Tíminn Sunnudagsblað - 21.02.1965, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 21.02.1965, Blaðsíða 13
orðfullu og lögfullu og lögmáli réttu að vitni þínu . . .“ Að áliðnu hausti lætur þó Ög- mundur biskup þau bréf ganga, að hann muni gera stólnum full reikn- ingsskil að Torfastöðum í Biskups- tungum snemma maímánaðar hið næsta ár. En þá bregður svo við, að Gissur vill ekki þýðast þetta og ber við önnum. En öldungnum sýnist, að nokkurt efni sé til mannfundar á Torfastöðum, þótt um annað væri þar fjallað en stólsreikninga hans. Hann skrifar Jóni biskupi Arasyni á Hólum bréf og heitir á hann að koma suður yfir fjöll um vordaga. Gamla biskupnum finnst flest í sukki haft hjá Gissuri og ekki vanþörf á að taka í taumana: „Vitið, kæri bróðir, að hér fer mjög hryggilega fram, sem allsmekt- ugur guð vinni bót á. Hvergi eigum vér þess kost inn í hús að koma, heldur förum vér sem einn fátæk- ur maður . . . Kirkjunnar silfur og háfur er burt tekið úr dómkirkj- unni, látið í eina kistu og læst í því húsi, sem hann sjálfur sefur. Megið þér sjálfur sjá meininguna þar til. Bagaldúkur og það annað klehódí um, sem vér höfum kirkjunni lagt, er borið hingað og þangað .. Honum sárnar meðferðin á vígð- um kirkjugripum, sem saumaðir hafa verið og smíðaðir af mikilli alúð og gefnir af ræktarsemi og lotningu og hann órar fyrir því.hver verða muni afdrif þess gulls og silf- urs, sem dómkirkjan hefur eignazt á mörgum öldum. En öldungnum blinda lærist seint að sjá við vélráðum. Enn er hann umsetinn af þeim, sem honum eru lítt hollir, þótt í Haukadal sé, og bréfið til Hólabiskups lendir í hönd- um Gissurar Einarssonar. Og þegar að vordögum líður, stefnir Gissur fylgismönnum sínum á laun í Skál- holt, svo að hann standi ekki uppi liðvana, ef til tíðinda dregur. Þegar hann þykist hafa dregið saman liðs- afla nægan, stefnir hann Ögmundi biskupi fyrir prestadóm á Öxarár- þingi hinu næsta. Næsta þungar sak- ir eru uppi hafðar: Svikráð við Gissur biskup og Kristján konung III. XIII. En Jón biskup Arason kemur ekki suður yfir fjöll, og prestar fella ekki neinn dóm um gerðir Ögmund- ar Pálssonar. Nokkrum vikum fyrir Öxarárþing koma til landsins tvö herskip, og eru þar á Kláus van der Marwitzen og Kristófer Hvítfeldur, lénsmaður Danakonungs á Þránd- heimsgarði í Noregi. Nú skal rann- saka, hversu háttað var um víg Dið- reks frá Mynden krefja landsmenn um framlög upp í garalan stríðskostnað Danakonungs og koma kirkjuskipaninni nýju endanlega á. Maðurinn, sem valinn er til þess að reka þessi erindi, er af harðfeng- ara tagi. Hann kann þau tök, sem bezt gefast, þegar beygja skal þrjózkan lýð til hlýðni, enda ekki hent neinum veifiskata að kljást við Þrændi, sem lengst Norðmanna stóðu upp í hárinu á Kristjáni III. Sá, sem þá hefur beygt til hlýðni, á líka að vera þess umkominn að kné- setja íslendinga. Samstundis og skipin hafa hafn- að sig, eru boð send frá Bessastöð- um austur í Skálholt. Gissur bisk- up bregður þegar við og ríður vest- ur yfir heiðar til fundar við valds- mennina. Fregnin um komu herskipanna flýgur um allar sveitir. Það er uggur í mörgum, og vinir Ögmundar bisk- ups leggja honum þau ráð að forða sér austur í Skaftafellssýslu, þar sem útlendum hermönnum þlyti að verða torsótt eftirreiðin. Hann vill þekkjast þau ráð, en þykist þó fyrst verða að ríða vestur að Hjalla í Ölfusi til fundar við Ásdísi, systur sina, er þar býr. Henni ætlar hann að fela á hendur sitthvað, er hann vill ekki láta falla í ræningjahendur. Hann kemur við á Reykjum, þar sem Oddur Gott- skálksson býr nú, þótt gairili bisk- upinn telji sér jörðina, og það vill svo til, að í sama mund kemur þangað sendimaður frá Gissuri bisk- upi með bréf þess efnis, að honum sé óhætt fyrir Kristófer Hvítfeldi og mönnum hans. Og Ögmundur held-- ur för sinni áfram að Hjalla og ger- ir ráð fyrir að dveljast þar svo sem vikutíma og sjá hverju fram vindúr. Nú víkur sögunni vestur yfir heið- ar. Kristófer Hvítfeldur, Kláus van der Marwitzen, Gissur Einarsson og fleiri fyrirmenn eiga fund með sér í Kópavogi hinn síðasta dag maí- mánaðar. Þar eiga þeir langt ein mæli, Gissur og Kristófer Hvítfeld- ur. Að kvöldi þessa dags ríður bisk- up til gistingar að Görðum til séra Einars Ólafssonar, en hirðstjóri heldur til skipa sinna, sem liggja í Hólminum. Eru þá látin út ganga þau boð til bænda í nágrenninu, að þeir skuli vera í Hólminum árla hinn næsta morgun með hesta marga, því að flytja eigi vín, mjöl og salt frá skipi austur í Skálholt og taka þar gjald i staðinn. Þegar bændur koma með hesta sína í Hólminn, eru þó settir á þá danskir menn, vopnaðir, þrettán eða'fjórtán að tölu, í stað mjölklyfja þeirra, sem í Skálholt átti að flytja. Er þess mjög dulizt, hvert för þeirra er heitið, en til leiðsögu er þeim fenginn Skálhyltingur úr föruneyti Gissurar biskups, Eyjólfur nokkur Halldórsson, sá er fyrr meir flúði vegna vígsmáls af Norðurlandi í Skálholt á náðir Ögmundar biskups. Þessi flokkur heldur nú upp úr Hólminum og leggur leið sína austur Ólafsskarð til Ölfuss. f sama mund halda þeir Gissur biskup og Kláus van der Marwitzen austur heiðar hið efra og um Þing- vallasveit og Laugardal í Biskups- tungur XIV. Það er komið undir morgun ann- an dag júnímánaðar, er Eyjólfur Halldórsson ríður með hermanna- flokkinn heim traðirnar á Hjalla í Ölfusi. Fólk er enn í svefni, og komumenn snarast óboðnir í bæinn. Biskupinn blindi hvílir í rekkju í fótsíðri skyrtu og andfætis honum frænka hans á barnsaldri, dóttir Sigmundar biskups Eyjólfssonar, sem í Niðarósi lézt í vígsluför sinni. Hinir gustmiklu gestir vilja ekki eiga langa dvöl i rökkvuðum hús- unum á Hjalla, þótt brynjaðir séu og vopnaðir. Þeir þrífa biskupinn upp úr rekkjunni og draga hann eða bera á hlað út á nærklæðunum. Syst- ir hans, Ásdís Pálsdóttir, er þegar komin á vettvang og biður bróður sínum griða með og heitir miklu fé honum til lausnar. En orðum hennar er ekki sinnt. Komumenn heimta klæði biskups og færa hann í þau í skyndi. Þegar þeir sjá, að við belti hans hangir pungur, þrífa þeir til hans. En biskup er enn handsterkur og heldur fast á móti, því að í þessum pungi er innsigli hans. Það er ekki fyrr en eftir nokkrar stimpingar, að þeim tek«i að rífa hann af beltinu. Loks er biskup slitinn úr örmum T f M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ 15

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.