írar guldu í þessum hildarleik, hóf næsta kynslóð nýja upp- reisn, er Jakob II leitaði stuðn- ings íra. Frá þeirri uppreisn eru frægust umsátrin um Lond- onderry og Hlymrek. frar sátu um Londonderry í fjóra mánuði, en náðu bænum ekki, þótt hungur þrengdi mjög að bæjarbúum, og Eng- lendingar settust um Hlymrek, þar sem írar vörðust ofurefli af miklu harðfylgi og gáfu ekki upp vörnina fyrr en þeim hafði verið heitið full- um borgararéttindum og trúfrelsi. Jafnvel konur tóku þátt í vörn bæj- arins í þessum umsátri, og enn eru sungnir í sveitum írlands söngvar um dáðir þeirra, sem vörðu bæinn. En Englendingar sviku samninga þá, sem þeir höfðu gert. Jarðeignaað- allinn, sem réð lofum og lögum á þingi því, er komið hafði verið á laggirnar í Dyflinni ,settu lög til refsingar kaþólskum mönnum og hnekkis írskum ullariðnaði. írskir leiguliðar voru hópum saman reknir af jörðum sínum, en aðrir ofurseld- ir miskunnarlausum fjárplógsmönn- um, er falin var innheimta land- skulda og skatta. Þessum svik- um hafa írar ekki gleymt fram á þennan dag frekar en grimmdarverk- um Cromwells. Þessir atburðir ollu því, að marg ir írar fiúðu land, einkum ungir menn, sem flykktust til meginlands- ins og buðu sig fram til herþjónustu í löndum, er áttu í höggi við Eng- lendinga. Hvar sem Eriglendingar háðu orrustur á þessum árum, voru írskir menn í óvinaliðinu. Jónatan Swift, höfundur hinnar frægu bókar, Ferða Gúllivers til Puta lands, var uppi á þessu tímaskeiði, og hatur hans í garð Englendinga má ráða af því, að hann sagði við landa sína: „Brennið allt, sem enskt er, nema kolin.“ Árið 1774 hófu nýlendumenn vest- an hafs uppreisn sína gegn Englend- ingum. Hvert skip af öðru sigldi vestur yfir hafið með enska her- hermenn. Hersveitir þær, sem til gæzlu höfðu verið hafðar í írlandi, urðu á brottu, ein af annarri, svo að þar voru nú nálegir engir enskir hermenn. Þó var sá orðrómur uppi, að Frakkar myndu ráðast inn í land- ið, því að þeir höfðu sagt Englend- ingum stríð á hendur. í þessum nauð- um komUst þær sættir á, að kaþólsk- ir menn í írlandi og þeir, sem ját- uðu mótmælendatrú, stofnuðu sjáif- boðaliðssveitir til þess að verjast Frökkum. írar fundu á ný mátt sinn, og Englendingar, sem óttuðust mjög, að til tíðinda kynni að draga i ír- landi að fornum vana, féllust á, að stofnað yrði óháð, írskt þing, enda lyti írland Englandskonungi eftir sem áður. Þessi tilslökun varð þó írum til iítillar blessunar. Jarðeignaaðall- inn hafði búið svo rækilega um sig, að hann hafði þingið í hendi sér, og enn var haldið áfram að þrengja kosti kaþólskra manna á marga vegu. Þótt til væru þeir menn í hópi mót- mælenda, sem vildu ráða bót á þessu, fengu þeir litlu áorkað. 106 T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.