Tíminn Sunnudagsblað - 07.02.1965, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 07.02.1965, Blaðsíða 21
til var ætlazt. Sendimenn konungs gátu ekkert samhengi fengið í letr- ið, því að dældir allar höfðu fyllzt af mold og stafirnir máðst undan fótum vegfarenda, sem um stiginn höfðu gengið. Næst kemur Runamo, en svo nefn- ist staður þessi, við sögu um 1800. Þá er ýmislegt um hann ritað, eink- um af prófessor nokkrum, Sjöborg að nafni. Hann ritaði ýmsar g’einar um rúnaristurnar á Runamo, íðast árið 1830. Um það leyti fékk dansk- ur biskup, Peter Erasmus Múller, áhuga fyrir þessu og hafði forgöngu um, að rannsókn yrði hafin. Tlann fékk íslenzkan fræðimann, Finn Magnússon, sem þá var einhver helzti rúnaskýrandi í Danmörku, til að takast á hendur ferð til þess að kanna rúnir þessar. Honum til að- stoðar var danskur jarþfræðingur, Forchhammer að nafni. Þeir félagar fóru til Runamo sumarið 1833, at- huguðu staðinn og gerðu uppdrætti af letrinu. Finnur hafði jppdrættina með sér heim, og var þá komið að höfuðverkefninu, nefnilega að lesa úr þessum torkennilegu, dularfullu táknum. Finnur glímdi lengi við hina miklu gátu, og leið langur tími, áður en nokkur lausn fengist. Þá gerist það síðdegis 22. maí 1834, er Finnur situr og rýnir í krotið, að hann fær þá hugmynd að lesa rún- irnar aftur á bak. Brá þá svo við, að hann gat viðstöðulaust esið orðið hiiltekinn og síðan hvert orðið af öðru, unz komin. var fram heil ísa undir bragarhætti þeim, er kallaður er Starkaðarlag. Taldi Finnur, að hér væri komin vísa úr kvæði, sem ort hefði verið um Brávallabardaga, en í þeim' bardaga féll Haraldur Iiildi- tönn. Hélt Finnur, að orðið hiil-tek- inn væri viðurnefni konungsins, hilditönn. Þetta kom einnig skrmmti lega heim við ummæli Saxos, því að hann segir, að Haraldur hilditönn hafi látið rista frásagnir af afrekum föður síns á stein í Blekinge, það hafi verið sami steinninn, sem hann talar um í formálanum fyrir bókinni. Vísan sem Finnur las úr rúnun- um, er þannig: HIILTEKINN RIICI NAM. . . GARðR INN HJO ULI EIT GAF VIGI OÞIN RUNAR HRINGR FAI FALL A MOLD ALF ASTAGOð OLA OÞIN OK FRI OK ASAKUN FARI (FARI) FJANDUM VARUM UNNI HARALDI ÖRIN SIGR. Reyndar eru hér sums staðar eyð- ur í, en Finnur lét sig ekki muna um að geta sér til urn orð í þær, svo að merking fengist í vísuna. Með þeim lagfæringum, sem hann gerði, yrði merking vísunnar eitthvað á þessa leið: Hiiltekinn tók við ríki, Garðr hjó rúnirnar, Uli vann eið. Óðinn helgi rúnirnar. Falli Hringr á jörð. Álfar, ástaguðir hati Ola. Óðinn og Freyja og ætt ása eyði, eyði óvinum vorum. Haraldi veitist mikill sigur. Sum þeirra nafna, ,em fyrir koma í vísunni, eru einmitt kunn úi frá- sögn Saxos af Haraldi hilditönn, t. d. skáldið Garðr, sem hér á að 'iafa rist rúnirnar, og Hringr og Oli sem báðir voru andstæðingar Haralds konungs. Þegar Finnur hafði komizt a< þess ari niðurstöðu, lét hann það veroa sitt fyrsta verk að tilkynna hana biskupnum, P E.. Múller. Biskup ritaði Finni þegar í stað svarbréf og lýsti þar ánægju sinni með þessa úrlausn, sem hann kvað hafa orðið framar öllum sínum vonum. Kvaðst hann vilja ræða nánar við Finn síð- ar um ýmis smáatriði, og bréfinu lauk hann með hjartanlegum heilla- óskum til handa Finni. bókmennt unum og sjálfum sér. Finnur hlaut mikið lof fyrir þessa lausn gátunnar og var um tíma all- frægur. Bjarni skáld Thorarensen, sem var mikill vinur Finns, orti lil hans kvæði af. þessu tilefni. Þar segir meðal annars: Björn Kristjánsson kaupmaður brauzt í mörgu og hugði á ýmis kon ar nýjungar. Sumarið 1896 fékk hann þriggja hestafla gufuvél frá Ham- borg og lét setja hana í teinæríng, er hann ætlaði að nota við fiskveið- ar á hinum dýpri oiðum. Var í frá sögur fært, að teinæringurinn gekk mun betur, begar gufuvélin var hann komin. heldur en þótt góðir ræðarar hefðu setið undir árum logni. En gufuvélin var líka nokkuð eyðslusöm: Hún brenndi fjórðungi úr kolaskippundi á klukkustund hverri, og þar að auki varð að kosta til olíu og tvisti. Þessi vélknúni teinæringur rór fyrsta róðurinn í ágústmánuði þetta sumar. Var Björn Kristjánsson sjálf ur með í förinni, bví að hann varð að annast gufuvélina, þar til hann hafði kennt einhverjum sjómann- anna, hversu með hana skyldi farið. Iléldu þeir vestur í Rennur svonefnd Að honum aleinn Finnur fer og hulinhjálminn frá hverri sleit rúnu þá. Heill sje þjer, Mímir Magnússon, rúnir. sem Rögnahropts rjeðir með visku opt. Finnur Magnússon samdi rnikið rit um rúnirnar í Runamo og gaf út 1841. Þar er að finna ýtarlega greinargerð um rannsókn iians og einnig allmikinn fróðleik um rúnir almennt. En stundum er ikjótt að uupast veður í lofti, og sú varð raunin á hér Skömmu síðar en Finnur gaf út rit sitt um Runamo, Kom fram á sjónarsviðið ungur, danskur forn- fræðingur, Worsaae að nafni. Hann birti árið 1844 ritsmíð sína, Runamo og Braavallaslaget, bar sem hann færir rök að bví, að hessi dulaifullu tákn á klettinum i Blekinge sét alls engar rúnir, heldur sprungur. sem til séu orðnar af völdum náttúrunn- ar. Hann sýnir fram á, að „rúnirn- ar“ hafi alls ekki "eglulega né rétta rúnalögun. þær séu allar hlykkjótt- ar og bjagaðar. Auk þess geti vísa sem þessi alls ekki verið til frá þeim tíma. sem gert var ráð fyrir, bæði með tilliti til máls og bragar- háttar. Skýring Finns fellur bannig um sjálfa sig og á ér ekki viðreisn- ar von, en Worsaae stendur eftir með pálmann i höndunum. og kenn ingar hans um Runamo standa óhaggaðar enn í dag ar og fengu sjötiu c fiórri sköíur og fjórtán lúður. (Heimild: ísafold). Vasklega "ert. Valgerður Ögmundsdóttir á Krögg ólfsstöðum í Ölfusi var mikil atorku kona ótrauð á ferðalögum og hug- rökk i bezta iagi. Henni auðnaðist það, er fáar konur gátu stært sig af: Hún bjargaði manni úi Ölfusá á myrkrj vetrarnóttu. Valgerður giftist áigurði Gíslasyni frá Bíldsfelli í Grafningi árið 1857, þá ung stúlka, og bjuggu þau allan sinn búskap á Kröggólfsstöðum og komu þar upp mörgum börnum. Með- al þeirra voru Ögmundur. skólastjóri í Flensborg í Hafnaríirði. Jón á Búr- felli og Engilbert á Kröggólfsstöðum. Árið 1883 dó Sigurður, en Valgerður lífði hann í nálega brjátíu ár. Hún dó á Kröggólfsstöðum 1910. Valgerður var ljói-tnóðir í Ölfusi í ÁB austan og vestan Gufuvél í teinæringi T 1 M I N N - SUNNUDAGSISLAÐ 117

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.