Tíminn Sunnudagsblað - 21.02.1965, Blaðsíða 14
. «n»niiwwwrm»w» nu». ■—-i n ------------- ---------------------------------------
Kópavogur eins og þar er nú umhorfs. Hinn gamli þingstaður var skammt frá brúnni á læknum. Þar hafa margir
verið kveðnir, þar sór Árni lögmaður Oddsson einveldiseiðinn með tár í augum, og þar þinguðu þeir Gissur Einarsson
og Kristófer Hvftfeldur um það, hversu með Ögmund biskup skyldi farið. Ljósmynd: Þorsteinn Jósepsson.
Asdísar, sem heíui vafið hann að
sér og streittist á móti eftir megni.
Honum er snarað á hest og strák-
ur settur til þess að teyma undir
honum. Svo er haldið úr hlaði:
Þetta er undarlegur hópur, sem sif
ast upp heiðarbrekkurnar um það
bil, er júnísólin veitir Suðurlandi
árdagskossa sína: Leiðsögumaður-
inn norðlenzki, sem forðum þá skjól
undii verndarvæng Ögmundar í
Skálholti, ríður fyrir, keikur og
rogginn og þykist hafa röggsamlega
innt af höndum trúnaðarstarf sitt,
örvasa biskupinn, sem húkir blind-
ur og kýttur á færleik sínum, glott-
andi strákurinn sem undir honum
teymir, og í kringum þá brynjaðir
hermennirnir af skipi Kristófers
Hvítfelds, með sverð í slíðrum við
hlið sér og lensur og langskeptar
axir á lofti.
Þeim verður seinfarið, þó að hest
arnir séu heimfúsir. En áfram mjak-
ast, og ekki er förinni létt fyrr en
kornið er í Ifólminn. Þar er biskup
fluttur á skip út. Það heitir Brima-
Samson, þetta skip. sem hann er
vistaður á.
XV.
En ekki linnir ferðum yfir heið-
arnar. Kláus van der Marwitzen
kemur að austan og færir Kristófer
Hvítfeldi bréf frá Gissuri biskupi.
Því miður eru fréttirnar ekki góð-
ar. Þeir félagar hafa riðið í*Hauka-
dal til þess að rannsaka þar plögg
Ögmundar biskups og leita verð-
mætra muna, er hann kunni að eiga
þar. En sú leit hefur borið lítinn
árangur:
„So was dar nychtes van sulver
werke,“ segir í biskupsbréfi — ekk-
ert utah einn silfurkaleikur, sem vó
aðeins tvö lóð. En góð ráð getur
Gissur biskup lagt Kristófer Hvít-
feldi: Hvert silfurverkið hefur verið
flutt frá Ifaukadal, getur „hinn
gamli bezt sagt, ef hann vill það
gera.“ Það er því ekki vonlaust um,
að silfrið komi í leitirnar, ef þess er
vendilega gætt, að blindi biskupinn
sleppi ekki. Ella er við búið, að
til ískyggilegra átaka geti komið:
„Gætið þess því, leue Crystoffer, að
hleypa refnum ekki aftur á land
upp.“ Komist hann á „aldinck“ aust-
ur er við búið, að fylgismönnum
hans gerist heitt í geði. Uppreisn
kynni að vofa yfir, ef hann næði
fundi þeirra. íslendingar eru ekki
enn jafnhallir undir hinn nýja sið
og Gissur Einarsson hafði sagt í
bréfi sínu til konungs fyrir þremur
misserum, og ef í harðbakkann slær,
á gamli biskupinn meiri ítök en sup-
erintendentinn.
Eftir þessar fréttir gerist riddar-
inn Kristófer Hvítfeldur svo lítil-
látur, að hann gengur á tal við hinn
fangna biskup, og hvort sem þing-
að er um það lengur eða skemur ,er
sá sáttmáli gerður þeirra á mi'lli, að
biskupi skuli frelsa sig með silfri
sínu. Hinn níun-da dag júnímánað-
ar er Gissur biskup kominn út á
Brima-Samson og hefur haft þang-
að með sér séra Einar í Görðum.
Ögmundur biskup á að lesa Garða-
presti fyrir bréf til systur sinnar á
Hjalli. En nú verður hinum blinda
öldungi það, að hann lýtur að séra
'Einari og hvíslar orði í eyi’a hans.
Kristófer Hvítfeldur bregzt reiður
við slíkum launmálum. Hann þrífur
handfylli í hár beggja og dregur þá
sundur. Loks verður það úr, að Giss-
ur bisjcup skrifar bréf í nafni Ög-
mundar, þar sem Ásdísi á Hjalla er
sagt að fá bréfberanum í hendur
það silfur bróður síns, er þar hefur
verið grafið í jörðu.
Að þessu sinni er séra Einar
sendur austur í fylgd með mönnum
Hvítfelds. Silfursjóðurinn kemur í
leitirnar, og Ásdís tekur úr honum
gullnisti, er hún segist sjálf eiga,
en fær séra Einari allt hitt. En
158
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ