Tíminn Sunnudagsblað - 21.02.1965, Síða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 21.02.1965, Síða 4
Gata í Peklng, höfuðborg Kínaveldis og einni af mesti; borgum veraldar. ÓPÍUMSTRÍÐID Í r 1 1 Kfl NA Á sextándu öld hófu Norðurálfu- menn að leggja undir sig lönd í Afríku og Asíu, og á nítjándu öld var svo komið, að þeir höfðu ná- lega skipt þessum heimsálfum á milli sín. Var ýmist, að stjórnskipaðir menn stýrðu málum i nýlendunum með herlið að bakhjarli eða lönd- in komust í hendur auðfélögum, sem komu sér sjálf upp vopnuðum sveit- um til þess að vaka yfir hagsmur,- um sínum og halda landsmönnum f skefjum með blýi og stáli. Undantekningar voru þó frá þessu. Kína varð ekki nýlenda Norðurálfu- þjóða, enda gamalgróið ríki með sterka stjórn. Á nítjándu öld gerð- ust stjórnarhættir Kínverja þó reik- ulir, svo að Norðurálfuþjóðum hefði verið auðvelt að sundra ríkinu, en rígur og tortryggni þeirra á milli kom í veg fyrir, að þær legðust með þeim hætti á bráð sína. Þegar iðnbyltingin hófst og véla vinna tók að auka afköst, fór að bera á því, að markað skorti fyrir hinn nýja varning. Englendingar höfðu svælt Indland undir sig, og brátt vildu þeir færa sig upp á skaptið og ná tökum á viðskiptum við Kínverja. Árið 1792, í stjórnar- tíð Georgs III, afréðu Englending- ar að gera sendimenn á fund Kína- keisa'ra til þess að ryðja brautina. Þá ríkti þar öldungur, sem setið hafði á veldisstóli í hálfan sjötta áratug. Sjien Lúng, sem einkum hafði lagt stund á að glæða bók- menntir lands síns og færa út ríki sitt. Á hinn bóginn hafði hann hamlað verzlun útlendinga, sem náð höfðu fótfestu á suðurströnd lands- ins. Sjíen Lúng veitti sendimönnun- um ensku áheyrn, og keisarinn og gestir hans skiptust á dýrmætum gjöfum. En hann var ófáanlegur til þess aS slaka á verzlunarhömlunum. Hann skrifaði Georgi III bréf, sem tók af allan vafa: „Þú, ó konungur, ríkir handan við mörg brimsollin höf, og samt sem áður hefur hógvær löngun þín til þess að njóta ávaxtanna af menningu okkar knúið þig til þess að senda til mín virðuiega erindreka með orð- sendingu. — Þú hefur einnig sýnt hollustu þína mec því að senda gjaf- ir úr landi þínu. Ég hef lesið orð- sendingu þína. Kurleisleg orðatil tæki hennar hafa fært mér heim sanninn um virðingarverða auðmýkt þína, sem mér ber að hrósa . . . Við stjórn heimsins hef ég aðeins eitt markmið, sem sé að ná fullum yfirráðum og rækja ríkisskyldurnar — ókunnan og dýran varning hirði ég ekki um. Eg . . . hef enga þörf fyrir iðnvöru lands þins. Það hæfir þér, ó konungui', að virða vilja minn og tjá mér jafnvel enn meiri auð mýkt og hollustu framvegis, svo að þú fáir varðveitt frið og auðsæld í landi þínu héðan í frá með stöðugri undirgefni við hásæti mitt. Hlýð mér skjálfandi og sýn enga vanrækslu. Georgi III og ráðgjöfum hans kom þetta bréf dálítið undarlega fyrir sjónir. Ríki keisarans var stórt og voldugt, en það hvíldi á veikum stoð- um. Það var sundurgrafið af léyni- félögum, sem hét undarlegum nöfn- um — Hvíta liljan, Réttlæti guðdóms- ins, Hvíta fjöðrin, Himinn og jörð. Tilkostnaður við stjórn þeirra landa, sem keisarinn hafði brotið undir sig, var gífurlegur, eyðsla eins og frægum sigurvegurum hæfði og skattar mjög þungir. Og loks var þjóðfélagið allt í fornum skorðum, sem ekki hæfðu nýjum tíma né veittu svigrúm til auk- ins styrks. Á Vesturlöndum var haf- in hröð þróun, svo að þeim óx sí- fellt fiskur um hrygg. Um það bil sextíu árum eftir að keisarinn skrif- aði Georgi III hið fræga bréf, tróðir. Englendingar og Frakkar Kínverja niður í saurinn. Þegar Sjíen "Lúng dó árið 1796, var í rauninni Iokið kafla í sögu Kina. En það bar margt til tíðinda í Norðurálfu og Vesturheimi hin. síð- ustu ár aldarinnar, og þær bylting- ar og styrjaldir, sem urðu um þess- ar mundir, frestuðu því i fjórðung aldar, að vestrænar þjóðir létu Kína kenna aflsmunar. Englendingar áttu fullt i fangi með Napóleon. Árið 1816, skömmu eftir fall Napó- leóns, sendu Englendingar á ný erind reka ti) Kína. En þeim fataðist að fleygja sér réttilega á grúfu fyrir framan tigna menn, og keisarinn neitaði þeim um áheyrn. Þeim var skipað að verða á brott úr Iandinu. Þessir sendimenn fengu því engu áorkað. Samt sem áður höfðu tek- izt viðskipti við Kínverja: Opium- 148 T I M I N N — SUNN UDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.