Tíminn Sunnudagsblað - 21.02.1965, Page 9

Tíminn Sunnudagsblað - 21.02.1965, Page 9
Pierre Bassott: Hinn fímmti dagur Innan um allan þennan nafn- lausa, múg, sem dróst áfram dauð- Vona af þreytu og starði niður fyr- ir fætur sér með vonleysið í augum, sá liann allt í einu andlit, er brosti til hans. Bros af mannlegum vör- um, meðan höggum rigndi frá hægri og vinstri, og allir voru hætt- ir að hugsa um annað en það eitt að reyna að verjast þeim. Yfir ásjónum þeirra beggja hvíldi hin sama ró. Líklega var það ástæð- an til þess, að hinn hafði brosað til hans. Warnette var viss um það. En þá reið hrikaleg alda yfir þetta Úfna mannhaf, og þeir misstu sjón- ar hvor á öðrum. Þá tók í höfuðið af hrottalegum öskrum varðmannanna eins og Ihnefaihögg væru. Á hliðargötunni Stóðu opnir lestarvagnar og inn í þá var hópurinn rekinn. Verðir orguðu enn grimmilegar og létu riffilskepti sín og byssu- stingi ganga af handahófi á hópinn, sem barðist um til þess að komast undan þeim. Margir fang- anna hnigu niður. Þeir, sem á eft- ir komu, reyndu að forðast að stíga ofan á þá. En verðirnir grenjuðu, og sársaukinn undan skeptum og Stingjum gerði þeim ókleift að sneiða fram hjá. Auk þess voru allir of þreyttir til þess að geta lagt það á sig. Svo þeir gengu beint yfir líkami fallinna félaga sinna og tróðu þá hægan og seinan til bana. Warnette vó sig upp í vagninn, þrýst áfram af þeim, sem á eftir fóru, og ýtti á þá, sem á undan voru. Þetta var eins og hægfara hraunstraumur, gerður af líkömum mennskra manna, er flóði, rann og bullaði — hver líkami rakst á ann- an, þokaðist fram á leið og fyllti vagnana. Ein aldan hafði aðskilið þá, önn- ur bar þá saman að nýju. Warnette vissi ekki fyrr til en hann stóð við hlið mannsins, sem hafði brosað til hans, og olnbogar þeirra rákust sam- an. Hann brosti á ný, og Warnette gal( í sömu mynt. Hann var viss um, að þessi maður bjó yfir sömu hugarrósemi og hann sjálfur, var gæddur sömu lífsgleði og hann hafði sjálfur átt. Sí og æ var föngunum þrengt þéttar saman. Þeim' var þjappað svo þétt, að þeir önduðu hver upp í annan. Hinn hélt áfram að brosa. Warnette vissi, að maðurinn hugsaði eins og hann sjálfur, að þeim væri óhætt í þessum kassa með hundrað og fimmtíu samföngum sínum, bein- línis af því, að þeir voru þarna i kringum þá. Nokkrir hinna reyndu að setjast niður, þegar þeir komu inn í vagn- inn, en urðu þess brátt vísari, að þeir yrðu troðnir undir, ef þeir væru í þeim stellingum. En er þeir reyndu að rísa á fætur að nýju, reyndist það ógerningur, því að holskefla mannlegra líkama hafði lokazt yfir höfðum þeirra, svo að ekki varð um þokað. Dyrum vagnsins var skellt aftur og þær innsiglaðar, og öskur varð- liðsins virtust nú berast frá öðrum og fjarlægari umheimi. Þeir litu hvor á annan. Andlit þeirra báru sömu ummerki. Svipur beggja hafði verið markaður sams konar pyntingum, sömu raun. Warnette brosti. „Þú hefur misst allar tennur?“ mælti hann spurnarrómi. „Flestar." anzaði hinn. „Hvernig er með þig?“ Warnette opnaði munninn. „Þó segi ég. dagsatt, að það hefur ekki þyngsta kvölin verið,“ hélt kunningi hans áfram. Þeir brostu hvor til annars á ný. Sami lagsmennskubragurinn birtist á bólgnum, öróttum og óhreinum andlitum þeirra beggja, bros tveggja í sömu sekt. Þeir fundu óljósan mun á sér og hóp þeim, er nú hristist umhverfis þá í kassanum. „Ekki svo afleitt núna,“ sagði Warnette. „Alls ekki svo slæmt.“ Lestin tók að hreyfast. „Komnir af stað,“ mælti hinn. „Já,“ anzaði Warnette. Þeir héldu áfram að brosa, og það var sem birtu slægi yfir illa farin andlit þeirra, líkt og þeim hefði með nokkrum hætti tekizt að losá sig úr viðjum óttans. Warnette leið nú betur. Ilann hallaði sér í þægilegri stellingar inn á milli mannabúk- Pierre Basson er nú | kominn fast að fimmtugu., fœddur í Saint-Chamond l Loirehéraði á Frakklandi. Hann gaf út litla Ijóðabók um þa& leyti, er hann varð s túdent. Síðan gekk hanv l fótgönguliðssveit, er gegndi þjónustu á Fíla- beinsströndinni, hvarf svo aftur til Frakblands og gaf ít aðra Ijóðabók, en gekk aftur í herþjónustu. Var hertekinn við Meuse i mai árið 1940, en tókst að flýja úr fangabúðum Þjóðverja. Síðan hefur hann gegnt ýmsum störfum og gefið út skáldsögur og leikrit, Hann er kvæntur og á tvær dœt- 'jr. anna eins og hann væri að búa sig undir langt ferðalag. „Úff, þú ert að kremja mig,“ sagði einn mannanna. „Gættu að þér, gættu að þér,“ mælti annar í á'sökunarrómi. „Afsakið,“ sagði Warnette með hægð. Síðan festi hann hugann við hrynj- andi lestarinnar, er hún silaðist þung stíg leiðar sinnar. „Réttu mér höndina," mælti vin- ur hans. Og Warnette fann hönd, sem leitaði hans. Hann tók brauð- molann, sem lagður var í lófa ha: . og bar hann að vörum sér, svo að lítið bæri á. Er hann tók að tyggja molann, varð honum fyrst Ijóst, hversu hungraður hann var. En hann vék þeirri liugsun frá sér. Honum varð heitt um hjartarætur. „Hvenær náðu þeir þér?“ spurði Warnette. Þetta var allt að lagast, það var hreint ekki svo afleitt. Hann átti hér góðan ferðafélaga, samstilltan hug, er vissi nóg til þess að kunna vel að meta hinn skammvinna gálga- frest, sem fram undan var. Hann tuggði í ákafa og varð að beita sig hörðu til þess að kyngja ekki bit- anum á augabragði. Hann velti hon- um uppi í sér æ ofan í æ og bland- aði hann munnvatni sínu til að við- MtoMlim ga frá Frakklandi TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 153

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.