Tíminn Sunnudagsblað - 21.02.1965, Side 10
halda bragðinu. Munnvatnið var hon-
um sem gleðitár.
„Hvenær náðu þeir þér?“ spurði
Warnette á ný.
„Fyrir fimmtán mánuðum," svar-
:aði hinn.
Warnette blístraði í hljóði. Fimm-
tán mánuðum. Hann skildi, hvað það
þýddi.
Grænleita birtu bar á skaðskemmd
andlit þeirra, sem í vagninum voru,
líkast því sem þeir væru komnir nið-
ur á sjávarbotn í órofaflækju af
rotnuðum marhálmi. Warnette
fannst jafnvel andlit þessa vinar
síns líkast ásjónu drukknaðs manns.
Drættir þess voru þó rólegir og
ákveðnir, og augun, ögn útstæð, voru
einlæg og hreinskilin. En brúnirn-
ar voru merktar blóði eftir mikla
barsmíð.
„Við eigum langa ferð fyrir hönd-
um,“ hrökk út úr Warnette.
„Lítur út fyrir það.“
Þeir voru enn sannfærðari um það
en áður, að þetta yrði löng ferð.
Einhvers staðar úr rökkvuðum
vagninum heyrðust umbrot og óp,
þungar og þjáningarfuliar stunur.
Þetta kom utan úr horni.
„Gefið honum loft, gefið honum
loft. Hann er að deyja.“
Fangar þeir, er stóðu umhverfis
hinn deyjandi mann, reyndu að rýma
til, svo að hann mætti fá ofurlítið
andrúmsloft. En mannabúkarnir voru
eins og sandkvika. Það er unnt að
ýta henni frá sér með öxlum og baki,
en hún sígur aftur að. Þessi. lifandi
hraunstraumur flóði óaflátanlega inn
í hverja minnstu glufu, og þeir, sem
reynt höfðu að færa sig aftur á bak,
hættu fljótlega svo gagnslausrj til-
raun. Fylkingar færðust saman á ný,
og maðurinn hneig í andarslitrum
niður í nafnlaus og loftvana djúp.
Stuna hans brast eins og bóla.
„Allt þetta fólk . . .“ tuldraði
Warnette og benti á þröngina kring
um sig. Hinn brosti við. Ekki gat
hið sama átt við „allt þetta fólk“,
þar sem engum samanburði varð hér
við komið.
„Hvað stundaðir þú?“ spurði War-
nette.
„Vann í Iögfræðiskrifstofu."
„Það mun rétt vera.“ hugsaði
Warnette, „hann lítur út fyrir það.“
„Ertu kvæntur?"
„Já. Tvö börn — drengur og
telpa.“
„Ég á bara eitt. Telpu.“ Hann
varð að hugsa sig um til þess að
muna það. Þá spurði hinn:
„Hvað starfaðir þú?“
Vatnið var enn að koma fram í
munninn á Warnette. Dásamlegt að
hafa þetta brauðbragð uppi í sér.
Hann var ofurlítið upp með sér,
þegar hann svaraði spurningunni:
,Ég var ekki í neitt svipaðri vinnu
og þú. Þvert á móti því öllu“
„Ég skil,“ anzaði hinn. „í þínu
starfi hefur ekki verið neinn tími
til viðskipta."
Þetta var satt. Það var ekki unnt
að”~stunda atvinnu og gegna her-
þjónustu samtímis. Warnette hafði
kosið að berjast íýrir góðan mál-
stað, og hann var hreykinn af því.
Hann fann brjóst sitt svella og blóð-
ið renna hraðar um æðarnar. Þó
furðaði hann á sjálfum sér. Hann
hafði ekki varpað sér út í baráttuna
fyrir sakir þeirrar heitu sómatil-
finningar, er fór um æðar hans.
Honum varð litið til vinar síns.
Þrátt fyrir örin á andliti hans, hvíldi
hógværð yfir því, eðlislæg góð-
mennska, og framstæð augun ljóm-
uðu af manngæzku. Svona piltur
hlaut að hafa getað haldið starfi í
lögfræðiskrifstofu svo lengi sem
hann langaði til, án þess að nokk-
ur hefði neitt á móti því. Mikið var
hann annars líkur meinlausum verzl-
unaraaanni. Og það var eitt af því,
§em þjóðskipulagið krafðist.
„Var þér ekki illt í maga?“ hvísl-
aði Warnette.
Brosið hlýja dofnaði á andlitinu
með augabrúnirnar blóðstokknu:
„Ekki þegar þeir kölluðu upp nafn
ið mitt áðan,“ svaraði hann.
Warnette svaraði engu. Hann vissi,
við hvað var átt. Hann þekkti kvíð-
ann fyrir að vera kallaður út úr
hópnum, heyra nafn sitt kallað í
fangelsisgarðinum. Síðan er maður-
inn rekinn inn í lítið og einangrað
herbergi, þar sem tveir hörkulegir
og herðabreiðir náungar bíða með
grimmdarlegum górillusvip. Hann
var því kunnugur er svo stóð á,
hversu unnt var að halda dauðahaldi
í þá von að finna rakblað falið í
dýnu. Og við langdvalir í slíkum
klefum hafði hann með einhverjum
hætti öðlazt þrek til þess að þrjósk-
ast við að tala, með því að telja
sér trú um, að hvað sem öðru liði,
þyrfti hann ekki að ganga undir
aðra yfirheyrslu. Því í klefa sínum
næstu nótt, gæti hann forðað sér
frá öllu þvílíku. Það var notaleg til-
hugsun að geta skorið á slagæðina
og látið hjartablóð sitt fjara út með
hægð á milli þeirra skelfingarstunda,
er þessi ruddamenni tóku hann að
sér.
Sú hafði þó orðið raunin á, að
þeir settu hann í annan klefa. Nú
var hann ekki lengur í einangrun.
Þarna var tylft annarra manna hjá
honum. Fyrir þær sakir leit allt bet-
ur út fyrir hann. Hann var í hópi.
Því hættan er ævinlega mest fyrir
þann, sem er einn síns liðs.
Áf sömu ástæðu fann hann nú til
öryggiskenndar hér í þessum lestar-
vagni, innan um eitt hundrað og
fimmtíu nafnleysingja, sem hann
þekkti ekki höfuð né sporð á. Hann
var ekki lerigur sérstakt herfang út
af fyrir sig. tfissulega er unnt að
murka niður manngrúa með
vélbyssu, en það er allt öðru-
vísi en hitt, er nafngneindurr
einstaklingur stendur einn frammi
fyrir kvölurum sínum, sem
af djöfullegri ánægju hafa ákveðið
að draga upp úr honum allt, sem
hann veit, og eru þegar teknir til
að beinbrjóta hann og húðfletta.
Lestin brunaði áfram í brennandi
sólarhitanum. Svækjan var þegar far-
in að höggva skörð í hópinn — þeir
sem veikastir voru fyrir, hnigu nið-
ur.
Þeir Warnette og félagi hans
brostu vorkunnsamlega að mönnum,
er kveinuðu út af því einu, að þeim
skyldi vera þrengt saman, hálfu öðru
hundraði talsins, í einn og sama lest-
arvagn, á leið til ókunns ákvörðun-
arstaðar, án matar og drykkjar. Þeir
vissu áreiðanlega ekki, hvað það var
að vera tekinn fyrir sem alls vana
einstaklingur. Þeirra voru þó for-
réttindin að vera óþekktir, aðeins
hlutar af heildarmúg. Þeim fannst
verið að gera út af við sig einung-
is með því að reka þá úr einu
troginu í annað.
„Hvers vegna hættið þið ekki að
kvarta?" hrópaði Warnette til þeirra,
„og reynið að koma á reglu? Það
er betra en þetta víl.“
Það var rétt eins og hann hefði
rekið þeim löðrung. Einhverjir hróp-
uðu í ásakandi andmælarómi:
„Hvernig heldurðu, að við getum
komið á reglu? Við, sem getum ekki
einu sinni hrært handleggina."
Þetta var satt. Það var ekki unnt
að hreyfa sig.
„Stillið þá^ skap ykkar, það er
höfuðskilyrði fyrir röð og reglu,“
mælti Warnette.
„Eina leiðin til þess að bæta skap
mitt er sú, að komast úr þessu hel-
víti,“ svaraði annar.
Warnette gafst upp. Þeir skildu
ekki þetta. Þeir höfðu ekkert verra
til samanburðar.
Það dimmdi af nóttu. Hin dauf-
græna dagskíma í lestarvagninum
breyttist í kolamyrkur.
„Fimmti dagurinn verður verstur,"
hrökk út úr vini hans.
Warnette kinkaði kolli. Honum
þótti vænt um að mega ferðast með
manni, sem auðsjáanlega var öllum
hnútum kunnur. Þeir brostu hvor
til annars. Báðir áttu þeir mur.n-
vatn uppi í sér og vissu, hve dýr-
mætt það var. Þess myndu þeir
sakna sárlega á fimmta deginum. Þá
myndu hinir óhraustari vera dauð-
ir og deyjandi allt í kringum þá.
En þeir myndu geta þraukað það af.
„Það er sálarþrekið, sem allt velt-
ur á,“ mælti Warnette og túlkaði
með því það, sem báðir höfðu verið
að hugsa um.
Utan úr horni heyrðist reiðilegt
154
IÍM1NN - SUNNUDAGSBLAÐ