Tíminn Sunnudagsblað - 21.02.1965, Blaðsíða 11
kjökur. ungur maOur gat ekki orða
Íundizt: „Þetta er ómögulegt. Þeir
eta ekki látið oktetr afskiptalausa
lla nóttina, án þess að gefa okkur
vo mikið sem vatnsdropa."
Þeir litu hvor til annars, Warn-
?tte og vinur hans. Vesalings dreng-
Urinn. Hann var ekki lífsreyndur.
Sumir fanganna reyndu að setjast
eða leggjast niður, hver ofan á ann-
án. Hópurinn virtist nú heldur láta
Sefast. Öldugangur þessa mannhafs
kyrrðist um sinn.
„Þeir vilja leita hvíldar of
snemma,“ varð hinum að orði.
„Þeir vita ekkert um þetta,“ anz-
aði Warnette.
„Og okkur þýðir ekki að segja
þeim neitt, þeir hlusta ekki á það.“
„Nei, ekkert."
Warnette velti uppi í sér þessum
tveim þungu atkvæðum, ekkert, eins
og hann hafði gert með brauðmol-
ánn. Ósjálfrátt velti hann þeim aft-
ur og fram á tungunni, geymdi þau
pppi í sér eins og tákn um vernd
þá, er þau virtust lofa.
Nóttin umvafði þá óralöngu faðm-
lagi óminnisins.
„Lestin staðnæmist. Ég vissi, að
svo hlaut að fara.“ Rödd unga manns-
Íns kvað við á ný. Nú var hún gleði-
iróður hinnar fyrstu morgunskímu.
Lestin nam staðar. Nú hófust um-
þrot í öllum vagninum, því að allir
reyndu að ryðjast til dyra. Blótsyrði,
hróp og heitingar.
„Þú verður að gera þeim þetta
skiijanlegt," sagði hinn. „Þá munu
þeir standa kyrrir á morgun, hver
a sínum stað, þó að lestin hægi á
gér. Þá troðast þeir ekki hver yfir
annan.“
Þeir, er næstir stóðu dyrunum,
Íömdu á hurðina, þangað til blóðið
agaði úr hnefum þeirra. Aðrir eyddu
munnvatni sínu í óhljóð.
„Þeir ættu að spara þrótt sinn til
fimmta dagsins,“ mælti hinn.
„En þeir kunna ekki skil á þessu,“
svaraði Warnette.
Ungi maðurinn hljóðaði æðislega:
„Eftir hverju eru þeir að bíða?
Hvers vegna hleypa þeir okkur ekki
Út hér?“ Þessi rödd var áþekkust
lambsjarmi. Warnette kenndi í
brjósti um liann. Hann fann sér skylt
að vara piltinn við að reyna svo
mikið á sig, ef hann vildi sleppa
lífs úr þessari ferð. „Þeir ætla ekki
að opna hurðina. Þeir eru bara að
síldpta um eimvagna,“ kallaði hann.
í daufri dagmálaskímunni sá
Warnette, hvernig andlitin umhverf-
is hann, sem feginsbjarma hafði
brugðið á í fyrstu, tóku nú á sig
yfirbragð örvæntingar og vonbrigða.
Það var tilgangslaust, hugsaði
Warnette. Þeir höfðu engin tök á
samanburði.
Aftur lagði lestin af stað, og Warn
ette fann, að þeir, sem í kring um
hann stóðu, hötuðu hann, hötuðu
hann í blindni, eins og honum væri
um að kenna, að dyrnar höfðu ekki
verið opnaðar. Hatrið lagði eins og
rafstraum frá einum til annars, og
hann fann það svo greinilega hjá
þeim, sem næstir honum stóðu, er
þeir gáfu honum olnbogaskot eða
gutu ólundarlega augum til hans, en
jafnvel hatur þeirra entist skamma
hríð. Þeir voru of máttfarnir til
þess að hata. Og straumurinn lin-
aðist og leystist upp í þessum más-
andi, stynjandi múg, en óþolandi
stækju tók að leggja af óþvegnum
líkömum og önduðum náum í vagn-
inum.
Þeim varð þungt um andardrátt
af ólyktinni. Vegna hitans tóku lík-
amir hinna látnu skjótlega að rotna
og boðaði þeim, sem eftir lifðu,
hvað í vændum var.
„Það er skammarlegt, sví-
virðilegt,“ mælti unglingurinn ekka-
þrunginni röddu. „Að hugsa sér þeir
skuli láta okkur deyja svona, deyja
eins og hunda, eins og hunda.“ Hann
æpti þessi andmæli í örvæntingu,
öskraði þau hásum rómi. Argaði
þau af öllum þeim veika mætti, sem
hann átti til. Hann var ljósrauður
á hörund og þakinn freknum, varir
hans veiklulegar og eitthvað barns-
iegt í röddinni. Warnette sárvor-
kenndi honum og vildi gjarna hjálpa
honum, en vissi ekki, hvernig hann
ætti þess kost.
Lestin skrönglaðist leiðar sinnar.
Loftið var hressandi þennan sumar-
morgun — svo ferskt, að þeir fundu
það jafnvel inni í vagninum.
„Á sumrin var ég vanur að fara
á fætur um þetta leyti,“ mælti hinn
hljóðlega.
Augu hans leiftruðu: ',,Ég bjó
lengst af í úthverfunum. Það óx tré
fram undan svefnlierbérgisgluggan-
um mínum. Fuglarnir vöktu mig oft-
ast, þegar þeir voru að fljúga um
í trénu. Þykir þér vænt um fugla?“
„Það er nú lílcast til,“ svaraði
Warnette.
Framhald i 164. síðu.
X f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
155