Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 21.02.1965, Qupperneq 15

Tíminn Sunnudagsblað - 21.02.1965, Qupperneq 15
þegar sendimennirnir koma með féð í Hólminn, eru þeir jafnharðan sendir austur á ný með þau skilaboð til Ásdísar, að Ögmundi biskupi verði ekki sleppt nema hún leggi einnig til allt það, er hún á af silfri og gulli. Þegar silfur Ásdísar er fengið, eru eftir jarðir biskups, og þær eru margar. Og svo margt hefur á und- an farið, að öldungnum blinda eru ekki lengur fastar í hendi jarðir sínar. Viðnám hans er þrotið. Hann les fyrir, hvað hann á af jörðum og tilgreinir kúgildi, er þeim fylgja, leigur og landskuldir. Ef til vill koma þar þó til skjöl frá Skálholti, ef minni gamla mannsins kann að vera farið að bila. Allt þetta afsal- ar hann sér í hendur Kristófer Hvít- feldi, enda hægt um vik bréfagerð- ina, þar sem við blint gamalmenni er að eiga og innsigli þess í hönd- um viðsemjanda. En það frestast, að „gamla refn- um“ sé sleppt á land, þótt allt sé nú af hendi látið. Það á kannski ekki að gerast fyrr en eftir „aldinck". Þegar á Öxarárþing kemur, er Giss ur biskup samt svo mildur, að hann fellur niður sakargiftir sínar á hend- ur Ögmundi, heldur ekki fram land- ráðakærunni, enda tæpt ár síðan hann hét gamla biskupnum því, að hann skyldi ekki „með sönnum spyrja" ískyggileg orðatiltæki af sín- um munni. Aftur á móti lætur hann prestastefnu dæma sér fullkomin reikningsskil vegna Skálholtsstóls, er skal eiga forgangsrétt að eign- um Ögmundar. Nú er Skálholts- kirkju líka fjár þörf, því að biskup hefur reitt af höndum allt silfur hennar upp í styrjaldarkostnað Kristjáns III, og þar á ofan hefur Kristófer Hvítfeldur krafizt alls silf- urs og gulls, sem í klaustrunum er. Svo hefur verið gengið nærri fjár- hag biskupsstólsins að Gissur Einars- son hlýtur að svara, þegar námsmað ur í Kaupmannahöfn snýr sér til Skálholtsstóls og leitar hófanna um fjárstyrk til háskólanáms: „Sjóðurinn er floginn til Dan- merkur — hvíli hann þar í friði.“ Um það er þó ekki um að fást. Siðabótin hefur sigrað. Og hin nýja kirkjuskipan Kristjáns konungs III liefur hlotið samþykki presta í Skál- holtsbiskupsdæmi. Það er ekki lítið, sem unnizt hefur. Og sjálfur er Giss- ur fastur orðinn í sessi. XVi. Nú er flestu til lykta ráðið, er mestu varðar. Það eitt er eftir, að Ögmundur biskup gefi upp lén sín og umboð í hendur siðabótarmönn- um þeim, sem til valda hafá hafizt í Skálholtsbiskupsdæmi. Og þetta er allt komið í kring hinn fimmta dag júlímánaðar. Þá eru segl und- Hjalli í pifusi. Hér bjó Ásdís Pálsdóttir, og hér drógu hermenn Kr'-'+rfers Hvítfelds Ögmund biskup blindan á hlaS út í náttserk einum klæða. in upp á Brima-Samsyni, og Kristó fer Hvítfeldur lætur í haf með fanga sinn. Sú var tíðin, að Ögmundur Páls son þoldi sjóvolk. Nú er um skipt. Ilann hefur ekki verið nema átta daga á sjónum, þegar hann geispar golunni. Þá er Gissur biskup riðinn á Austfirði. Ljósmynd: Þorsteinn Jósepsson. Að þessu sinni sjá Austfirðingai mjög hermannlegan biskup á yfir reið. Honum fylgja vopnaðir svein ar og altygjaðir, fimmtán að tölu, og þeir fara ekki einu sinni úr her klæðum um nætur. Þeir prestar. sem þvkja miklir fyrir sér, verðs Framhald á 166. sjðu. Á slíkum skipum lá Kristófer Hvítfeldur í Hólminum. fÍMlNN - SUNNUDAGSBLAÐ 159

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.