Tíminn Sunnudagsblað - 07.02.1965, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 07.02.1965, Blaðsíða 12
V. Saxelfur sígur út í Norðursjó á milli lágra, mistraðra bakka, skol- dökk og meginbreið, komin langa vegu austan úr Risafjöllum til þess að týna sér í skauti veraldarhafsins. í skógivöxnum hlíðum Bæheimsfjalla eiga ungar stúlkur með sér hjal í rjóðri á bökkum hennar, þegar vinnu er lokið í litlum sveitaþorpum og sól- in er í i>ann veginn að ganga til viðar við ísarfell — hvíslast á leynd- armálum og gæla við drauminn í brjósti sér. En ofan við fenjalöndin á Norðursjávarströndinni hefur betta fljót fætt af sér borg: Þar er Ham- borg, heimkynni. kaupmanna og sæ- fara, öflugt borgríki að fé og fyrir- hyggju. Þar rigsa um stræti ríkir fcaupmenn og tilhaldssamir iðnsvein- ar í níðþröngum brókum með korða við hlið og stutta kápu með víðum lafandi ermum á öxlum. Virðulegir kirkjuhöfðingjar í svörtum kuflum fitla við gildar gullkeðjur á hálsi sér, þegar þeir aka hjá. Inni í kránum þruma barkaðir skipstjórar í leður- hosum yfir ölkrúsum, og það stirnir á stóra eyrnahringina í flöktandi skini eldsins í stó matreiðslumanns- ins. En úti á Saxelfi rorra breiðir, hásigldir kuggar með skotraufar á bæði borð, þar sem fallbyssur reka út kjafta sína. Þetta er að áliðnum /etri 1532. í einu hinna risháu húsa, sem slanda í röðum með stöllótta stafna með- fram þröngum götunum, situr ungur maður, nokkuð framandlegur í þess- ari umsvifamiklu háborg þýzkra kaupmanna, grannur, hávaxinn og ekki prjállega búinn, og handleikur fjaðrapenna. Þessi piltur, sem nú er kominn á bakka Saxelfar, hefur hing- að til þekkt Skaftá undir Síðu allra vatnsfalla bezt. Þetta er sem sé Giss- ur Einarsson frá Hrauni, kominn þeirra erinda til Hamborgar að sitja um hríð við þá menntabrunna, sem þar'eru beztir. Ögmundur biskup fól hann í fyrrasumar á hendur skipta- vinum sínum, Hamborgurum, og sendi hann yfir hafið, svo að hann megi vaxa að vizku og náð. Hann hefur tekið ástfóstri við þennan pilt, og hann horfir ekki á dalinn, þegar honum er Ijúft að reiða þá af hönd- um. Þó að margt gangi öfugt í Þýzka- landi, treystir hann því, að þetta óskabarn sitt og bróðursonur abba- dísarinnar í Kirkjubæ villist ekki af vegi. Og nú er Gissur Einarsson að skrifa velgerðamanni sínum: „Velæruverðugi herra! Viti yðar háæruverðugheit, að ég mun ekki gleyma, í hverju skyni ég er hingað kominn, víslega til þess að koma aft- ur lærðari og betri. Og til þess þér gerið yðar ekki ófyrirsynju von um mig, mun ég leggja mig fram af kost- gæfni við vefk mfn, eftir því sem framast megna . . ., að aldrei iðrist þér yðar tilkostnaðar. Guð varðveiti okkur yðar háæruverðugheit með heilbrigði." Þakklátssemin ólgar í brjósti þessa unga manns, sem hlotnazt hef- ur það hnoss, fátækum og umkomu- litlum, er harla fáum jafnöldrum hans gat fallið í skaut, og hann finn- ur á sér hvíla þá skyldu, að bregð- ast ekki trausti biskupsins í Skál- holti. Því fé, sem hann ver honum til menningar og ekki hefur verið skorið við nögl, skal ekki á glæ kast- að. Og vafalaust hlýnar grjótpálnum á biskupsstólnum í huga, begar hann les þetta bréf. VI. Það segir fátt af einum. Þó að Hamborgarar sigli ár hvert til ís- lands og liggi þar sumarlangt í búð- um sínum, kunna fæstir þeirra tíð- inda að segja af íslenzkum náms- pilti í útlöndum. Þeir skila bréfum, sem þeim hafa verið falin, selja mjöl, klæði og bjór, kaupa skreið og vinda síðan upp segl. En Gissur Ein- arsson sökkvir sér sumar og vetur niður í heilög fræði einhvers staðar úti í Þýzkalandi. Sjálfsagt reikar hugur hins mikil- úðga Skálholtsbiskups víða, þegar hann situr í náðum í biskupsstofu á síðkvöldum. Hann minnist þeirra, ungu mannanna, sem hann hefur tek- ið undir verndarvæng sinn, sumra heima á staðnum, annarra víðs fjarri, og gerir sér í hugarlund, hvers aí þeim megi vænta um lærdóm, fésýslu og mannaforráð, þegar elli færist á hann sjálfan. En svo gerist sá atburður, að ekki er lengur tóm til slíkra hugrenninga. Einn sumardaginn 1532 stígur reykj- armökkur mikill á loft yfir Skál- holtsstað: Dómkirkjan mikla stendur í björtu báli. Dumbrauðar logatung- ur sleikja snarkandi viði þessa helgá húss, og heitan gust frá eldhafinu leggur um hlöð og tún, þar sem staðarfólkið stendur agndofa í hvirf- ingum, sveitt og sótugt eftir voilr lausa baráttu við eldinn, og horfir á tortíminguna: Heilög Mária, misto- unna þú oss í nafni drottins, þíns lifandi sonar. Þegar glóðin er kulnuð í bruna- rústunum, er hafizt handa um að ryðja burt svörtum og sviðnum röft- unum, sem undizt hafa og brostið á ýmsa vegu í eldinum. Staðarmenn og bændur verða að láta hendur standa fram úr ermum, því að kap- ella verður að rísa upp, áður en vet- ur gengur í garð, svo að tíðasöngur falli ekki niður á biskupsstólnum, Ögmundur biskup er reint og snemma á ferli með ráðsmanni sín- um til umsjónar verkinu. Fleira er þó, er leitar fast á huga hans en vandkvæði þau, sem brunl Skálholtskirkju hefur haft f för með sér. Þessi missiri ber margt til tíð- inda í útlöndum. Hinn landflótta konungur Dana, Kristján II, hefur verið svikinn í tryggðum og hneppt- ur í varðhald, og snemma árs 1533 geispar keppinautur hans og föður- bróðir, Friðrik konungur I, golunni í einni af höllum sínum. Að vísu kallr ast það ekki alls staðar sorgarfregn, Biskupnum í Víborg hrýtur af vör- um sú fróma ósk, þegar honum er sagður dauði jöfurs, að hann kysi sér að vera djöfull, settur til þess emb- ættis að kvelja sál hans í helvíti. Þ$ hafa mektarmenn ríkisins ærnu að sinna innan endimarka þessa heims, og eitt af því, sem vefst fyrir þeim, er að leiða nýjan konung til sætis a hinn auða stól. Ögmundur biskup á enn einu sinni brýnt erindi yfir hafið. Hann þarf 108 TtHINN- SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.