Tíminn Sunnudagsblað - 21.02.1965, Side 8
Utan viS borgina Lan-sjú í Kansúfylki í NorSvestur-Kína er legsta'Sur 109
manna af Sung-ættinni, sem drottnaSi frá 960-1279.
Af þessum sökum fór kínverska
stjórnin þess á leit við hina út-
lendu sendifulltrúa, að þeir hættu við
að sigla upp 'ána, en færu í þess
stað landveg til höfuðborgarinnar
miklu norðar. Fulltrúi Bandaríkja-
manna féllst undir eins á þetta. En
öðru máli gegndi um fulltrúa Eng-
lendinga og Frakka: Þeir þverneit-
uðu að breyta fyrirætlun sinni og
kváðust ekki hirða um siglingatálm-
anir Kínverja. Þeir héldu á bátum
SÍnum upp ána og hugðust sigia
fram hjá virkjunum, hvort sem það
yrði með góðu eða illu. Virkisstjór-
arnir hófu skothríð, og svo fór, að
bátarnir urðu að hrökklast aftur nið-
ur ána eftir mikil áföll.
Stjórnir Englands og Frakklands
urðu æfar, er þetta spurðist — og
kváðu skipin hafa haft uppi friðar-
fána. Nýjar hersveitir voru sendar
til Kína til þess að hefna þessa at-
burðar. Þær héldu inn í Peking ár-
ið 1860, og hefndin varð sú, að þær
rændu sumarhöll keisarans, Júen-
Míng-Júen, og brenndu hana síðan.
Þetta var fegursta bygging Peking-
borgar og sannkölluð listasmíð, er
að fullu hafði verið lokið á átjándu
öld á stjórnarárum Sjíens Lúngs. í
þessari höll var saman komið allt
það, sem Kínverjar áttu fegurst og
bezt á sviði lista og bókmennta —
forn verk úr bronsi, frábærir postu-
línsmunir, sjaldgæf handrit og bæk-
ur, málverk og myndir og yfirleitt
hinir ágætustu dýrgripir á sviði allra
þeirra listgreina, sem Kínverjar
höfðu stundað af alúð og fágun í
þúsund ár. Allt fór þetta forgörðum.
Englendingar og Frakkar gerðu sig
seka um það að bera eld að sum-
arhöllinni og halda bállnu við í
marga daga. Þjóðir austur þar voru
því vanar, að hersveitir færu með
morðum og manndrápum, ránum og
nauðgunum. En þvílíkt menningar-
hatur, slík brenna listaauðs af ráðn-
um huga, var fágætt fyrirbæri. Það
var því sízt að undra, þótt Kínverj-
ar, sem áttu að baki sér þúsund ára
gamla, rótgróna menningu litu á þess
háttar gesti sem gersamlega siðlaus-
an villimannamúg, sem ekki kynni
annað en myrða og tortíma. Her-
mennirnir frá Evrópu skipuðu sér
með þessu við hlið Húna og annarra
þeirra fornaldarþjóða, sem þyngstan
áfellisdóm hafa hlotið fyrir tilgangs-
lausa tortímingu menningarverð-
mæta.
Og það voru ekki óðir og fávísir
soldátar, sem gerðu þetta upp á sitt
eindæmi í óþökk foringja sinna.
Þetta hafði verið ákveðið fyrirfram
af mönnum með embættisábyrgð í
þvi skyni að storka og ögra Kín-
verjum. Hvað varðaði þá um það,
þótt valin listaverk, sem dregin
höfðu verið saman í mörg hundruð
ár, færu forgörðum? Kínversk list og
menning var þeim fánýti og hégómi.
Skipti það nokkru máli, þótt þeir
kölluðu hatur og fyrirlitningu Kín-
verja yfir kynstofn sinn um lang-
an aldur? Þeir voru sjálfir örugg-
ir í skjóli vopna sinna og fallbyssu-
báta.
(Helzta heimild: Glimpses of
World History eftir Jawa-
harlal Nehrú.)
Shanghai, ein af stórborgum Kína og mjög mikilvœg iðnaSarborg, er skammf
sunnan viS mynni Bláafljóts. Þetta var ein þeirra borga, þar sem NorSurálfir-
m>nn bjuggu um slg.
152
TlHINN - sunnudagsblað