Tíminn Sunnudagsblað - 21.02.1965, Page 7
I Lundúnum og Parfs sátu auðugir iðjuhðldar 03 stjórnmálamenn, lávarSar og greifar, — austur í Kína voru milljón-
Ir manna a^ farast af ópíumreykíngum. Þegar kínverska stjórnin gerSi gangskör að þvf að kveða niður ópíumsmyglið, fóru
Englendlngar og Frakkar með her á hendur Kínverjum og kúguðu þá til þess að búa við þessa ógæfu, svo að ekkl
skertist gróðl ríkismanna á Vesturiöndum.
1858, að Kínverjar fengu heimsókn-
ina.
En nú höfðu Frakkar einnig fund-
ið átyllu til þess að fara með her
á hendur Kínverjum. Þeir báru það
fyrir sig, að franskir trúboðar höfðu
verið drepnir í Kína. Tvö stórveldi
í Norðurálfu réðust því samtímis á
Kína, áður en uppreisnarmennirnir
frá Taiping höfðu verið kveðnir í
kútinn. Ríkisstjórnir Englands og
Frakklands reyndu meira að segja
að fá Rússa og Bandaríkjamenn með
í leikinn, þó að það tækist ekki.
Aftur á móti voru þeir ekki frá-
hverfir því að taka þátt í uppskeru-
hátíðinni.
Það var lítið um varnir af hálfu
Kínverja. Nýir samningar voru gerð-
ir, og stórveldin, sem þessa samn-
inga gerðu við Kína, fengu ný for-
réttindi og fleiri hafnir til frjálsra
afnota.
Eri sagan er ekki búin. Loka-
þáttur þessa ófriðar er eftir. Það
var ákveðið, að samningur sá, sem
fjórveldin þröngvuðu upp á Kína,
skyldi staðfestur í Peking innai
eins árs. Fulltrúi Rússlandsstjórnai.
kom landleiðis til Peking þessara er-
inda, en Englendingar, Frakkar og
Bandaríkjamenn sendu fullti'úa síná
sjóleiðis, og höfðu þeir hugsað sér
að fara á skipum sínum upp ána
Peihó alla leið til höfuðborgarinnar.
Nú hittist svo á, að uppreisnar-
menn höfðu sig mjög í frammi í
grennd við Peking um þessar mund-
ir, og höfðu virki verið reist við ána.
r I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
151